Feist: The Reminder - Fjórar stjörnur 18. maí 2007 06:00 Mögnuð plata sem veitir manni bæði hugarró og gleði. Nákvæmlega það sem tónlist snýst að svo mörgu leyti um. Kanadíska söngkonan Feist er án alls vafa ein mest sjarmerandi tónlistarkona sem komið hefur fram síðustu ár. (Leslie) Feist hefur unnið með fjölmörgum frábærum listamönnum að undanförnu og má þar helst nefna Peaches, Kings of Convenience og síðast en ekki síst Broken Social Scene. The Reminder er hins vegar þriðja hljóðversskífa Feist en síðasta breiðskífa hennar, Let it Die, var tekin upp í París og unnin í samstarfi við tónlistarmanninn Gonsalez sem hefur lengi starfað náið með Feist. Let it Die var ekki nógu heilsteypt plata en mörg laganna báru vott um vel ígrundaðar lagasmíðar og sem dæmi er titillag plötunnar með átakanlegustu lögum sem ég hef heyrt á þessum áratug. Lagasmíðar Feist halda áfram að taka skref fram á við á The Reminder og sýna og sanna hversu frábær listamaður Feist er. Ekki einvörðungu hefur hún yfir að ráða stórbrotinni rödd heldur er allur búningur laga hennar virðingarverður. Blandað er saman djassi, blús, bossa nova og jafnvel sálartónlist frá 9. áratugnum og þrátt fyrir að hljóma kunnuglega er Feist nær algjörlega sér á báti. Hún hefur þróað með sér sinn eigin stíl sem er manni jafn kær og vöfflurnar hjá ömmu með heimagerðu rabarbarasultunni. Platan fer um víðan völl, heldur manni alltaf við efnið og er í senn dramatísk, djörf, þægileg, falleg, margslungin, einföld og umfram allt aðlaðandi. Feist heldur hlustandanum þétt að sér allan tímann og gælir við hann. Tónlistarlegt samstarf Feist við Gonsalez virðist innilegt og greinilegt að Gonsalez skilur vel þarfir Feist sem nýtur einnig aðstoðar James Lidell og Mocky en allir þessir tónlistarmenn hafa áður unnið saman. Með þessari plötu hefur Feist komið sér á stall með ekki ómerkari söngkonum en Cat Power og jafnvel PJ Harvey. Platan jaðrar jafnvel við að vera áþekk því besta sem Joni Mitchell sendi frá sér á sínum tíma. Vel gert, Feist. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Kanadíska söngkonan Feist er án alls vafa ein mest sjarmerandi tónlistarkona sem komið hefur fram síðustu ár. (Leslie) Feist hefur unnið með fjölmörgum frábærum listamönnum að undanförnu og má þar helst nefna Peaches, Kings of Convenience og síðast en ekki síst Broken Social Scene. The Reminder er hins vegar þriðja hljóðversskífa Feist en síðasta breiðskífa hennar, Let it Die, var tekin upp í París og unnin í samstarfi við tónlistarmanninn Gonsalez sem hefur lengi starfað náið með Feist. Let it Die var ekki nógu heilsteypt plata en mörg laganna báru vott um vel ígrundaðar lagasmíðar og sem dæmi er titillag plötunnar með átakanlegustu lögum sem ég hef heyrt á þessum áratug. Lagasmíðar Feist halda áfram að taka skref fram á við á The Reminder og sýna og sanna hversu frábær listamaður Feist er. Ekki einvörðungu hefur hún yfir að ráða stórbrotinni rödd heldur er allur búningur laga hennar virðingarverður. Blandað er saman djassi, blús, bossa nova og jafnvel sálartónlist frá 9. áratugnum og þrátt fyrir að hljóma kunnuglega er Feist nær algjörlega sér á báti. Hún hefur þróað með sér sinn eigin stíl sem er manni jafn kær og vöfflurnar hjá ömmu með heimagerðu rabarbarasultunni. Platan fer um víðan völl, heldur manni alltaf við efnið og er í senn dramatísk, djörf, þægileg, falleg, margslungin, einföld og umfram allt aðlaðandi. Feist heldur hlustandanum þétt að sér allan tímann og gælir við hann. Tónlistarlegt samstarf Feist við Gonsalez virðist innilegt og greinilegt að Gonsalez skilur vel þarfir Feist sem nýtur einnig aðstoðar James Lidell og Mocky en allir þessir tónlistarmenn hafa áður unnið saman. Með þessari plötu hefur Feist komið sér á stall með ekki ómerkari söngkonum en Cat Power og jafnvel PJ Harvey. Platan jaðrar jafnvel við að vera áþekk því besta sem Joni Mitchell sendi frá sér á sínum tíma. Vel gert, Feist. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Skammast sín ekki fyrir að vera blankir - myndband Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira