Töpuðum hraðaupphlaupunum 17. júní 2007 02:00 Fréttablaðið/Aleksandar Djorovic Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrri leiknum í Serbíu með eins marks mun, 29-30, og þarf því að gera betur í seinni leiknum í Laugardalshöllinni í dag. Fréttablaðið hefur rýnt í tölurnar úr fyrri leiknum og það er ljóst af þeim athugunum að íslenska liðið þarf að fækka verulega töpuðum boltum sínum og fá mun fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en Serbar skoruðu sjö fleiri slík mörk í fyrri leiknum. Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska liðsins, þarf einnig að bregðast við því að Serbar spila á mun fleiri mönnum og íslensku strákarnir gáfu mikið eftir síðustu tíu mínútur fyrri leiksins sem töpuðust 7-4. Ísland var þremur mörkum yfir, 26-23, þegar tíu mínútur voru eftir en misnotaði þá 5 sóknir í röð. Serbar skoruðu síðan tvö síðustu mörk sín manni færri og unnu leikinn. Þegar tölfræði leiksins er skoðuð nánar kemur í ljós að tveir tölfræðiþættir sem eru vanalega Íslandi í hag og óhag snerust við í þessum leik. Í stað þess að skora fleiri mörk úr hraðaupphlaupum og verða undir í baráttu skyttnanna þá skoruðu Serbar sjö fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en íslensku skytturnar skoruðu hins vegar sjö fleiri mörk með langskotum. Íslensku markverðirnir vörðu einnig fleiri skot (19-14) og við fengum fleiri mörk úr hornunum (9-5) en Serbar skoruðu aftur á móti fleiri mörk af línunni (6-3) og tóku 5 sóknarfráköst gegn aðeins einu hjá íslenska liðinu. Ólafur Stefánsson skoraði flest mörk íslenska liðsins en hann skoraði úr 9 fyrstu skotum sínum þar af komu átta þeirra með glæsilegum langskotum. Ólafur (11 skot/9 mörk), Guðjón Valur Sigurðsson (6/6) og Alexander Petersson (8/6) voru saman með frábæra nýtingu en 84% skota þeirra (25/21) enduðu í netinu fyrir aftan serbneska markvörðinn. Ólafur átti einnig flestar stoðsendingar (6) en tvær þeirra fóru inn á línu. Töpuðu boltarnir voru alltof margir hjá íslenska liðinu eða alls 18. Ólafur Stefánsson tapaði flestum eða sex en Róbert Gunnarsson var með 4 tapaða bolta. Birkir Ívar Guðmundsson varði vel í íslenska markinu, alls 18 skot og bæði hann og Hreiðar Levý Guðmundsson náðu að verja víti. Serbneski markvörðurinn varði hinsvegar fleiri skot í seinni hálfleik (8-7) en Birkir varði 12 skot fyrir hlé. Íslenska vörnin var reyndar dugleg og varði öll sín sex skot í seinni hálfleik en bæði Sigfús Sigurðsson og Sverre Jakobsson stoppuðu þrjá bolta hvor. Íslenski handboltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrri leiknum í Serbíu með eins marks mun, 29-30, og þarf því að gera betur í seinni leiknum í Laugardalshöllinni í dag. Fréttablaðið hefur rýnt í tölurnar úr fyrri leiknum og það er ljóst af þeim athugunum að íslenska liðið þarf að fækka verulega töpuðum boltum sínum og fá mun fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en Serbar skoruðu sjö fleiri slík mörk í fyrri leiknum. Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska liðsins, þarf einnig að bregðast við því að Serbar spila á mun fleiri mönnum og íslensku strákarnir gáfu mikið eftir síðustu tíu mínútur fyrri leiksins sem töpuðust 7-4. Ísland var þremur mörkum yfir, 26-23, þegar tíu mínútur voru eftir en misnotaði þá 5 sóknir í röð. Serbar skoruðu síðan tvö síðustu mörk sín manni færri og unnu leikinn. Þegar tölfræði leiksins er skoðuð nánar kemur í ljós að tveir tölfræðiþættir sem eru vanalega Íslandi í hag og óhag snerust við í þessum leik. Í stað þess að skora fleiri mörk úr hraðaupphlaupum og verða undir í baráttu skyttnanna þá skoruðu Serbar sjö fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en íslensku skytturnar skoruðu hins vegar sjö fleiri mörk með langskotum. Íslensku markverðirnir vörðu einnig fleiri skot (19-14) og við fengum fleiri mörk úr hornunum (9-5) en Serbar skoruðu aftur á móti fleiri mörk af línunni (6-3) og tóku 5 sóknarfráköst gegn aðeins einu hjá íslenska liðinu. Ólafur Stefánsson skoraði flest mörk íslenska liðsins en hann skoraði úr 9 fyrstu skotum sínum þar af komu átta þeirra með glæsilegum langskotum. Ólafur (11 skot/9 mörk), Guðjón Valur Sigurðsson (6/6) og Alexander Petersson (8/6) voru saman með frábæra nýtingu en 84% skota þeirra (25/21) enduðu í netinu fyrir aftan serbneska markvörðinn. Ólafur átti einnig flestar stoðsendingar (6) en tvær þeirra fóru inn á línu. Töpuðu boltarnir voru alltof margir hjá íslenska liðinu eða alls 18. Ólafur Stefánsson tapaði flestum eða sex en Róbert Gunnarsson var með 4 tapaða bolta. Birkir Ívar Guðmundsson varði vel í íslenska markinu, alls 18 skot og bæði hann og Hreiðar Levý Guðmundsson náðu að verja víti. Serbneski markvörðurinn varði hinsvegar fleiri skot í seinni hálfleik (8-7) en Birkir varði 12 skot fyrir hlé. Íslenska vörnin var reyndar dugleg og varði öll sín sex skot í seinni hálfleik en bæði Sigfús Sigurðsson og Sverre Jakobsson stoppuðu þrjá bolta hvor.
Íslenski handboltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira