Wallace tryggði framlengingu með skoti frá miðju 27. mars 2007 04:28 Rasheed Wallace var bænheyrður í nótt NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons vann í nótt ævintýralegan sigur á Denver Nuggets á heimavelli sínum 113-109, þrátt fyrir að vera án tveggja byrjunarliðsmanna sinna sem voru með flensu. Rasheed Wallace tryggði heimamönnum framlengingu með skoti frá eigin vallarhelmingi um leið og flautan gall og var maðurinn á bak við sigur liðsins í aukahlutanum. "Ég sagði strákunum að furðulegri hlutir hefðu gerst og því ekki að reyna eitthvað fáránlegt," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit í leikhléinu þegar 1,5 sekúndur voru til leiksloka og hans menn þremur stigum undir. Sá hafði rétt fyrir sér. Marcus Camby tók innkastið fyrir Denver, en Tayshaun Prince náði að blaka boltanum úr höndum mótherja síns. Wallace hugsaði sig ekki um tvisvar og grýtti boltanum í átt að körfunni vel inni á eigin vallarhemingi. Skotið fór í spjaldið og ofan í. "Ég tek oft svona skot fyrir leiki og þetta small niður hjá mér. Það er ekki eins og við höfum verið að vinna meistaratitilinn eða eitthvað," sagði Wallace þurrlega þegar hann var spurður út í skotið. Hann sagði félögum sínum í liðinu að hann hefði ætlað að skjóta í spjaldið og ofan í. Þeir bauluðu á hann þegar hann hélt því fram við viðmælanda sinn eftir leikinn. "Jæja þá, ég er að ljúga - en mér er sama - það dugði." Wallace átti svo stóran þátt í sigri Detroit og setti aðra hefðbundna þriggja stiga körfu í framlengingunni. Denver fékk tækifæri til að jafna í lokin, en skotið geigaði. Rip Hamilton og Chris Webber hjá Detroit misstu af leiknum vegna flensu. Chauncey Billups skoraði 34 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Detroit í leiknum, Wallace skoraði 22 stig og Antonio McDyess skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Marcus Camby var bestur hjá Denver með 24 stig og 13 fráköst og Nene var með 21 stig og hirti 17 fráköst. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu aðeins 29 stig samanlagt og hittu úr 11 af 33 skotum. "Við gætum gefið honum 100 svona skot og hann myndi ekki hitta úr einu einasta þeirra, en hann setti þetta niður. Mínir menn hefðu sannarlega geta spilað betur úr innkastinu þarna í lokin, en það þýðir ekki að gagnrýna menn þegar þeir fá svona ótrúlegt skot í andlitið. Þetta var bara heppni," sagði George Karl, þjálfari Denver. NBA Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Detroit Pistons vann í nótt ævintýralegan sigur á Denver Nuggets á heimavelli sínum 113-109, þrátt fyrir að vera án tveggja byrjunarliðsmanna sinna sem voru með flensu. Rasheed Wallace tryggði heimamönnum framlengingu með skoti frá eigin vallarhelmingi um leið og flautan gall og var maðurinn á bak við sigur liðsins í aukahlutanum. "Ég sagði strákunum að furðulegri hlutir hefðu gerst og því ekki að reyna eitthvað fáránlegt," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit í leikhléinu þegar 1,5 sekúndur voru til leiksloka og hans menn þremur stigum undir. Sá hafði rétt fyrir sér. Marcus Camby tók innkastið fyrir Denver, en Tayshaun Prince náði að blaka boltanum úr höndum mótherja síns. Wallace hugsaði sig ekki um tvisvar og grýtti boltanum í átt að körfunni vel inni á eigin vallarhemingi. Skotið fór í spjaldið og ofan í. "Ég tek oft svona skot fyrir leiki og þetta small niður hjá mér. Það er ekki eins og við höfum verið að vinna meistaratitilinn eða eitthvað," sagði Wallace þurrlega þegar hann var spurður út í skotið. Hann sagði félögum sínum í liðinu að hann hefði ætlað að skjóta í spjaldið og ofan í. Þeir bauluðu á hann þegar hann hélt því fram við viðmælanda sinn eftir leikinn. "Jæja þá, ég er að ljúga - en mér er sama - það dugði." Wallace átti svo stóran þátt í sigri Detroit og setti aðra hefðbundna þriggja stiga körfu í framlengingunni. Denver fékk tækifæri til að jafna í lokin, en skotið geigaði. Rip Hamilton og Chris Webber hjá Detroit misstu af leiknum vegna flensu. Chauncey Billups skoraði 34 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Detroit í leiknum, Wallace skoraði 22 stig og Antonio McDyess skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Marcus Camby var bestur hjá Denver með 24 stig og 13 fráköst og Nene var með 21 stig og hirti 17 fráköst. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu aðeins 29 stig samanlagt og hittu úr 11 af 33 skotum. "Við gætum gefið honum 100 svona skot og hann myndi ekki hitta úr einu einasta þeirra, en hann setti þetta niður. Mínir menn hefðu sannarlega geta spilað betur úr innkastinu þarna í lokin, en það þýðir ekki að gagnrýna menn þegar þeir fá svona ótrúlegt skot í andlitið. Þetta var bara heppni," sagði George Karl, þjálfari Denver.
NBA Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn