Jan Mayen til Englands 27. júlí 2007 06:00 Önnur plata Jan Mayen er væntanleg eftir um tvær vikur. „Ég er helvíti glaður með þetta,“ segir Ágúst Bogason, gítarleikari rokkhljómsveitarinnar Jan Mayen. Önnur breiðskífa Jan Mayen er væntanleg í búðir eftir verslunarmannahelgi en þrjú ár eru síðan fyrsta plata þeirra kom út. Sú hét Home of the Free Indeed og fékk frábærar viðtökur. Nýja platan heitir So Much Better Than Your Normal Life og það er Smekkleysa sem gefur út eins og fyrr. Fyrsta lagið, Joyride, er þegar komið í spilun á útvarpsstöðvum landsins. Tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg, Eberg, stjórnaði upptökum á plötunni og lofar Ágúst það samstarf mikið. Framundan er væntanlega stíft tónleikahald hjá Jan Mayen-liðum til að kynna plötuna og þessa dagana er sveitin að skipuleggja nokkra tónleika í Bretlandi. „Það er búið að bóka okkur í London 26. september með Hafdísi Huld og Motion Boys. Svo er planið að nota ferðina vel, við erum þegar búnir að negla niður tónleika í Birmingham og svo er verið að vinna í nokkrum í viðbót,“ segir Ágúst. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég er helvíti glaður með þetta,“ segir Ágúst Bogason, gítarleikari rokkhljómsveitarinnar Jan Mayen. Önnur breiðskífa Jan Mayen er væntanleg í búðir eftir verslunarmannahelgi en þrjú ár eru síðan fyrsta plata þeirra kom út. Sú hét Home of the Free Indeed og fékk frábærar viðtökur. Nýja platan heitir So Much Better Than Your Normal Life og það er Smekkleysa sem gefur út eins og fyrr. Fyrsta lagið, Joyride, er þegar komið í spilun á útvarpsstöðvum landsins. Tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg, Eberg, stjórnaði upptökum á plötunni og lofar Ágúst það samstarf mikið. Framundan er væntanlega stíft tónleikahald hjá Jan Mayen-liðum til að kynna plötuna og þessa dagana er sveitin að skipuleggja nokkra tónleika í Bretlandi. „Það er búið að bóka okkur í London 26. september með Hafdísi Huld og Motion Boys. Svo er planið að nota ferðina vel, við erum þegar búnir að negla niður tónleika í Birmingham og svo er verið að vinna í nokkrum í viðbót,“ segir Ágúst.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira