Fallegur fjársjóður Bigga 18. maí 2007 06:45 Birgir Örn Steinarsson er að undirbúa sína aðra sólóplötu. Birgir Örn Steinarsson hefur fengið góða dóma fyrir fyrstu sólóplötu sína Id í kanadíska tímaritinu Inside Entertainment og í tímaritinu Soundcheck. Platan kemur út í Bretlandi í júní en kom út hér á landi á síðasta ári. „Gimsteinninn á plötunni er hið æðislega Sofðu með ljósið á, sem fangar hjarta manns með hlýleika sínum og lágstemmdum tónum. Eins og heitur teinn í gegnum ís, nær lagið djúpum tilfinningum og sýnir svo yndislega depurð að manni verkjar,“ segir í dómi Inside Magazine. „Biggi á enn eftir að komast inn á Norður-Ameríkumarkaðinn. Þangað til verður platan Id lítill en verðmætur fjársjóður sem fáir vita af.“ Biggi, sem er búsettur í London, segir rosagott að heyra slík viðbrögð, sérstaklega af því að þau voru svo blendin á Íslandi. Hann er byrjaður að taka upp efni á nýja plötu en veit ekki hvenær hún kemur út. Meðleigjandi hans, Henry Bowers, úr hljómsveitinni Kula Shaker aðstoðaði hann í tveimur lögum. „Hann er frábær gæi og svo flinkur á svo mörg hljóðfæri. Hann spilaði á víbrafón og slagverk, en ég veit ekkert hvað verður úr þessu. Það verður örugglega önnur plata en ég er ekkert að flýta mér,“ segir Biggi. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson hefur fengið góða dóma fyrir fyrstu sólóplötu sína Id í kanadíska tímaritinu Inside Entertainment og í tímaritinu Soundcheck. Platan kemur út í Bretlandi í júní en kom út hér á landi á síðasta ári. „Gimsteinninn á plötunni er hið æðislega Sofðu með ljósið á, sem fangar hjarta manns með hlýleika sínum og lágstemmdum tónum. Eins og heitur teinn í gegnum ís, nær lagið djúpum tilfinningum og sýnir svo yndislega depurð að manni verkjar,“ segir í dómi Inside Magazine. „Biggi á enn eftir að komast inn á Norður-Ameríkumarkaðinn. Þangað til verður platan Id lítill en verðmætur fjársjóður sem fáir vita af.“ Biggi, sem er búsettur í London, segir rosagott að heyra slík viðbrögð, sérstaklega af því að þau voru svo blendin á Íslandi. Hann er byrjaður að taka upp efni á nýja plötu en veit ekki hvenær hún kemur út. Meðleigjandi hans, Henry Bowers, úr hljómsveitinni Kula Shaker aðstoðaði hann í tveimur lögum. „Hann er frábær gæi og svo flinkur á svo mörg hljóðfæri. Hann spilaði á víbrafón og slagverk, en ég veit ekkert hvað verður úr þessu. Það verður örugglega önnur plata en ég er ekkert að flýta mér,“ segir Biggi.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira