Kryddpíurnar snúa aftur 29. júní 2007 09:15 Emma Bunton, Mel Brown, Mel Chisholm, Victoria Adams og Geri Halliwell á blaðamannafundi í gær. MYND/Getty Kryddpíurnar hafa snúið aftur úr áralangri pásu og ætla í tónleikaferð um heiminn í desember og janúar. Allir upprunalegir meðlimir verða með í þetta sinn, þar á meðal Geri Halliwell sem hætti í maí 1998. Tónleikaferðin hefst í Los Angeles og verða tónleikarnir ellefu talsins. „Við vildum minnast góðra tíma, skemmta okkur saman og hitta aðdáendurna aftur. Þetta var rétti tímapunkturinn,“ sagði Halliwell. Aðeins einir tónleikar eru fyrirhugaðir í London og kom það mörgum aðdáendum sveitarinnar á óvart. fyrir tíu árum Kryddpíurnar er þær hittu Karl Bretaprins á samkomu fyrir tíu árum. fréttablaðið/gettyimages Kryddpíurnar hafa selt yfir 55 milljónir platna út um allan heim og hafa meira að segja leikið í sinni eigin kvikmynd, Spice World. Árið 2001 lagði sveitin upp laupana og í kjölfarið hófu þær Emma, Mel B, Mel C og Victoria Beckham sólóferil hver í sínu horni. Gengu þær tilraunir upp og ofan og vonast þær stöllur til að endurvekja vinsældir sínar með tónleikaferðinni. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Kryddpíurnar hafa snúið aftur úr áralangri pásu og ætla í tónleikaferð um heiminn í desember og janúar. Allir upprunalegir meðlimir verða með í þetta sinn, þar á meðal Geri Halliwell sem hætti í maí 1998. Tónleikaferðin hefst í Los Angeles og verða tónleikarnir ellefu talsins. „Við vildum minnast góðra tíma, skemmta okkur saman og hitta aðdáendurna aftur. Þetta var rétti tímapunkturinn,“ sagði Halliwell. Aðeins einir tónleikar eru fyrirhugaðir í London og kom það mörgum aðdáendum sveitarinnar á óvart. fyrir tíu árum Kryddpíurnar er þær hittu Karl Bretaprins á samkomu fyrir tíu árum. fréttablaðið/gettyimages Kryddpíurnar hafa selt yfir 55 milljónir platna út um allan heim og hafa meira að segja leikið í sinni eigin kvikmynd, Spice World. Árið 2001 lagði sveitin upp laupana og í kjölfarið hófu þær Emma, Mel B, Mel C og Victoria Beckham sólóferil hver í sínu horni. Gengu þær tilraunir upp og ofan og vonast þær stöllur til að endurvekja vinsældir sínar með tónleikaferðinni.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira