Elton John spilar í einkaveislu í Reykjavík í kvöld 20. janúar 2007 17:43 Elton John á Reykjavíkurflugvelli fyrr í kvöld MYND/Stöð 2 Hinn heimsfrægi tónlistarmaður Elton John verður meðal skemmtikrafta í fimmtugs-afmælisveislu Ólafs Ólafssonar, stjórnarfomanns Samskipa, sem haldin verður í ísheimum frystigeymslu Samskipa við Vogabakka í kvöld. Elton John stígur á svið klukkan hálf níu og spilar í klukkustund. Mikil leynd hefur hvílt yfir komu stórstjörnunnar hingað til lands. Vél Elton Johns lenti á Reykjavíkurflugvelli stundvíslega klukkan hálfsex en eftir því sem næst verður komist lét hann flytja flygil sinn hingað til lands nokkru áður. Skemmtidagskrá kvöldsins prýðir líka fjöldi innlendra stjarna. Þannig syngja til dæmis Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og Kristjana Stefánsdóttir með Stórsveit Reykjavíkur. þegar Elton stígur af sviði. Eins var reiknað með að fleiri þekkt erlend andlit sæjust í veislunni. Ekki er vitað hvaða greiðslu Elton John tekur fyrir konsertinn, en Fréttablaðið nefnir í dag upphæðina eina milljón dollara. Elton verður sextugur í marsElton John sestur upp í bílinn sem ók honum frá einkaþotunni á ReykjavíkurflugvelliMYND/Stöð 2Elton John heldur sjálfur upp á stórafmæli í á þessu ári. Hann verður sextugur 25. mars og hélt tónleika af því tilefni í Madison Square Garden í New York fyrr í þessum mánuði. Næsta auglýsta tónleikaröð með honum verður í Las Vegas, þar sem hann spilar 12 sinnum á Caesars Palace hótelinu/spilavítinu 30. janúar til 17. febrúar. Hann hét upphaflega Reginald Kenneth Dwight, en varð stærsta poppstjarna áttunda áratugarins undir nafninu Elton John. Hann garf út sína fyrstu plötu 1969, Empty Sky, en varð ekki þekktur fyrr en með laginu "Your Song" af annarri plötunni, sem bar nafn hans og hafði að geyma lög Eltons John með textum Bernie Taupins. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, og eiginkona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt, kynntu í morgun að þau hefðu stofnað velgerðarsjóð og lagt honum til einn milljarð króna í stofnframlag. Tekjum sjóðsins verður varið til ýmissa verkefna í þróunarlöndum og á Íslandi. Ólafur Ólafsson er fæddur 23. janúar 1957. Hann var ráðinn forstóri Samskipa hf. árið 1990 og varð starfandi stjórnarformaður Samskipa 2003. Hann kom við sögu í baráttunni um Ker hf. og hafði betur. Hann var í forsvari fyrir Kjalar ehf. sem hafði betur gegn Gretti í baráttunni um félagið. Ker hf og Kjalar voru sameinaðir undir merki Kjalars. Eignarhlurinn í Kaupþingi var færður undir Kjalar invest bv. Ólafur er er stjórnarformaður Alfesca og stjórnarformaður Kjalars invest. Kjalar er annar stærsti hluthafi Kaupþings banka. Ólafur fór fyrir hópnum sem keypti Búnaðarbankann. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Hinn heimsfrægi tónlistarmaður Elton John verður meðal skemmtikrafta í fimmtugs-afmælisveislu Ólafs Ólafssonar, stjórnarfomanns Samskipa, sem haldin verður í ísheimum frystigeymslu Samskipa við Vogabakka í kvöld. Elton John stígur á svið klukkan hálf níu og spilar í klukkustund. Mikil leynd hefur hvílt yfir komu stórstjörnunnar hingað til lands. Vél Elton Johns lenti á Reykjavíkurflugvelli stundvíslega klukkan hálfsex en eftir því sem næst verður komist lét hann flytja flygil sinn hingað til lands nokkru áður. Skemmtidagskrá kvöldsins prýðir líka fjöldi innlendra stjarna. Þannig syngja til dæmis Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og Kristjana Stefánsdóttir með Stórsveit Reykjavíkur. þegar Elton stígur af sviði. Eins var reiknað með að fleiri þekkt erlend andlit sæjust í veislunni. Ekki er vitað hvaða greiðslu Elton John tekur fyrir konsertinn, en Fréttablaðið nefnir í dag upphæðina eina milljón dollara. Elton verður sextugur í marsElton John sestur upp í bílinn sem ók honum frá einkaþotunni á ReykjavíkurflugvelliMYND/Stöð 2Elton John heldur sjálfur upp á stórafmæli í á þessu ári. Hann verður sextugur 25. mars og hélt tónleika af því tilefni í Madison Square Garden í New York fyrr í þessum mánuði. Næsta auglýsta tónleikaröð með honum verður í Las Vegas, þar sem hann spilar 12 sinnum á Caesars Palace hótelinu/spilavítinu 30. janúar til 17. febrúar. Hann hét upphaflega Reginald Kenneth Dwight, en varð stærsta poppstjarna áttunda áratugarins undir nafninu Elton John. Hann garf út sína fyrstu plötu 1969, Empty Sky, en varð ekki þekktur fyrr en með laginu "Your Song" af annarri plötunni, sem bar nafn hans og hafði að geyma lög Eltons John með textum Bernie Taupins. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, og eiginkona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt, kynntu í morgun að þau hefðu stofnað velgerðarsjóð og lagt honum til einn milljarð króna í stofnframlag. Tekjum sjóðsins verður varið til ýmissa verkefna í þróunarlöndum og á Íslandi. Ólafur Ólafsson er fæddur 23. janúar 1957. Hann var ráðinn forstóri Samskipa hf. árið 1990 og varð starfandi stjórnarformaður Samskipa 2003. Hann kom við sögu í baráttunni um Ker hf. og hafði betur. Hann var í forsvari fyrir Kjalar ehf. sem hafði betur gegn Gretti í baráttunni um félagið. Ker hf og Kjalar voru sameinaðir undir merki Kjalars. Eignarhlurinn í Kaupþingi var færður undir Kjalar invest bv. Ólafur er er stjórnarformaður Alfesca og stjórnarformaður Kjalars invest. Kjalar er annar stærsti hluthafi Kaupþings banka. Ólafur fór fyrir hópnum sem keypti Búnaðarbankann.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira