Velheppnað popp 1. júlí 2007 01:30 Good Girl Gone Bad Rihanna HHH Good Girl Gone Bad ristir ekki djúpt, en lögin eru góð og útsetningarnar eru nógu frísklegar til að halda athyglinni. Gott dæmi um vel heppnað vinsældarpopp. Hin 19 ára gamla græneygða Robyn Rihanna Fenty frá Barbados sló í gegn fyrir tveimur árum með Karíbahafslitaða r&b sumarsmellnum Pon De Replay og fylgdi honum eftir með S.O.S. í fyrra. Good Girl Gone Bad er hennar þiðja plata og það er ekkert lát á smellunum. Lagið Umbrella sem hún syngur ásamt Jay-Z stefnir í að verða eitt af lögum sumarsins 2007. Rihanna er á samningi hjá hinni fornfrægu hip-hop útgáfu Def Jam sem Jay-Z stýrir, en þrátt fyrir það og þá staðreynd að Timbaland stjórnar upptökum á nokkrum laganna á Good Girl Gone Bad þá er tónlistin á henni hreinræktað popp. Taktarnir eru einfaldir og útsetningarnar eiga meira sameiginlegt með stúlknasveita-poppi Atomic Kitten og Girls Aloud heldur en Missy Elliott eða Mary J. Blige. En þetta er mjög vel heppnuð poppplata. Hún samanstendur af kraftmiklum og dansvænum lögum og ballöðum. Lagasmíðarnar eru grípandi og útsetningarnar eru nógu frískar til að halda athyglinni. Og þetta er ekki plata með örfáum smellum og fyllt upp í með rusli eins og er svo algengt í iðnaðarpoppinu. Hér er fullt af fínum lögum og platan hefur góðan heildarsvip. Rihanna er líka ágæt söngkona. Hljómurinn í röddinni hennar minnir svolítið á Beyoncé. Hún skilar sínu vel þó að hún sé ekki að vinna nein söngafrek. Trausti Júlíusson Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hin 19 ára gamla græneygða Robyn Rihanna Fenty frá Barbados sló í gegn fyrir tveimur árum með Karíbahafslitaða r&b sumarsmellnum Pon De Replay og fylgdi honum eftir með S.O.S. í fyrra. Good Girl Gone Bad er hennar þiðja plata og það er ekkert lát á smellunum. Lagið Umbrella sem hún syngur ásamt Jay-Z stefnir í að verða eitt af lögum sumarsins 2007. Rihanna er á samningi hjá hinni fornfrægu hip-hop útgáfu Def Jam sem Jay-Z stýrir, en þrátt fyrir það og þá staðreynd að Timbaland stjórnar upptökum á nokkrum laganna á Good Girl Gone Bad þá er tónlistin á henni hreinræktað popp. Taktarnir eru einfaldir og útsetningarnar eiga meira sameiginlegt með stúlknasveita-poppi Atomic Kitten og Girls Aloud heldur en Missy Elliott eða Mary J. Blige. En þetta er mjög vel heppnuð poppplata. Hún samanstendur af kraftmiklum og dansvænum lögum og ballöðum. Lagasmíðarnar eru grípandi og útsetningarnar eru nógu frískar til að halda athyglinni. Og þetta er ekki plata með örfáum smellum og fyllt upp í með rusli eins og er svo algengt í iðnaðarpoppinu. Hér er fullt af fínum lögum og platan hefur góðan heildarsvip. Rihanna er líka ágæt söngkona. Hljómurinn í röddinni hennar minnir svolítið á Beyoncé. Hún skilar sínu vel þó að hún sé ekki að vinna nein söngafrek. Trausti Júlíusson
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira