Verðbólga mælist 3,1 prósent í Bretlandi 17. apríl 2007 08:56 Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, ásamt Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands. Mynd/AFP Nýjustu hagtölur bresku hagstofunnar benda til að verðbólga hafi mælst 3,1 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda hefur verðbólga ekki verið hærri í áratug. Þetta þykir sömuleiðis nokkur skellur fyrir Englandsbanka sem ákvað fyrir tæpum hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Verðbólgutölurnar koma Bretum í opna skjöldu enda jókst hún um 0,5 prósentustig á milli mánaða. Breska ríkisútvarpið segir Mervyn King, seðlabankastjóra Englandsbanka, verða að gera stjórnvöldum grein fyrir því hvers vegna verðbólga hafi vaxið svo mikið á milli mánaða. Þetta mun vera fyrsta bréfið sem seðlabankastjóri hefur skrifað stjórnvöldum síðan bankanum var falin peningamálastjórn í Bretlandi árið 1997. Helsta ástæðan fyrir svo hárri verðbólgu er styrking breska pundsins, sem hefur ekki verið jafn hátt gagnvart bandaríkjadal síðan árið 1992. Af þessum sökum hafa Bretar í auknum mæli farið í innkaupaferðir til Bandaríkjanna. Á móti hefur styrkingin komið illa fyrir útflutningsfyrirtæki. Mjög líklegt er talið að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta í næsta mánuði til að koma böndum á verðbólguna. Ekki er útilokað að Englandsbanki hækki stýrivextina umfram það eða hækki þá jafnt og þétt á næstu mánuðum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nýjustu hagtölur bresku hagstofunnar benda til að verðbólga hafi mælst 3,1 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda hefur verðbólga ekki verið hærri í áratug. Þetta þykir sömuleiðis nokkur skellur fyrir Englandsbanka sem ákvað fyrir tæpum hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Verðbólgutölurnar koma Bretum í opna skjöldu enda jókst hún um 0,5 prósentustig á milli mánaða. Breska ríkisútvarpið segir Mervyn King, seðlabankastjóra Englandsbanka, verða að gera stjórnvöldum grein fyrir því hvers vegna verðbólga hafi vaxið svo mikið á milli mánaða. Þetta mun vera fyrsta bréfið sem seðlabankastjóri hefur skrifað stjórnvöldum síðan bankanum var falin peningamálastjórn í Bretlandi árið 1997. Helsta ástæðan fyrir svo hárri verðbólgu er styrking breska pundsins, sem hefur ekki verið jafn hátt gagnvart bandaríkjadal síðan árið 1992. Af þessum sökum hafa Bretar í auknum mæli farið í innkaupaferðir til Bandaríkjanna. Á móti hefur styrkingin komið illa fyrir útflutningsfyrirtæki. Mjög líklegt er talið að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta í næsta mánuði til að koma böndum á verðbólguna. Ekki er útilokað að Englandsbanki hækki stýrivextina umfram það eða hækki þá jafnt og þétt á næstu mánuðum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf