Siglingastofnun talar við skipstjórann á Kársnesi 16. mars 2007 19:37 Nefnd á vegum Siglingastofnunar hitti í dag skipstjórann á Kársnesi sem fékk á sig brotsjó við Reykjanes í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimm gámar sópuðust fyrir borð. Nefndin metur meðal annars hvort færa eigi siglingaleiðina fyrir Reykjanes utar og fjær landi. Landhelgisgæslan náði tveimur af þeim fimm fjörutíu feta gámum sem sópuðust fyrir borð þegar Kársnesið fékk á sig brotsjó útaf Reykjanesi í fyrrakvöld. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að nefnd Siglingastofnunar sem falið var að meta meðal annars siglingaleiðina fyrir Reykjanes kallaði skipstjóra skipsins á sinn fund í dag. Nefndin mun skila af sér uppúr næstu mánaðamótum og ákveða þá hvort lagt verður til að færa siglingaleiðina utar og dýpra en nú er. Skip sigla nú á milli lands og grynninga eða dranga sem skjaga frá botni og uppí sjó. Þetta er kallað "húllið". Talsverð umræða varð um flutning siglingaleiðarinnar út fyrir grunnið þegar Wilson Muuga strandaði en eflaust hefði það skipt litlu þó skipið hefði verið utar enda mannleg mistök að baki strandinu. En í kjölfar strandsins kom fram að fyrir rúmum hálfum áratug var lagt til að öll skip færu ytri leiðina. Þá var lagst gegn tillögunum enda vilja útgerðir síður þurfa að fara lengri leið og vilja spara olíukostnað eins og hægt er. Nú þegar hefur verið ákveðið að olíuflutningaskipum verið stefnt ytri leiðina enda talið að það minnki líkur á verulegri olíumengun með því að láta þau fara lengri leiðina. Menn hafa að vonum miklar áhyggjur af þessari siglingaleið - ekki síst í ljósi þess að skipaferðum á þessum slóðum kann að fjölga til muna á næstu árum. Þó að Landhelgisgæslan telji víst að þrír gámar úr Kársnesinu hafi sokkið er því beint til sjófarenda á þessum slóðum að hafa varann á ef ske kynni að þeir möruðu í hálfu kafi. Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Nefnd á vegum Siglingastofnunar hitti í dag skipstjórann á Kársnesi sem fékk á sig brotsjó við Reykjanes í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimm gámar sópuðust fyrir borð. Nefndin metur meðal annars hvort færa eigi siglingaleiðina fyrir Reykjanes utar og fjær landi. Landhelgisgæslan náði tveimur af þeim fimm fjörutíu feta gámum sem sópuðust fyrir borð þegar Kársnesið fékk á sig brotsjó útaf Reykjanesi í fyrrakvöld. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að nefnd Siglingastofnunar sem falið var að meta meðal annars siglingaleiðina fyrir Reykjanes kallaði skipstjóra skipsins á sinn fund í dag. Nefndin mun skila af sér uppúr næstu mánaðamótum og ákveða þá hvort lagt verður til að færa siglingaleiðina utar og dýpra en nú er. Skip sigla nú á milli lands og grynninga eða dranga sem skjaga frá botni og uppí sjó. Þetta er kallað "húllið". Talsverð umræða varð um flutning siglingaleiðarinnar út fyrir grunnið þegar Wilson Muuga strandaði en eflaust hefði það skipt litlu þó skipið hefði verið utar enda mannleg mistök að baki strandinu. En í kjölfar strandsins kom fram að fyrir rúmum hálfum áratug var lagt til að öll skip færu ytri leiðina. Þá var lagst gegn tillögunum enda vilja útgerðir síður þurfa að fara lengri leið og vilja spara olíukostnað eins og hægt er. Nú þegar hefur verið ákveðið að olíuflutningaskipum verið stefnt ytri leiðina enda talið að það minnki líkur á verulegri olíumengun með því að láta þau fara lengri leiðina. Menn hafa að vonum miklar áhyggjur af þessari siglingaleið - ekki síst í ljósi þess að skipaferðum á þessum slóðum kann að fjölga til muna á næstu árum. Þó að Landhelgisgæslan telji víst að þrír gámar úr Kársnesinu hafi sokkið er því beint til sjófarenda á þessum slóðum að hafa varann á ef ske kynni að þeir möruðu í hálfu kafi.
Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira