Nýmjólk frjósemisvænni en undanrenna 12. mars 2007 18:45 Mikil neysla á fituskertum mjólkurvörum getur aukið líkur á ófrjósemi um allt að áttatíu og fimm prósent, samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Það er hugsanlegt að nýmjólk og óskajógúrt sé betri fyrir konur sem eru að reyna að verða ófrískar heldur en - létt jógúrtin eða fjörmjólkin sem býsna margar konur á barneignaraldri eru þó líklegri til að taka fram yfir fituríkar mjólkurvörur. Árið 2002 reyndi þriðja hver kona undir fertugu hér á landi að grennast. Og það er ekki sniðugt, ef þær eru að reyna að verða ófrískar, ef marka má nýja bandaríska rannsókn. Samkvæmt henni jukust líkur á ófrjósemi um áttatíu og fimm prósent ef konur borðuðu tvo eða fleiri skammta af fitusnauðum mjólkurvörum á dag - miðað við þær sem borðuðu einn á viku eða minna. Á hinn bóginn. Konur sem borðuðu að minnsta kosti einn skammt af fituríkri mjólkurvöru á viku drógu úr líkum á egglostengdri ófrjósemi um 27 prósent. Guðmundur Arason kvensjúkdómalæknir segir þetta athyglisverðar niðurstöður. Þær þurfi hins vegar að rannsaka nánar áður en skorið er úr um áhrifin. Hann vill ekki ráða konum sem vilja verða óléttar frá því að borða mikið af fituskertum mjólkurvörum. "Nei, ég held ég myndi ekki geta ráðlagt fólki neitt um mjólkurvörur út frá þessari rannsókn. Ég myndi frekar ráðleggja fólki að huga að neyslu á sykurríkum vörum og koma sér í kjörþyngd." Guðmundur segir vel þekkt að tíðahringurinn geti truflast - og frjósemi þar með minnkað - hjá konum sem eru mikið yfir eða undir kjörþyngd. Því sé mun vænlegra til getnaðar að forðast sykurríkan mat og sætindi og halda sér í kjörþyngd. Og, síðast en ekki síst - hætta að reykja. Það sé vel rannsakað að reykingar dragi úr frjósemi - líka hjá konum. Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Mikil neysla á fituskertum mjólkurvörum getur aukið líkur á ófrjósemi um allt að áttatíu og fimm prósent, samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Það er hugsanlegt að nýmjólk og óskajógúrt sé betri fyrir konur sem eru að reyna að verða ófrískar heldur en - létt jógúrtin eða fjörmjólkin sem býsna margar konur á barneignaraldri eru þó líklegri til að taka fram yfir fituríkar mjólkurvörur. Árið 2002 reyndi þriðja hver kona undir fertugu hér á landi að grennast. Og það er ekki sniðugt, ef þær eru að reyna að verða ófrískar, ef marka má nýja bandaríska rannsókn. Samkvæmt henni jukust líkur á ófrjósemi um áttatíu og fimm prósent ef konur borðuðu tvo eða fleiri skammta af fitusnauðum mjólkurvörum á dag - miðað við þær sem borðuðu einn á viku eða minna. Á hinn bóginn. Konur sem borðuðu að minnsta kosti einn skammt af fituríkri mjólkurvöru á viku drógu úr líkum á egglostengdri ófrjósemi um 27 prósent. Guðmundur Arason kvensjúkdómalæknir segir þetta athyglisverðar niðurstöður. Þær þurfi hins vegar að rannsaka nánar áður en skorið er úr um áhrifin. Hann vill ekki ráða konum sem vilja verða óléttar frá því að borða mikið af fituskertum mjólkurvörum. "Nei, ég held ég myndi ekki geta ráðlagt fólki neitt um mjólkurvörur út frá þessari rannsókn. Ég myndi frekar ráðleggja fólki að huga að neyslu á sykurríkum vörum og koma sér í kjörþyngd." Guðmundur segir vel þekkt að tíðahringurinn geti truflast - og frjósemi þar með minnkað - hjá konum sem eru mikið yfir eða undir kjörþyngd. Því sé mun vænlegra til getnaðar að forðast sykurríkan mat og sætindi og halda sér í kjörþyngd. Og, síðast en ekki síst - hætta að reykja. Það sé vel rannsakað að reykingar dragi úr frjósemi - líka hjá konum.
Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira