Þreyttur á fjölda spurninga saksóknara 14. febrúar 2007 15:58 Yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni lýkur væntanlega á morgun. MYND/GVA Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag. Yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, í dag lauk laust fyrir klukkan fjögur en áfram verður haldið með málið á morgun þar sem búist er við að yfirheyrslum yfir honum ljúki, í bili að minnsta kosti. Yfirheyrslur eftir hádegi í dag snerust um 15. og 16. ákærulið endurákærunnar en þar er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa látið færa í bókhald Baugs gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum við tvo aðila, annars vegar Nordica, félag Jóns Geralds Sullenbergers, og hins vegar færeyska félagið SMS. Við yfirheyrslu í dag neitaði Jón Ásgeir báðum sakargiftum og vísaði meðal annars til þess að málið tengt SMS hefði verið inni á borði Tryggva Jónssonar. Eins og fyrstu tvo daga yfirheyrslnanna var töluverð spenna á milli Sigurðar Tómasar og Jóns Ásgeirs við yfirheyrslurnar og sakaði Jón Ásgeir Sigurð um að spyrja sig sömu spurninganna aftur og aftur. Undir það tók Arngrímur Ísberg dómari að hluta og benti á að saksóknari hefði ítrekað fjallað um það sem ekki væri ákært fyrir. Benti hann á að löng ferð væri fyrir höndum í Baugsmálinu, enda eru um 100 manns á vitnalista. Fram kom í máli verjenda í morgun að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hafa þegar farið yfir þann tíma sem upphaflega var áætlaður en saksóknari segist munu vinna þann tíma upp með því að stytta yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni. Um athugasemdir dómara sagði Sigurður Tómas að verið væri að fjalla um ýmis blæbrigði af vörnum sem komið hefðu fram af hálfu ákærða og út í það þyrfti hann að spyrja nánar. Ítrekaði dómari þá að spurningar saksóknara ættu að vera hnitmiðaðar. Eftir eitt tilvikið þar sem dómari hafði sett út á það með hæðni hversu langan tíma saksóknari tæki í spurningar varðandi ákæruliðina bað Sigurður Tómas hann að gera ekki grín á kostnað sækjanda. Þá svaraði dómari því til að það væri hann ekki að gera heldur væri sækjandi óþarflega langorður. Sem fyrr segir halda yfirheyrslur áfram á morgun, nánar tiltekið klukkan 13. Fram kom í dómssal í dag að vonast yrði til að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri vegna þeirra ákæra sem hann sætir yrði lokið á morgun. Þá taka væntanlega við yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni sem ákærður er í níu ákæruliðum af átján. Þriðji maðurinn sem ákærður er, Jón Gerald Sullenberger, verður hins vegar ekki yfirheyrður fyrr en í næstu viku en hann sendi í dag frá sér yfirlýsingu um að hann teldi brotið á réttindum sínum þar sem honum hefði verið meinað að vera viðstaddur yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri. Dregur hann í efa óhlutdrægni dómsins. Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag. Yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, í dag lauk laust fyrir klukkan fjögur en áfram verður haldið með málið á morgun þar sem búist er við að yfirheyrslum yfir honum ljúki, í bili að minnsta kosti. Yfirheyrslur eftir hádegi í dag snerust um 15. og 16. ákærulið endurákærunnar en þar er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa látið færa í bókhald Baugs gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum við tvo aðila, annars vegar Nordica, félag Jóns Geralds Sullenbergers, og hins vegar færeyska félagið SMS. Við yfirheyrslu í dag neitaði Jón Ásgeir báðum sakargiftum og vísaði meðal annars til þess að málið tengt SMS hefði verið inni á borði Tryggva Jónssonar. Eins og fyrstu tvo daga yfirheyrslnanna var töluverð spenna á milli Sigurðar Tómasar og Jóns Ásgeirs við yfirheyrslurnar og sakaði Jón Ásgeir Sigurð um að spyrja sig sömu spurninganna aftur og aftur. Undir það tók Arngrímur Ísberg dómari að hluta og benti á að saksóknari hefði ítrekað fjallað um það sem ekki væri ákært fyrir. Benti hann á að löng ferð væri fyrir höndum í Baugsmálinu, enda eru um 100 manns á vitnalista. Fram kom í máli verjenda í morgun að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hafa þegar farið yfir þann tíma sem upphaflega var áætlaður en saksóknari segist munu vinna þann tíma upp með því að stytta yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni. Um athugasemdir dómara sagði Sigurður Tómas að verið væri að fjalla um ýmis blæbrigði af vörnum sem komið hefðu fram af hálfu ákærða og út í það þyrfti hann að spyrja nánar. Ítrekaði dómari þá að spurningar saksóknara ættu að vera hnitmiðaðar. Eftir eitt tilvikið þar sem dómari hafði sett út á það með hæðni hversu langan tíma saksóknari tæki í spurningar varðandi ákæruliðina bað Sigurður Tómas hann að gera ekki grín á kostnað sækjanda. Þá svaraði dómari því til að það væri hann ekki að gera heldur væri sækjandi óþarflega langorður. Sem fyrr segir halda yfirheyrslur áfram á morgun, nánar tiltekið klukkan 13. Fram kom í dómssal í dag að vonast yrði til að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri vegna þeirra ákæra sem hann sætir yrði lokið á morgun. Þá taka væntanlega við yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni sem ákærður er í níu ákæruliðum af átján. Þriðji maðurinn sem ákærður er, Jón Gerald Sullenberger, verður hins vegar ekki yfirheyrður fyrr en í næstu viku en hann sendi í dag frá sér yfirlýsingu um að hann teldi brotið á réttindum sínum þar sem honum hefði verið meinað að vera viðstaddur yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri. Dregur hann í efa óhlutdrægni dómsins.
Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira