Enn ein sýningin hjá Kobe Bryant 19. mars 2007 03:12 Kobe Bryant keyrir hér framhjá Kevin Garnett hjá Minnesota í leik liðanna í nótt NordicPhotos/GettyImages Kobe Bryant olli ekki aðdáendum sínum vonbrigðum frekar en fyrri daginn þegar hann skoraði 50 stig fyrir LA Lakers í 109-102 sigri liðsins á Minnesota í beinni útsendingu á NBA TV í nótt. Orlando stöðvaði sigurgöngu Miami og Houston burstaði Philadelpha með 50 stiga mun á útivelli. Lakers missti niður 17 stiga forskot í síðari hálfleiknum gegn Minnesota en þá tók Bryant til sinna ráða á ný. Þeir Luke Walton og Lamar Odom áttu einnig frábæran leik fyrir Lakers. Odom skoraði 16 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar og Walton skoraði 10 stig, hirti 8 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Minnesota tapaði 10. útileiknum í röð. Ricky Davis skoraði 33 stig fyrir liðið og Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 15 fráköst. Þetta var í fyrsta skipti í 44 ár sem leikmaður Lakers skorar 50 stig eða meira í tveimur leikjum í röð, en það var hinn magnaði Elgin Baylor sem afrekaði það síðast - og þá í þremur leikjum í röð. Aðeins Antawn Jamison og Allen Iverson hafa skorað 50+ stig í tveimur leikjum í röð á síðasta áratug. Jamison, sem nú leikur með Washington, gerði það með Golden State árið 2000 og Iverson, sem nú leikur með Denver, gerði það með Philadelphia árið 2004.Orlando stöðvaði óvænt níu leikja sigurgöngu granna sinna í Miami með 97-83 útisigri. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando en Shaquille O´Neal skoraði 20 stig fyrir Miami, sem var án Gary Payton í leiknum - auk þeirra Dwyane Wade og Jason Kapono. Miami hafði unnið 14 heimaleiki í röð og tapið í gær var aðeins annað tap liðsins á heimavelli í þeim 42 leikjum sem liðið hefur spilað þar í febrúar- og marsmánuðum síðan Shaquille O´Neal gekk í raðir liðsins fyrir þremur árum. Houston valtaði yfir Philadelphia á útivelli 124-74. Þetta var stærsti útisigur í sögu Houston og stærsta tap Philadelphia í sögunni. Philadelphia hafði fyrir leikinn verið eitt heitasta liðið í deildinni hafði sigrað í 8 af 10 síðustu leikjum sínum, en Houston átti leikinn í gær á öllum sviðum körfuboltans. Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Houston og Tracy McGrady skoraði 21 stig. Kyle Korver skoraði 17 stig fyrir Philadelphia, sem tapaði fyrri leiknum við Houston líka mjög stórt og var á kafla meira en 40 stigum undir í þeim leik sem endaði með 105-84 fyrir Houston.New Jersey lagði LA Clippers 101-95 á heimavelli og hélt í vonina um að ná sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Jason Kidd skoraði 23 stig, gaf 13 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 6 boltum fyrir New Jersey - en Cuttino Mobley skoraði 27 stig fyrir Clippers.Loks vann Seattle góðan sigur á Portland í einvígi liðanna í norðvestrinu 95-77, þar sem Seattle tryggði sigurinn með 28-16 rispu í fjórða leikhlutanum. Rashard Lewis skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Seattle, en Zach Randolph skoraði 16 stig fyrir Portland. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá í NBA í gærkvöldi þar sem New York lagði Toronto á heimavelli og Dallas skellti Detroit á útivelli, en nánar var greint frá því hér á Vísi í gærkvöld. NBA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Sjá meira
Kobe Bryant olli ekki aðdáendum sínum vonbrigðum frekar en fyrri daginn þegar hann skoraði 50 stig fyrir LA Lakers í 109-102 sigri liðsins á Minnesota í beinni útsendingu á NBA TV í nótt. Orlando stöðvaði sigurgöngu Miami og Houston burstaði Philadelpha með 50 stiga mun á útivelli. Lakers missti niður 17 stiga forskot í síðari hálfleiknum gegn Minnesota en þá tók Bryant til sinna ráða á ný. Þeir Luke Walton og Lamar Odom áttu einnig frábæran leik fyrir Lakers. Odom skoraði 16 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar og Walton skoraði 10 stig, hirti 8 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Minnesota tapaði 10. útileiknum í röð. Ricky Davis skoraði 33 stig fyrir liðið og Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 15 fráköst. Þetta var í fyrsta skipti í 44 ár sem leikmaður Lakers skorar 50 stig eða meira í tveimur leikjum í röð, en það var hinn magnaði Elgin Baylor sem afrekaði það síðast - og þá í þremur leikjum í röð. Aðeins Antawn Jamison og Allen Iverson hafa skorað 50+ stig í tveimur leikjum í röð á síðasta áratug. Jamison, sem nú leikur með Washington, gerði það með Golden State árið 2000 og Iverson, sem nú leikur með Denver, gerði það með Philadelphia árið 2004.Orlando stöðvaði óvænt níu leikja sigurgöngu granna sinna í Miami með 97-83 útisigri. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando en Shaquille O´Neal skoraði 20 stig fyrir Miami, sem var án Gary Payton í leiknum - auk þeirra Dwyane Wade og Jason Kapono. Miami hafði unnið 14 heimaleiki í röð og tapið í gær var aðeins annað tap liðsins á heimavelli í þeim 42 leikjum sem liðið hefur spilað þar í febrúar- og marsmánuðum síðan Shaquille O´Neal gekk í raðir liðsins fyrir þremur árum. Houston valtaði yfir Philadelphia á útivelli 124-74. Þetta var stærsti útisigur í sögu Houston og stærsta tap Philadelphia í sögunni. Philadelphia hafði fyrir leikinn verið eitt heitasta liðið í deildinni hafði sigrað í 8 af 10 síðustu leikjum sínum, en Houston átti leikinn í gær á öllum sviðum körfuboltans. Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Houston og Tracy McGrady skoraði 21 stig. Kyle Korver skoraði 17 stig fyrir Philadelphia, sem tapaði fyrri leiknum við Houston líka mjög stórt og var á kafla meira en 40 stigum undir í þeim leik sem endaði með 105-84 fyrir Houston.New Jersey lagði LA Clippers 101-95 á heimavelli og hélt í vonina um að ná sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Jason Kidd skoraði 23 stig, gaf 13 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 6 boltum fyrir New Jersey - en Cuttino Mobley skoraði 27 stig fyrir Clippers.Loks vann Seattle góðan sigur á Portland í einvígi liðanna í norðvestrinu 95-77, þar sem Seattle tryggði sigurinn með 28-16 rispu í fjórða leikhlutanum. Rashard Lewis skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Seattle, en Zach Randolph skoraði 16 stig fyrir Portland. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá í NBA í gærkvöldi þar sem New York lagði Toronto á heimavelli og Dallas skellti Detroit á útivelli, en nánar var greint frá því hér á Vísi í gærkvöld.
NBA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum