Liverpool og Chelsea í 8-liða úrslit 6. mars 2007 21:36 Eiður Smári fagnar hér marki sínu gegn Liverpool, sem því miður dugði liði hans ekki til að komast áfram AFP Liverpool og Chelsea tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona lagði Liverpool 1-0 á Anfield með marki Eiðs Smára Guðjohnsen, en enska liðið fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Chelsea lagði Porto 2-1 með mörkum frá Arjen Robben og Michael Ballack. Liverpool átti ekki skilið að tapa leiknum í kvöld og fékk liðið miklu betri færi en andstæðingarnir. Enska liðið átti til að mynda tvö skot í markstangirnar hjá Barcelona og þá bjargaði spænska liðið einu sinni þrisvar á marklínu í einni sókninni. Þetta kemur þó ekki að sök þegar upp er staðið og Liverpool er komið áfram á verðskuldaðan hátt eftir frábæran sigur í fyrri leiknum. Liverpool átti 17 markskot í leiknum en Barcelona 7. Chelsea byrjaði illa gegn Porto og lenti undir 1-0 eftir stundarfjórðung. Arjen Robben jafnaði leikinn á 50. mínútu eftir skelfileg mistök markvarðar portúgalska liðsins. Hafi verið sómi af marki þess hollenska, var ekki sami glansinn yfir leikaraskap hans í fyrri hálfleiknum þar sem hann kastaði sér í völlinn í teig Porto og uppskar gult spjald. Það var svo Michael Ballack sem tryggði Chelsea sigurinn með laglegu marki á 76. mínútu, en hann hafði verið lítt áberandi í leiknum að öðru leiti. Roma vann nokkuð óvæntan 2-0 útisigur á franska liðinu Lyon og er komið áfram samtals 2-0. Heimamenn voru slakir í leiknum og töpuðu sínum fyrsta leik á heimavelli í Meistaradeildinni síðan árið 2002. Rómverjar voru einfaldlega betri í leiknum og fengu meira að segja dæmt af sér mark með loðnum hætti. Totti og Mancini skoruðu mörk Roma. Valencia einnig komið áfram eftir 0-0 jafntefli við Inter Milan á útivelli og kemst áfram á útimörkum eftir 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Ljót uppákoma varð undir lok leiksins þar sem allt logaði í slagsmálum og ljóst að þetta atvik gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira
Liverpool og Chelsea tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona lagði Liverpool 1-0 á Anfield með marki Eiðs Smára Guðjohnsen, en enska liðið fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Chelsea lagði Porto 2-1 með mörkum frá Arjen Robben og Michael Ballack. Liverpool átti ekki skilið að tapa leiknum í kvöld og fékk liðið miklu betri færi en andstæðingarnir. Enska liðið átti til að mynda tvö skot í markstangirnar hjá Barcelona og þá bjargaði spænska liðið einu sinni þrisvar á marklínu í einni sókninni. Þetta kemur þó ekki að sök þegar upp er staðið og Liverpool er komið áfram á verðskuldaðan hátt eftir frábæran sigur í fyrri leiknum. Liverpool átti 17 markskot í leiknum en Barcelona 7. Chelsea byrjaði illa gegn Porto og lenti undir 1-0 eftir stundarfjórðung. Arjen Robben jafnaði leikinn á 50. mínútu eftir skelfileg mistök markvarðar portúgalska liðsins. Hafi verið sómi af marki þess hollenska, var ekki sami glansinn yfir leikaraskap hans í fyrri hálfleiknum þar sem hann kastaði sér í völlinn í teig Porto og uppskar gult spjald. Það var svo Michael Ballack sem tryggði Chelsea sigurinn með laglegu marki á 76. mínútu, en hann hafði verið lítt áberandi í leiknum að öðru leiti. Roma vann nokkuð óvæntan 2-0 útisigur á franska liðinu Lyon og er komið áfram samtals 2-0. Heimamenn voru slakir í leiknum og töpuðu sínum fyrsta leik á heimavelli í Meistaradeildinni síðan árið 2002. Rómverjar voru einfaldlega betri í leiknum og fengu meira að segja dæmt af sér mark með loðnum hætti. Totti og Mancini skoruðu mörk Roma. Valencia einnig komið áfram eftir 0-0 jafntefli við Inter Milan á útivelli og kemst áfram á útimörkum eftir 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Ljót uppákoma varð undir lok leiksins þar sem allt logaði í slagsmálum og ljóst að þetta atvik gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira