EES-samningurinn staðist tímans tönn 13. mars 2007 18:57 Þverpólitísk Evrópunefnd forsætisráðherra telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn en æskilegt sé þó að samskipti Íslands og Evrópusambandsins verði aukin á ýmsum sviðum. Meirihluti nefndarinnar telur þó ekki tímabært að ganga í Evrópusambandið og skila Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameiginlegu áliti um það. Evrópunefnd forsætisráðherra kynnti skýrslu sína í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Nefndarmenn úr öllum flokkum hafi unnið að henni og viðhorf þeirra um aðild virðast þau sömu og áður en hún hófst. Athygli vekur að Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameinast í áliti að óhjákvæmilegt sé að Íslendingar standi áfram utan ESB miðað við óbreytt ástand. Frjálslyndir eru þeim sammála. Framsóknarmenn sitja á girðingunni og segja kreddulausrar umræðu um aðild þörf. Fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni tala hins vegar máli aðildar. Sé horft framhjá deilum um aðild má skýrsla þó teljast ítarlegt innlegg í umræðu um ESB enda var Evrópunefndin skipuð til að kanna framkvæmd EES-samningsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild að ESB. Nefndin metur það svo að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og framkvæmd hans gengið vel. Björn Bjarnason, formaður nefndarinnar, segir þó að hægt sé að gera betur. Hann segir að í skýrslunni sé rætt um að stjórnmálamenn geti látið meira að sér kveða, bæði ríkisstjórn við kynningu á málefnum sem snerti samskipti Íslands og Evrópusambandsins og þingmenn. Nefndin telji að samhæfing innan stjórnarráðsins ætti að vera meiri. Lagt sé til að Alþingi kjósi sérstaka Evrópunefnd og hugi að því að hafa fulltrúa á Evrópuþinginu sem fylgist sérstaklega með málum og því sem gerist á þeim vettvangi. Björn segir stjórnmálaflokkana hafa tækifæri til að vinna að þeim málum einnig. Í skýrslunni sé einnig rætt um embættismenn og nauðsyn þess að þeir fái tækifæri til að sinna sínum störfum og leggja meiri áherslu á sérfræðinefndir og aðrar nefndir. Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefdinni, er ánægður með sameiginlega niðurstöðu hennar, sér í lagi tillögu um skipan Evrópunefndar Alþingis. Hann segir allt of litla þekkingu innan þingsins um það sem sé að gerast við lagasetningu ESB sem komi Íslendingum við. Sömuleiðis telur hann að ef þignmenn eigi að geta sinnt skyldu sinni þá þurfi þeir að vita fyrirfram áður en sambandið ráðist í gerð mikilla lagabálka, gera ráð fyrir því og vera undirbúnir. Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Þverpólitísk Evrópunefnd forsætisráðherra telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn en æskilegt sé þó að samskipti Íslands og Evrópusambandsins verði aukin á ýmsum sviðum. Meirihluti nefndarinnar telur þó ekki tímabært að ganga í Evrópusambandið og skila Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameiginlegu áliti um það. Evrópunefnd forsætisráðherra kynnti skýrslu sína í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Nefndarmenn úr öllum flokkum hafi unnið að henni og viðhorf þeirra um aðild virðast þau sömu og áður en hún hófst. Athygli vekur að Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameinast í áliti að óhjákvæmilegt sé að Íslendingar standi áfram utan ESB miðað við óbreytt ástand. Frjálslyndir eru þeim sammála. Framsóknarmenn sitja á girðingunni og segja kreddulausrar umræðu um aðild þörf. Fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni tala hins vegar máli aðildar. Sé horft framhjá deilum um aðild má skýrsla þó teljast ítarlegt innlegg í umræðu um ESB enda var Evrópunefndin skipuð til að kanna framkvæmd EES-samningsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild að ESB. Nefndin metur það svo að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og framkvæmd hans gengið vel. Björn Bjarnason, formaður nefndarinnar, segir þó að hægt sé að gera betur. Hann segir að í skýrslunni sé rætt um að stjórnmálamenn geti látið meira að sér kveða, bæði ríkisstjórn við kynningu á málefnum sem snerti samskipti Íslands og Evrópusambandsins og þingmenn. Nefndin telji að samhæfing innan stjórnarráðsins ætti að vera meiri. Lagt sé til að Alþingi kjósi sérstaka Evrópunefnd og hugi að því að hafa fulltrúa á Evrópuþinginu sem fylgist sérstaklega með málum og því sem gerist á þeim vettvangi. Björn segir stjórnmálaflokkana hafa tækifæri til að vinna að þeim málum einnig. Í skýrslunni sé einnig rætt um embættismenn og nauðsyn þess að þeir fái tækifæri til að sinna sínum störfum og leggja meiri áherslu á sérfræðinefndir og aðrar nefndir. Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefdinni, er ánægður með sameiginlega niðurstöðu hennar, sér í lagi tillögu um skipan Evrópunefndar Alþingis. Hann segir allt of litla þekkingu innan þingsins um það sem sé að gerast við lagasetningu ESB sem komi Íslendingum við. Sömuleiðis telur hann að ef þignmenn eigi að geta sinnt skyldu sinni þá þurfi þeir að vita fyrirfram áður en sambandið ráðist í gerð mikilla lagabálka, gera ráð fyrir því og vera undirbúnir.
Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira