Gróska í óperusmíð 18. maí 2007 07:00 Vaxandi áhugi á óperuforminu. Fráfarandi óperustjóri Íslensku óperunnar, Bjarni Daníelsson, er bjartsýnn á framhaldið. MYND/Heiða Heimsókn óperustjóra sem halda samráðsfund hér á landi um framtíðarhorfur listgreinarinnar er kærkomið innlegg í umræðu um tónlistarhús og óperuflutning. Í dag verða einnig kynntar þrjár nýjar íslenskar óperur sem eru í smíðum. Árlegur samráðsfundur óperustjóra í Íslensku óperunni við Ingólfstræti hefst í dag. Það eru óperustjórar og nánustu samstarfsmenn þeirra frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum sem koma saman og er yfirskriftin „nýsmíði óperuverka“. Nýjar óperur setja mark sitt á starfsemi gamalla og nýrra óperuhúsa austan hafs og vestan. Munu óperustjórarnir bera saman bækur sínar og meðal annars fjalla um aukna nýsmíði ópera sem hefur átt sér stað í Evrópu á undanförnum árum. Óperustjórarnir á þinginu koma frá Konunglegu dönsku óperunni, Norsku óperunni, Konunglegu óperunni í Stokkhólmi, Gautarborgaróperunni, Óperunni í Malmö, Óperunni í Umeå í Svíþjóð, Finnsku þjóðaróperunni, Lettnesku þjóðaróperunni og Eistnesku þjóðaróperunni. Þeir munu ekki síður ræða þá uppsveiflu sem hefur verið í byggingu óperuhúsa í Evrópu á undanförnum árum og nokkrir þátttakendur á þinginu stjórna nýbyggðum óperuhúsum. Til dæmis er Konunglega danska óperan í nýju húsnæði, nýtt húsnæði er í smíðum fyrir Norsku óperuna og er áætlað að það opni í apríl 2008. Ekki er langt síðan Finnska þjóðaróperan flutti í nýtt húsnæði sem og Gautaborgaróperan. Því er heimsókn óperustjóranna hingað kærkomin, beint inn í umræðu hér á landi um tónlistarhús með einhverja möguleika til óperuflutnings og ekki síður þá framtíðarsýn að nýtt óperu- og söngleikjahús rísi í Kópavogi. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur skipað undirbúningsnefnd fyrir byggingu á húsnæði fyrir Íslensku óperuna í Kópavogi og er nýráðinn óperustjóri, Stefán Baldursson, fulltrúi Óperunnar í nefndinni. Gunnar I. Birgisson, Ómar Stefánsson, og Guðríður Arnardóttir sitja í nefndinni fyrir hönd Kópavogsbæjar og Jón Helgi Guðmundsson fyrir hönd BYKO. Aðrir fjárfestar hafa ekki enn tilnefnt aðila í nefndina en áætlað er að fyrsti fundur verði í næstu viku. Bjarni segir mikinn áhuga meðal tónskálda og annarra óperulistamanna á að endurskoða óperuformið og færa það meira til nútímans. „Það er víða mikil gróska í óperuritun og það hefur gerst á mjög skömmum tíma,“ segir hann og kveðst afar bjartsýnn á framtíð íslenskrar óperuritunar. „Við Íslendingar erum nú vanalega ekki neinir eftirbátar þegar kemur að nýjum straumum,“ segir hann að lokum. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Heimsókn óperustjóra sem halda samráðsfund hér á landi um framtíðarhorfur listgreinarinnar er kærkomið innlegg í umræðu um tónlistarhús og óperuflutning. Í dag verða einnig kynntar þrjár nýjar íslenskar óperur sem eru í smíðum. Árlegur samráðsfundur óperustjóra í Íslensku óperunni við Ingólfstræti hefst í dag. Það eru óperustjórar og nánustu samstarfsmenn þeirra frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum sem koma saman og er yfirskriftin „nýsmíði óperuverka“. Nýjar óperur setja mark sitt á starfsemi gamalla og nýrra óperuhúsa austan hafs og vestan. Munu óperustjórarnir bera saman bækur sínar og meðal annars fjalla um aukna nýsmíði ópera sem hefur átt sér stað í Evrópu á undanförnum árum. Óperustjórarnir á þinginu koma frá Konunglegu dönsku óperunni, Norsku óperunni, Konunglegu óperunni í Stokkhólmi, Gautarborgaróperunni, Óperunni í Malmö, Óperunni í Umeå í Svíþjóð, Finnsku þjóðaróperunni, Lettnesku þjóðaróperunni og Eistnesku þjóðaróperunni. Þeir munu ekki síður ræða þá uppsveiflu sem hefur verið í byggingu óperuhúsa í Evrópu á undanförnum árum og nokkrir þátttakendur á þinginu stjórna nýbyggðum óperuhúsum. Til dæmis er Konunglega danska óperan í nýju húsnæði, nýtt húsnæði er í smíðum fyrir Norsku óperuna og er áætlað að það opni í apríl 2008. Ekki er langt síðan Finnska þjóðaróperan flutti í nýtt húsnæði sem og Gautaborgaróperan. Því er heimsókn óperustjóranna hingað kærkomin, beint inn í umræðu hér á landi um tónlistarhús með einhverja möguleika til óperuflutnings og ekki síður þá framtíðarsýn að nýtt óperu- og söngleikjahús rísi í Kópavogi. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur skipað undirbúningsnefnd fyrir byggingu á húsnæði fyrir Íslensku óperuna í Kópavogi og er nýráðinn óperustjóri, Stefán Baldursson, fulltrúi Óperunnar í nefndinni. Gunnar I. Birgisson, Ómar Stefánsson, og Guðríður Arnardóttir sitja í nefndinni fyrir hönd Kópavogsbæjar og Jón Helgi Guðmundsson fyrir hönd BYKO. Aðrir fjárfestar hafa ekki enn tilnefnt aðila í nefndina en áætlað er að fyrsti fundur verði í næstu viku. Bjarni segir mikinn áhuga meðal tónskálda og annarra óperulistamanna á að endurskoða óperuformið og færa það meira til nútímans. „Það er víða mikil gróska í óperuritun og það hefur gerst á mjög skömmum tíma,“ segir hann og kveðst afar bjartsýnn á framtíð íslenskrar óperuritunar. „Við Íslendingar erum nú vanalega ekki neinir eftirbátar þegar kemur að nýjum straumum,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira