Reina getur bætt fyrir syndir föður síns 5. maí 2007 12:30 Pepe Reina er líklega besti vítabani heimsins í dag. Hér ver hann víti Geremi í vikunni. NordicPhotos/GettyImages Þegar Liverpool mætir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Aþenu síðar í mánuðinum mun Pepe Reina, markverði Liverpool, gefast tækifæri til að bæta fyrir mistök sem faðir hans gerði í sams konar leik fyrir 33 árum. Vorið 1974 var Miguel Reina markvörður Atletico Madrid er liðið mætti Bayern München í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Atletico hafði yfirhöndina, 1-0, þegar Reina fékk á sig mark í framlengingu. Leikurinn var endurtekinn og þá vann Bayern, 4-0. „Fólk man eftir mér vegna þessa marks í Evrópukeppninni árið 1974. Undir lok framlengingarinnar vorum við að vinna 1-0 og ég fékk á mig slysalegt mark af 30 metra færi. Það muna hins vegar fáir eftir því að ég spilaði í landsliðinu og var tvívegis með besta árangur markvarða í deildinni. Þá vann ég deildina einu sinni og bikarinn þrisvar," sagði Reina eldri. „Ef þú hittir einhvern úti á götu og spyrð viðkomandi út í mig munu þeir enn bölva mér fyrir þetta mark," sagði hann. Enn fremur sagði Miguel Reina að atvikið hefði sett sitt mark á fjölskylduna. „Lífið heldur þó áfram," sagði hann. Nú getur þó Reina yngri bætt fyrir mistökin þegar Liverpool reynir að klófesta annan Evrópu-titil sinn á þremur árum. Hann var hetja sinna manna í undanúrslitunum þegar hann varði tvö víti frá Chelsea í vítaspyrnukeppni. Miguel Reina sagðist vitanlega vera stoltur af stráknum en hann fer þó aldrei á leiki. „Ég vil frekar vera heima hjá mér ef ég reiðist eða eitthvað álíka," sagði hann. „Ég var stressaður í leiknum gegn Chelsea en þegar kom að vítaspyrnukeppninni varð ég rólegur því ég veit að Pepe er sá besti." Hann efaðist um að hann færi á úrslitaleikinn í Aþenu. Hann vildi frekar vera í faðmi fjölskyldunnar á heimili þeirra í Barcelona. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Þegar Liverpool mætir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Aþenu síðar í mánuðinum mun Pepe Reina, markverði Liverpool, gefast tækifæri til að bæta fyrir mistök sem faðir hans gerði í sams konar leik fyrir 33 árum. Vorið 1974 var Miguel Reina markvörður Atletico Madrid er liðið mætti Bayern München í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Atletico hafði yfirhöndina, 1-0, þegar Reina fékk á sig mark í framlengingu. Leikurinn var endurtekinn og þá vann Bayern, 4-0. „Fólk man eftir mér vegna þessa marks í Evrópukeppninni árið 1974. Undir lok framlengingarinnar vorum við að vinna 1-0 og ég fékk á mig slysalegt mark af 30 metra færi. Það muna hins vegar fáir eftir því að ég spilaði í landsliðinu og var tvívegis með besta árangur markvarða í deildinni. Þá vann ég deildina einu sinni og bikarinn þrisvar," sagði Reina eldri. „Ef þú hittir einhvern úti á götu og spyrð viðkomandi út í mig munu þeir enn bölva mér fyrir þetta mark," sagði hann. Enn fremur sagði Miguel Reina að atvikið hefði sett sitt mark á fjölskylduna. „Lífið heldur þó áfram," sagði hann. Nú getur þó Reina yngri bætt fyrir mistökin þegar Liverpool reynir að klófesta annan Evrópu-titil sinn á þremur árum. Hann var hetja sinna manna í undanúrslitunum þegar hann varði tvö víti frá Chelsea í vítaspyrnukeppni. Miguel Reina sagðist vitanlega vera stoltur af stráknum en hann fer þó aldrei á leiki. „Ég vil frekar vera heima hjá mér ef ég reiðist eða eitthvað álíka," sagði hann. „Ég var stressaður í leiknum gegn Chelsea en þegar kom að vítaspyrnukeppninni varð ég rólegur því ég veit að Pepe er sá besti." Hann efaðist um að hann færi á úrslitaleikinn í Aþenu. Hann vildi frekar vera í faðmi fjölskyldunnar á heimili þeirra í Barcelona.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira