Velgengnin mömmu að kenna 2. júlí 2007 00:45 Smári og Fríða Dísa hafa verið að fikta í tónlist frá unga aldri og gefa nú út sína fyrstu plötu. MYND/Gúndi Systkinin Smári og Fríða Dís Guðmundsbörn er fólkið á bakvið blúshljómsveitina Klassart, sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu og á lag vikunnar á Tónlist.is. Klassart var upphaflega dúett skipaður þeim systkinum en eftir að móðir þeirra sendi inn upptöku af laginu Bottle of Blues í Blúslagakeppni Rásar 2 á síðasta ári fór af stað snjóbolti sem segja má að sé enn að rúlla. „Allt í einu heyrðum við af því að við værum komin í úrslit í einhverri blúslagakeppni og það var auðvitað allt mömmu að kenna. Við fyrirgáfum henni eftir að það varð ljóst að við unnum keppnina," segir Smári og hlær. Hluti af sigurlaununum var að koma fram á Blúshátíðinni á Ólafsfirði í fyrra og þar vöktu Klassart verðskuldaða athygli. Í kjölfarið gerðu þau systkin plötusamning við Geimstein og mun afraksturinn, platan Bottle of Blues, koma í verslanir í þessari viku. „Við höfum lengi verið að koma fram saman á ýmsum klúbbakvöldum og skemmtunum og höfum safnað okkur upp það miklu efni að það var ekkert því til fyrirstöðu að gera plötu. Kiddi í Hjálmum og Baggalút stjórnaði upptökum og hann kom okkur í samband við frábæra tónlistarmenn sem eru nú með okkur í hljómsveitinni," segir Smári en níu lög eru á plötunni, öll eftir hann sjálfan. Lagið Örlagablús hefur þegar fengið töluverða spilun á Rás 2 og þess má geta að það verður lag vikunnar á Tónlist.is frá og með næstu viku. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Systkinin Smári og Fríða Dís Guðmundsbörn er fólkið á bakvið blúshljómsveitina Klassart, sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu og á lag vikunnar á Tónlist.is. Klassart var upphaflega dúett skipaður þeim systkinum en eftir að móðir þeirra sendi inn upptöku af laginu Bottle of Blues í Blúslagakeppni Rásar 2 á síðasta ári fór af stað snjóbolti sem segja má að sé enn að rúlla. „Allt í einu heyrðum við af því að við værum komin í úrslit í einhverri blúslagakeppni og það var auðvitað allt mömmu að kenna. Við fyrirgáfum henni eftir að það varð ljóst að við unnum keppnina," segir Smári og hlær. Hluti af sigurlaununum var að koma fram á Blúshátíðinni á Ólafsfirði í fyrra og þar vöktu Klassart verðskuldaða athygli. Í kjölfarið gerðu þau systkin plötusamning við Geimstein og mun afraksturinn, platan Bottle of Blues, koma í verslanir í þessari viku. „Við höfum lengi verið að koma fram saman á ýmsum klúbbakvöldum og skemmtunum og höfum safnað okkur upp það miklu efni að það var ekkert því til fyrirstöðu að gera plötu. Kiddi í Hjálmum og Baggalút stjórnaði upptökum og hann kom okkur í samband við frábæra tónlistarmenn sem eru nú með okkur í hljómsveitinni," segir Smári en níu lög eru á plötunni, öll eftir hann sjálfan. Lagið Örlagablús hefur þegar fengið töluverða spilun á Rás 2 og þess má geta að það verður lag vikunnar á Tónlist.is frá og með næstu viku.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira