Löng leið niður 23. ágúst 2007 07:00 Ewan McGregor og Charlie Boorman kátir á leiðarenda. Nordicphotos/afp Ewan McGregor og Charlie Boorman eru komnir á leiðarenda eftir 24 þúsund kílómetra langa hjólaferð. Leikarinn Ewan McGregor lagði í maí af stað í mikið mótorhjólaferðalag ásamt besta vini sínum Charlie Boorman frá o’Groats í Skotlandi. Í byrjun ágúst komu þeir á áfangastað í Höfðaborg í Suður-Afríku eftir að hafa lagt að baki 24 þúsund kílómetra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir félagar leggja land undir hjól. Árið 2004 fóru þeir frækna för frá London til New York í gegnum Evrópu, Rússland og Kanada. Afraksturinn af því voru sjónvarpsþættir og metsölubók undir heitinu Long Way Round. Ferðin sem þeir luku nú gengur hins vegar undir heitinu Long Way Down. McGregor og Boorman lögðu eins og áður sagði af stað frá Skotlandi og sem leið lá um England, Frakkland, Sviss, Ítalíu, Sikiley, Túnis, Líbíu, Egyptaland, Súdan, Eþíópíu, Keníu, Úganda, Rúanda, Kongó, Tansaníu, Malaví, Sambíu, Namibíu, Botsvana og enduðu í Höfðaborg í Suður-Afríku. Fákar þeirra félaga eru af gerðinni BMW R1200 Gs Adventure en það eru greinilega traust hjól því þau báru þá einnig í fyrri ferð þeirra. Hjólin hafa þó verið peppuð upp með ýmsum aukahlutum en þekkja má hjólin í sundur á því að hjól McGregors er málað með sebraröndum en Boorman er á hjóli með hlébarðamynstri. Bílar Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið
Ewan McGregor og Charlie Boorman eru komnir á leiðarenda eftir 24 þúsund kílómetra langa hjólaferð. Leikarinn Ewan McGregor lagði í maí af stað í mikið mótorhjólaferðalag ásamt besta vini sínum Charlie Boorman frá o’Groats í Skotlandi. Í byrjun ágúst komu þeir á áfangastað í Höfðaborg í Suður-Afríku eftir að hafa lagt að baki 24 þúsund kílómetra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir félagar leggja land undir hjól. Árið 2004 fóru þeir frækna för frá London til New York í gegnum Evrópu, Rússland og Kanada. Afraksturinn af því voru sjónvarpsþættir og metsölubók undir heitinu Long Way Round. Ferðin sem þeir luku nú gengur hins vegar undir heitinu Long Way Down. McGregor og Boorman lögðu eins og áður sagði af stað frá Skotlandi og sem leið lá um England, Frakkland, Sviss, Ítalíu, Sikiley, Túnis, Líbíu, Egyptaland, Súdan, Eþíópíu, Keníu, Úganda, Rúanda, Kongó, Tansaníu, Malaví, Sambíu, Namibíu, Botsvana og enduðu í Höfðaborg í Suður-Afríku. Fákar þeirra félaga eru af gerðinni BMW R1200 Gs Adventure en það eru greinilega traust hjól því þau báru þá einnig í fyrri ferð þeirra. Hjólin hafa þó verið peppuð upp með ýmsum aukahlutum en þekkja má hjólin í sundur á því að hjól McGregors er málað með sebraröndum en Boorman er á hjóli með hlébarðamynstri.
Bílar Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið