Gott hjá Össuri Ögmundur Jónasson skrifar 3. september 2007 00:01 Djúpstæðustu átök undanfarna áratugi eru átökin um eignarhald á auðlindum til lands og sjávar. Afdrifaríkar ákvarðanir hafa verið teknar, til dæmis kvótalögin sem allir þekkja og ýmis önnur lög af sama meiði, sem eru síður kunn þótt þau eigi eftir að hafa áhrif á skiptingu gæðanna ekki síður en kvótalögin. Lögin um Rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu frá 1998 eru þannig einhver skelfilegustu lög síðari tíma en með þeim var eignarhald á jarðhitanum fært í hendur einkaaðila. Átökin hafa snúist um þetta: Eiga einkaaðilar að öðlast eignarhald á auðlindunum eða fá afnotarétt af þeim? Þegar stjórnarmeirihlutinn á síðasta kjörtímabili talaði fyrir breytingum á vatnalögum, sem gengu út á að styrkja einkaeignarrétt á vatni, var viðkvæðið þetta: „Við erum í reynd ekki að breyta neinu, við erum að endurskoða vatnalagabálkinn, sem er að verða aldargamall, í ljósi nýrra tíma. Dómapraxís tuttugustu aldarinnar gengur út á að efla einkaeignarréttinn og við erum í reynd ekki að gera annað en breyta orðalagi laganna í samræmi við það.“ Stjórnarandstaðan sameinuð sagði á hinn bóginn: „Endurskoðum lagabálkinn frá 1923 fyrir alla muni. En gerum það í anda kröfu samtímans um að treysta og efla almannarétt ekki einkaeignarrétt. Vatnið er dýrmætasta auðlind 21. aldarinnar. Eignarhaldið á því á að vera um alla framtíð hjá þjóðinni, þótt hún kunni að framselja afnotaréttinn, tímabundið.“ Gegn vatnalagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stóð stjórnarandstaðan sem órofa heild og ég hef grun um að í stjórnarmeirihlutanum hafi þeir verið til sem ekki grétu þegar okkur tókst að fresta gildistöku laganna. Það gladdi mig þegar Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lýsti því yfir að hann hygðist láta endurskoða hina umdeildu lagasmíð. Ef niðurstaðan verður sú að hið umdeilda vatnalagafrumvarp komi ekki til framkvæmda og efnt verður til þverpólitísks samstarfs um endurskoðun laganna má ganga að stuðningi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem vísum enda fluttum við þingmál þessa efnis strax að afloknum kosningum sl. vor.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Djúpstæðustu átök undanfarna áratugi eru átökin um eignarhald á auðlindum til lands og sjávar. Afdrifaríkar ákvarðanir hafa verið teknar, til dæmis kvótalögin sem allir þekkja og ýmis önnur lög af sama meiði, sem eru síður kunn þótt þau eigi eftir að hafa áhrif á skiptingu gæðanna ekki síður en kvótalögin. Lögin um Rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu frá 1998 eru þannig einhver skelfilegustu lög síðari tíma en með þeim var eignarhald á jarðhitanum fært í hendur einkaaðila. Átökin hafa snúist um þetta: Eiga einkaaðilar að öðlast eignarhald á auðlindunum eða fá afnotarétt af þeim? Þegar stjórnarmeirihlutinn á síðasta kjörtímabili talaði fyrir breytingum á vatnalögum, sem gengu út á að styrkja einkaeignarrétt á vatni, var viðkvæðið þetta: „Við erum í reynd ekki að breyta neinu, við erum að endurskoða vatnalagabálkinn, sem er að verða aldargamall, í ljósi nýrra tíma. Dómapraxís tuttugustu aldarinnar gengur út á að efla einkaeignarréttinn og við erum í reynd ekki að gera annað en breyta orðalagi laganna í samræmi við það.“ Stjórnarandstaðan sameinuð sagði á hinn bóginn: „Endurskoðum lagabálkinn frá 1923 fyrir alla muni. En gerum það í anda kröfu samtímans um að treysta og efla almannarétt ekki einkaeignarrétt. Vatnið er dýrmætasta auðlind 21. aldarinnar. Eignarhaldið á því á að vera um alla framtíð hjá þjóðinni, þótt hún kunni að framselja afnotaréttinn, tímabundið.“ Gegn vatnalagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stóð stjórnarandstaðan sem órofa heild og ég hef grun um að í stjórnarmeirihlutanum hafi þeir verið til sem ekki grétu þegar okkur tókst að fresta gildistöku laganna. Það gladdi mig þegar Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lýsti því yfir að hann hygðist láta endurskoða hina umdeildu lagasmíð. Ef niðurstaðan verður sú að hið umdeilda vatnalagafrumvarp komi ekki til framkvæmda og efnt verður til þverpólitísks samstarfs um endurskoðun laganna má ganga að stuðningi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem vísum enda fluttum við þingmál þessa efnis strax að afloknum kosningum sl. vor.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun