Tónleikaferð Pete Best styrkt af Icelandair 16. júní 2007 06:00 Pete Best Þekktasta „no-name“ sögunnar en hann var fyrsti trymbill Bítlanna og ferðast nú um Bandaríkin. „Þetta kom nú þannig til að hann var áberandi í Bandaríkjunum og sölusvæði okkar þar efndi til smá samstarfs við hann,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair en á vefsvæði tónleikaferðar Pete Best kemur fram að flugfélagið styrkir ferðir hans til Bandaríkjanna. „Hann lék á tónleikum fyrir okkur í Minneapolis og við styrkjum flugið hans á móti,“ bætir Guðjón við. „Því má eiginlega segja að við notfærum okkur nafnið hans og hljómsveitina til að kynna okkur þar vestra,“ segir hann. Á heimasíðu Dr. Gunna kemur fram að einn lesandi síðunnar taldi sig hafa barið Best augum í Skífunni uppi á Keflavíkurflugvelli. Guðjón taldi það alls ekki ólíklegt enda millilentu flugvélar Icelandair í Keflavík á leið sinni vestur um haf. Pete Best er sennilega eitthvert þekktasta „no-name“ tónlistarsögunnar. Hann var fyrsti trommari Bítlanna en var rekinn eftir að upptökustjórinn George Martin lýsti því yfir við þá Paul McCartney og John Lennon að hann kynni ekki við trommuslátt Best. Og var Ringo Star fenginn í staðinn. Eftirleikinn þekkja síðan flestir því skömmu eftir að Best hafði gengið út úr hljóðverinu með trommukjuðana sína slógu Bítlarnir öll met og urðu undir eins að einhverju mesta æði sem heimurinn hefur augum litið. „Mér skilst reyndar að hann hafi haft ágætt upp úr því að vera trommarinn sem var rekinn úr Bítlunum,“ segir Guðjón en viðurkenndi að hann hefði lítið heyrt af afrekum Best á tónlistarsviðinu þrátt fyrir að hafa drukkið tónlist Bítlana nánast með móðurmjólkinni. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta kom nú þannig til að hann var áberandi í Bandaríkjunum og sölusvæði okkar þar efndi til smá samstarfs við hann,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair en á vefsvæði tónleikaferðar Pete Best kemur fram að flugfélagið styrkir ferðir hans til Bandaríkjanna. „Hann lék á tónleikum fyrir okkur í Minneapolis og við styrkjum flugið hans á móti,“ bætir Guðjón við. „Því má eiginlega segja að við notfærum okkur nafnið hans og hljómsveitina til að kynna okkur þar vestra,“ segir hann. Á heimasíðu Dr. Gunna kemur fram að einn lesandi síðunnar taldi sig hafa barið Best augum í Skífunni uppi á Keflavíkurflugvelli. Guðjón taldi það alls ekki ólíklegt enda millilentu flugvélar Icelandair í Keflavík á leið sinni vestur um haf. Pete Best er sennilega eitthvert þekktasta „no-name“ tónlistarsögunnar. Hann var fyrsti trommari Bítlanna en var rekinn eftir að upptökustjórinn George Martin lýsti því yfir við þá Paul McCartney og John Lennon að hann kynni ekki við trommuslátt Best. Og var Ringo Star fenginn í staðinn. Eftirleikinn þekkja síðan flestir því skömmu eftir að Best hafði gengið út úr hljóðverinu með trommukjuðana sína slógu Bítlarnir öll met og urðu undir eins að einhverju mesta æði sem heimurinn hefur augum litið. „Mér skilst reyndar að hann hafi haft ágætt upp úr því að vera trommarinn sem var rekinn úr Bítlunum,“ segir Guðjón en viðurkenndi að hann hefði lítið heyrt af afrekum Best á tónlistarsviðinu þrátt fyrir að hafa drukkið tónlist Bítlana nánast með móðurmjólkinni.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira