Bach-sónötur og margfaldur frumflutningur 22. maí 2007 06:00 Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari leikur ásamt semballeikaranum Francesco Corti á Listahátíð í kvöld. Tónleikaröð helguð ungum einleikurum er skipulögð í tengslum við Listahátíð í Reykjavík og í kvöld verða fyrstu tónleikarnir haldnir í tónlistarhúsinu Ými og norður í Eyjafirði. Í borginni leika Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Francesco Corti semballeikari, sem bæði hafa vakið töluverða athygli að undanförnu. Þau eru verðlaunahafar Bach-keppninnar í Leipzig frá því í fyrra og efnisskrá þeirra er að mestu helguð tónlist Bachs. Tónskáldið samdi sex sónötur fyrir fiðlu og sembal og eru þær taldar meðal hornsteina fiðlubókmenntanna, og seinni tíma tónskáld líkt og Beethoven litu til þeirra við gerð sinna verka fyrir hljóðfærið, enda er tónlistin fjölbreytt og hugmyndarík svo sumir hafa talað um sónöturnar sem kennslubók í tónsköpunartækni. Sigurvegarar hinnar virtu tónlistarkeppni í Leipzig, sem kennd er við tónskáldið, munu flytja tvær af þessum sónötum og verður spennandi að heyra þau takast á við þessa tónlist sem er þeim báðum svo hjartfólgin. Þau munu flytja þessi sömu verk á sjálfri Bach-hátíðinni í Leipzig í júní næstkomandi. Í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit frumflytur Tinna Þorsteinsdóttir sex ný íslensk píanóverk sem samin hafa verið fyrir hana. Tinna hefur haft sérstakan áhuga á að flytja íslensk verk og kanna möguleika píanósins til hins ýtrasta og hefur leitast við að tileinka sér nýjar aðferðir til þess. Hér má heyra hefðbundinn píanóleik í bland við elektróník í ýmsum spennandi myndformum. Tónskáldin sem eiga verk á tónleikunum eru Þuríður Jónsdóttir, Karólína Eiríksdóttir, Hilmar Þórðarson, Jónas Tómasson, Áki Ásgeirsson og Gunnar Andreas Kristinsson. Tinna mun síðan halda aðra tónleika í Ými næstkomandi fimmtudag. Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld og skal athygli vakin á því að veittur er afsláttur fyrir tónleikagesti 25 ára og yngri. Á öðrum tónleikunum flytja Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari ýmsa þekkta konfektmola og virtúósóverk tónbókmenntanna, meðal annars eftir Bartok og Strauss. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðu Listahátíðar. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónleikaröð helguð ungum einleikurum er skipulögð í tengslum við Listahátíð í Reykjavík og í kvöld verða fyrstu tónleikarnir haldnir í tónlistarhúsinu Ými og norður í Eyjafirði. Í borginni leika Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Francesco Corti semballeikari, sem bæði hafa vakið töluverða athygli að undanförnu. Þau eru verðlaunahafar Bach-keppninnar í Leipzig frá því í fyrra og efnisskrá þeirra er að mestu helguð tónlist Bachs. Tónskáldið samdi sex sónötur fyrir fiðlu og sembal og eru þær taldar meðal hornsteina fiðlubókmenntanna, og seinni tíma tónskáld líkt og Beethoven litu til þeirra við gerð sinna verka fyrir hljóðfærið, enda er tónlistin fjölbreytt og hugmyndarík svo sumir hafa talað um sónöturnar sem kennslubók í tónsköpunartækni. Sigurvegarar hinnar virtu tónlistarkeppni í Leipzig, sem kennd er við tónskáldið, munu flytja tvær af þessum sónötum og verður spennandi að heyra þau takast á við þessa tónlist sem er þeim báðum svo hjartfólgin. Þau munu flytja þessi sömu verk á sjálfri Bach-hátíðinni í Leipzig í júní næstkomandi. Í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit frumflytur Tinna Þorsteinsdóttir sex ný íslensk píanóverk sem samin hafa verið fyrir hana. Tinna hefur haft sérstakan áhuga á að flytja íslensk verk og kanna möguleika píanósins til hins ýtrasta og hefur leitast við að tileinka sér nýjar aðferðir til þess. Hér má heyra hefðbundinn píanóleik í bland við elektróník í ýmsum spennandi myndformum. Tónskáldin sem eiga verk á tónleikunum eru Þuríður Jónsdóttir, Karólína Eiríksdóttir, Hilmar Þórðarson, Jónas Tómasson, Áki Ásgeirsson og Gunnar Andreas Kristinsson. Tinna mun síðan halda aðra tónleika í Ými næstkomandi fimmtudag. Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld og skal athygli vakin á því að veittur er afsláttur fyrir tónleikagesti 25 ára og yngri. Á öðrum tónleikunum flytja Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari ýmsa þekkta konfektmola og virtúósóverk tónbókmenntanna, meðal annars eftir Bartok og Strauss. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðu Listahátíðar.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira