Minna tap hjá Pliva 2. apríl 2007 11:41 Höfuðstöðvar Pliva í Króatíu. Mynd/AP Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva tapaði rétt tæpum 35,2 milljónum dala, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins tæpum 92 milljónum dala, tæplega 6,1 milljarði króna, árið á undan. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr keypti Pliva síðastliðið haust á 2,4 milljarða bandaríkjadali eða 170,5 milljarða íslenskra króna eftir harða samkeppni við Actavis um félagið. Tekjur Pliva í fyrra námu 1,051 milljarði dala, jafnvirði 69,4 milljörðum króna, samanborið við 1,171 milljarð dala, 77,3 milljarða krónur, árið á undan. Mestu munar um samdrátt í tekjum í Bandaríkjunum upp á 141 milljón dali, jafnvirði 9,3 milljarða króna. Þar að auki nemur kostnaður fyrirtækisins vegna yfirtökutilrauna og samruna við Barr á síðasta ári 121 milljón dala, rétt tæpum 8 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður Pliva á tímabilinu nam 153 milljónum dala, 10,1 milljarði króna, samanborið við 304 milljónir dala, 20 milljarða krónur, árið 2005. Mestu munar um aukinn kostnað vegna yfirtökuferlisins. Í ársuppgjöri Pliva, sem birt var í dag, kemur meðal annars fram að stjórn samheitalyfjafyrirtækisins hafi verið lagt til að greiða ekki út arð til hluthafa fyrir síðasta ár. Í kjölfar þess að Barr hafði betur í baráttunni við Actavis um yfirtöku á Pliva síðastliðið haust náði fyrirtækið 92 prósentum af öllum bréfum í félaginu. Fyrir það greiddi félagið 820 kúnur á hlut. Það fer nú með beinum eða óbeinum hætti með 97 prósent í króatíska félaginu og vinnur nú að því að eignast það sem upp á vantar. Vefsvæði Pliva Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva tapaði rétt tæpum 35,2 milljónum dala, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins tæpum 92 milljónum dala, tæplega 6,1 milljarði króna, árið á undan. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr keypti Pliva síðastliðið haust á 2,4 milljarða bandaríkjadali eða 170,5 milljarða íslenskra króna eftir harða samkeppni við Actavis um félagið. Tekjur Pliva í fyrra námu 1,051 milljarði dala, jafnvirði 69,4 milljörðum króna, samanborið við 1,171 milljarð dala, 77,3 milljarða krónur, árið á undan. Mestu munar um samdrátt í tekjum í Bandaríkjunum upp á 141 milljón dali, jafnvirði 9,3 milljarða króna. Þar að auki nemur kostnaður fyrirtækisins vegna yfirtökutilrauna og samruna við Barr á síðasta ári 121 milljón dala, rétt tæpum 8 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður Pliva á tímabilinu nam 153 milljónum dala, 10,1 milljarði króna, samanborið við 304 milljónir dala, 20 milljarða krónur, árið 2005. Mestu munar um aukinn kostnað vegna yfirtökuferlisins. Í ársuppgjöri Pliva, sem birt var í dag, kemur meðal annars fram að stjórn samheitalyfjafyrirtækisins hafi verið lagt til að greiða ekki út arð til hluthafa fyrir síðasta ár. Í kjölfar þess að Barr hafði betur í baráttunni við Actavis um yfirtöku á Pliva síðastliðið haust náði fyrirtækið 92 prósentum af öllum bréfum í félaginu. Fyrir það greiddi félagið 820 kúnur á hlut. Það fer nú með beinum eða óbeinum hætti með 97 prósent í króatíska félaginu og vinnur nú að því að eignast það sem upp á vantar. Vefsvæði Pliva
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf