Týndust í Liverpool 22. júní 2007 02:00 Rokkararnir í Gavin Portland eru á tónleikaferð um Bretland. Rokksveitin Gavin Portland er á tónleikaferð um Bretland sem stendur yfir til 2. júlí. Fyrst hitar sveitin upp fyrir Hell is for Heroes en eftir það heldur hún nokkra tónleika ein og sér. „Þetta hefur gengið ágætlega. Þetta eru stærri staðir en við erum vanir, þannig að þetta er upplifun fyrir okkur,“ segir söngvarinn Kolbeinn Þór Þorgeirsson, sem býr í Englandi. „Við erum þyngsta bandið í „line-up“-inu og maður sér að sumir eru ekki alveg að fíla það en okkur er alveg sama. Þó svo að það væri bara einn af þrjú hundruð sem fílar okkur þá væri það alveg nóg því þetta fólk hefur engan sjéns í að heyra í okkur annars.“ Gavin Portland hefur þegar spilað í Liverpool en Kolbeinn segir þá félaga ekkert hafa getað skoðað sig um í borginni. „Við eiginlega týndumst í Liverpool í tvo tíma og hlupum inn rétt fyrir „sándtékkið“. Hinar hljómsveitirnar eru allar með leiðarkerfi í bílunum sínum en við erum bara með gömlu góðu kortabókina,“ segir Kolbeinn og bætir við: „Við komum náttúrulega úr hardcore-pönksenunni og erum vanir harki og því að hlutirnir séu einfaldir. Við erum bara komnir til að spila og spjalla við fólk og allar hugmyndir um baksviðsherbergi og umboðsmenn eru svolítið undarlegar.“ Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Rokksveitin Gavin Portland er á tónleikaferð um Bretland sem stendur yfir til 2. júlí. Fyrst hitar sveitin upp fyrir Hell is for Heroes en eftir það heldur hún nokkra tónleika ein og sér. „Þetta hefur gengið ágætlega. Þetta eru stærri staðir en við erum vanir, þannig að þetta er upplifun fyrir okkur,“ segir söngvarinn Kolbeinn Þór Þorgeirsson, sem býr í Englandi. „Við erum þyngsta bandið í „line-up“-inu og maður sér að sumir eru ekki alveg að fíla það en okkur er alveg sama. Þó svo að það væri bara einn af þrjú hundruð sem fílar okkur þá væri það alveg nóg því þetta fólk hefur engan sjéns í að heyra í okkur annars.“ Gavin Portland hefur þegar spilað í Liverpool en Kolbeinn segir þá félaga ekkert hafa getað skoðað sig um í borginni. „Við eiginlega týndumst í Liverpool í tvo tíma og hlupum inn rétt fyrir „sándtékkið“. Hinar hljómsveitirnar eru allar með leiðarkerfi í bílunum sínum en við erum bara með gömlu góðu kortabókina,“ segir Kolbeinn og bætir við: „Við komum náttúrulega úr hardcore-pönksenunni og erum vanir harki og því að hlutirnir séu einfaldir. Við erum bara komnir til að spila og spjalla við fólk og allar hugmyndir um baksviðsherbergi og umboðsmenn eru svolítið undarlegar.“
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira