Blúsinn trekkir að á Ólafsfirði 1. júlí 2007 02:30 Deitra Farr er mjög þekkt innan blúsheimsins og þykir búa yfir óviðjafnanlegri rödd. „Hátíðin er alltaf að vaxa. Í fyrstu var þetta ein kvöldskemmtun en nú er þetta þriggja daga hátíð með öllu tilheyrandi,“ segir Gísli Rúnar Gíslason, aðalskipuleggjandi Blúshátíðarinnar á Ólafsfirði, en hún var haldin í áttunda sinn um helgina. Margir landsþekktir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni í ár og þó að blúsinn hafi verið í forgrunni eins og ávallt er óhætt að segja að boðið hafi verið upp á tónlist af ýmsu tagi á Ólafsfirði um helgina. „Það var farið út í flesta sálma um helgina og djassarar og popparar ættu að hafa getað fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Á meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni í ár voru Pálmi Gunnarsson, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Guðrún Gunnarsdóttir og margir fleiri. Hápunktur hátíðarinnar var síðan í gærkvöldi þar sem blúsdrottningin Deitra Farr kom fram ásamt stórsveitinni The Riott, sem Jón Ólafsson, Björn Thoroddsen og fleiri mætir listamenn skipa. Samhliða blúshátíðinni var haldinn stærðarinnar útimarkaður í auk þess sem leiktæki voru á staðnum fyrir yngri kynslóðina. „Þessi hátíð er farin að skipta sífellt meira máli og blæs miklu lífi í þetta bæjarfélag á hverju ári,“ segir Gísli Rúnar. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Hátíðin er alltaf að vaxa. Í fyrstu var þetta ein kvöldskemmtun en nú er þetta þriggja daga hátíð með öllu tilheyrandi,“ segir Gísli Rúnar Gíslason, aðalskipuleggjandi Blúshátíðarinnar á Ólafsfirði, en hún var haldin í áttunda sinn um helgina. Margir landsþekktir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni í ár og þó að blúsinn hafi verið í forgrunni eins og ávallt er óhætt að segja að boðið hafi verið upp á tónlist af ýmsu tagi á Ólafsfirði um helgina. „Það var farið út í flesta sálma um helgina og djassarar og popparar ættu að hafa getað fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Á meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni í ár voru Pálmi Gunnarsson, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Guðrún Gunnarsdóttir og margir fleiri. Hápunktur hátíðarinnar var síðan í gærkvöldi þar sem blúsdrottningin Deitra Farr kom fram ásamt stórsveitinni The Riott, sem Jón Ólafsson, Björn Thoroddsen og fleiri mætir listamenn skipa. Samhliða blúshátíðinni var haldinn stærðarinnar útimarkaður í auk þess sem leiktæki voru á staðnum fyrir yngri kynslóðina. „Þessi hátíð er farin að skipta sífellt meira máli og blæs miklu lífi í þetta bæjarfélag á hverju ári,“ segir Gísli Rúnar.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira