Hagnaður Alcoa jókst um níu prósent 10. apríl 2007 22:17 Byggingaframkvæmdir við álver Alcoa í Reyðarfirði. MYND/Vilhelm Gunnarsson Álrisinn Alcoa skilaði 662 milljóna bandaríkja dala hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 44,5 milljörðum íslenskra króna, sem er níu prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Álverð var gott í byrjun árs auk þess sem eftirspurn eftir áli var mikil, að sögn fyrirtækisins. Bandarískir fjölmiðlar taka það fram að Alcoa sé fyrsta fyrirtækið sem skráð sé í Dow Jones hlutabréfavísitöluna í Bandaríkjunum sem birtir uppgjör sitt fyrir fyrsta fjórðung ársins. Fjórðungurinn var góður hjá félaginu sem seldi mikið af áli til verksmiðja í Kína, þar á meðal til flugvélaframleiðandans Boeing en félagið tók fram úr Airbus sem umsvifamesti flugvélaframleiðandi í heimi fyrir skömmu. Þá hefur mikill hagvöxtur í Kína kallað á aukna eftispurn eftir áli síðastliðin ár en það er bæði notað í brúarsmíði, til nýbygginga og fleiri hluta.Tekjur álrisans námu 7,9 milljörðum dala, jafnvirði 531,3 króna, á ársfjórðungnum, sem sem er 11 prósenta hækkun á milli ára. Hagnaðurinn nam 75 sentum á hlut sem þó er 1 senti undir væntingum markaðsaðila. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Álrisinn Alcoa skilaði 662 milljóna bandaríkja dala hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 44,5 milljörðum íslenskra króna, sem er níu prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Álverð var gott í byrjun árs auk þess sem eftirspurn eftir áli var mikil, að sögn fyrirtækisins. Bandarískir fjölmiðlar taka það fram að Alcoa sé fyrsta fyrirtækið sem skráð sé í Dow Jones hlutabréfavísitöluna í Bandaríkjunum sem birtir uppgjör sitt fyrir fyrsta fjórðung ársins. Fjórðungurinn var góður hjá félaginu sem seldi mikið af áli til verksmiðja í Kína, þar á meðal til flugvélaframleiðandans Boeing en félagið tók fram úr Airbus sem umsvifamesti flugvélaframleiðandi í heimi fyrir skömmu. Þá hefur mikill hagvöxtur í Kína kallað á aukna eftispurn eftir áli síðastliðin ár en það er bæði notað í brúarsmíði, til nýbygginga og fleiri hluta.Tekjur álrisans námu 7,9 milljörðum dala, jafnvirði 531,3 króna, á ársfjórðungnum, sem sem er 11 prósenta hækkun á milli ára. Hagnaðurinn nam 75 sentum á hlut sem þó er 1 senti undir væntingum markaðsaðila.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira