Gæti breytt lífi milljóna manna 10. mars 2007 19:45 Íslenska fyrirtækið Icexpress hefur þróað byltingarkennda aðferð sem gerir nánast hverjum sem er kleift að smíða fullkomna gervilimi á aðeins fáeinum klukkustundum. Össur Kristinsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að með uppfinningunni verði hægt að gerbreyta lífi milljóna manna í þróunarlöndunum. Í fátækari hlutum jarðar fer þeim stöðugt fjölgandi sem misst hafa útlim. Fæðingargallar og sjúkdómar á borð við sykursýki valda þessari fötlun svo og slys og stríðátök. Þannig er talið að á tuttugu mínútna fresti springi jarðsprengja undir fótum saklauss fólks. Vandaðir gervilimir eru ennþá dýrir og því eiga fæstir annarra kosta völ en að notast við heimasmíðaða staurfætur sem oft eru lélegir að gæðum. Össur Kristinsson hefur um árabil verið frumkvöðull í stoðtækjagerð en fyrir tveimur árum kviknaði hugmynd hjá honum og félögum hans að nýrri tækni til að smíða gervilimi á mun einfaldari hátt en áður hefur þekkst. Þeir fóru til Mósambík og settu fætur undir tuttugu manns á tveimur dögum og í kjölfarið stofnuðu þeir svo fyrirtækið Icexpress. Össur segir þessa nýju tækni afar einfalda og auðvelt sé að þjálfa fólk í að búa til nýja gervilimi með henni. Í stuttu máli gengur tæknin út á að stúfurinn er fóðraður með silikonhulsu sem fellur nákvæmlega að honum. Gervilimurinn er svo festur á. Allt þetta tekur um klukkustund og eftir tvær til fjórar vikur getur sá sem fengið hefur liminn gengið því sem næst eðlilega og jafnvel tekið nokkur dansspor. Þetta má gera nánast hvar sem er og með lágmarksútbúnaði. Nú vantar aðeins fjármagnið til að hefjast handa fyrir alvöru enda er mikið verk framundan. Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Icexpress hefur þróað byltingarkennda aðferð sem gerir nánast hverjum sem er kleift að smíða fullkomna gervilimi á aðeins fáeinum klukkustundum. Össur Kristinsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að með uppfinningunni verði hægt að gerbreyta lífi milljóna manna í þróunarlöndunum. Í fátækari hlutum jarðar fer þeim stöðugt fjölgandi sem misst hafa útlim. Fæðingargallar og sjúkdómar á borð við sykursýki valda þessari fötlun svo og slys og stríðátök. Þannig er talið að á tuttugu mínútna fresti springi jarðsprengja undir fótum saklauss fólks. Vandaðir gervilimir eru ennþá dýrir og því eiga fæstir annarra kosta völ en að notast við heimasmíðaða staurfætur sem oft eru lélegir að gæðum. Össur Kristinsson hefur um árabil verið frumkvöðull í stoðtækjagerð en fyrir tveimur árum kviknaði hugmynd hjá honum og félögum hans að nýrri tækni til að smíða gervilimi á mun einfaldari hátt en áður hefur þekkst. Þeir fóru til Mósambík og settu fætur undir tuttugu manns á tveimur dögum og í kjölfarið stofnuðu þeir svo fyrirtækið Icexpress. Össur segir þessa nýju tækni afar einfalda og auðvelt sé að þjálfa fólk í að búa til nýja gervilimi með henni. Í stuttu máli gengur tæknin út á að stúfurinn er fóðraður með silikonhulsu sem fellur nákvæmlega að honum. Gervilimurinn er svo festur á. Allt þetta tekur um klukkustund og eftir tvær til fjórar vikur getur sá sem fengið hefur liminn gengið því sem næst eðlilega og jafnvel tekið nokkur dansspor. Þetta má gera nánast hvar sem er og með lágmarksútbúnaði. Nú vantar aðeins fjármagnið til að hefjast handa fyrir alvöru enda er mikið verk framundan.
Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira