Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra 3. mars 2007 18:26 Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra um stjórnarslit, samþykki þeir ekki að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins í stjórnarskrá. Það er sorglegt þegar gott fólk fer á límingunum út af engu, segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður flokksins. Siv hótaði þessu síðdegis í gær í umræðum á flokksþingi Framsóknarflokksins. Í formannsræðunni vék Jón Sigurðsson einnig að þessu og sagði framsóknarmenn leggja ákaflega þunga áherslu á að staðið yrði við þetta ákvæði. Þeir Sjálfstæðismenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag höfðu ekki þungar áhyggjur af hótunum heilbrigðisráðherra. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu að það væri alltaf sorglegt þegar gott fólk færi á límingunum út af engu. Hann tæki ekki mark á þessum orðum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vitnar í pistli á heimasíðu sinni til orða Jóns Kristjánssonar formanns stjórnarskrárnefndar um að innan nefndarinnar hefði ekki verið neinn áhugi á að breyta stjórnarskránni á þann veg að setja þar ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Honum þætti það hins vegar brýnt. Þetta er einkennileg staða skrifar Björn, og spyr hvers vegna menn krefjast á elleftu stundu tafarlausrar breytingar á stjórnarskránni, þegar ekki var einu sinni haft fyrir að ræða málið í sjálfri stjórnarskrárnefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir álitamál alltaf koma upp í góðu stjórnarsamstarfi og ef þau koma upp, "þá eru þau afgreidd með öðrum hætti en stórum yfirlýsingum í fjölmiðlum." Guðlaugur á ekki von á samstarfið spryngi út af auðlindaákvæðinu. "Ef að menn vilja breyta stjórnarskránni þá þurfa menn að vanda verkið og það er vilji sjálfstæðismanna." Aðspurður hvort hann myndi styðja að ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum færi í stjórnarskrá, segir Guðlaugur aðalatriðið að ákvæðið sé þannig orðað að ekki kæmi til kasta dómstóla að túlka það. Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast Sjá meira
Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra um stjórnarslit, samþykki þeir ekki að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins í stjórnarskrá. Það er sorglegt þegar gott fólk fer á límingunum út af engu, segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður flokksins. Siv hótaði þessu síðdegis í gær í umræðum á flokksþingi Framsóknarflokksins. Í formannsræðunni vék Jón Sigurðsson einnig að þessu og sagði framsóknarmenn leggja ákaflega þunga áherslu á að staðið yrði við þetta ákvæði. Þeir Sjálfstæðismenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag höfðu ekki þungar áhyggjur af hótunum heilbrigðisráðherra. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu að það væri alltaf sorglegt þegar gott fólk færi á límingunum út af engu. Hann tæki ekki mark á þessum orðum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vitnar í pistli á heimasíðu sinni til orða Jóns Kristjánssonar formanns stjórnarskrárnefndar um að innan nefndarinnar hefði ekki verið neinn áhugi á að breyta stjórnarskránni á þann veg að setja þar ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Honum þætti það hins vegar brýnt. Þetta er einkennileg staða skrifar Björn, og spyr hvers vegna menn krefjast á elleftu stundu tafarlausrar breytingar á stjórnarskránni, þegar ekki var einu sinni haft fyrir að ræða málið í sjálfri stjórnarskrárnefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir álitamál alltaf koma upp í góðu stjórnarsamstarfi og ef þau koma upp, "þá eru þau afgreidd með öðrum hætti en stórum yfirlýsingum í fjölmiðlum." Guðlaugur á ekki von á samstarfið spryngi út af auðlindaákvæðinu. "Ef að menn vilja breyta stjórnarskránni þá þurfa menn að vanda verkið og það er vilji sjálfstæðismanna." Aðspurður hvort hann myndi styðja að ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum færi í stjórnarskrá, segir Guðlaugur aðalatriðið að ákvæðið sé þannig orðað að ekki kæmi til kasta dómstóla að túlka það.
Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast Sjá meira