Ghostigital flottir í Kaupmannahöfn 2. apríl 2007 09:30 Ghostigital voru þéttir á tónleikum sínum í Kaupmannahöfn og Einar Örn Benediktsson var í miklu stuði. Hljómsveitin Ghostigital lék á tónleikum í Loppen í Kaupmannahöfn á föstudagskvöld. Vel var mætt á tónleikana, bæði af Dönum og Íslendingum sem búsettir eru í Danmörku. Fjöldi áhorfenda mætti í Loppen og voru þeir vel með á nótunum. „Ghostigital sýndu það og sönnuðu enn einu sinni að þeir eru frábært tónleikaband. Við höfum aldrei fengið jafn mikla athygli danskra fjölmiðla eins og fyrir þessa tónleika, sem er auðvitað frábært," segir Hjalti Már Einarsson, talsmaður íslenska tónleikafélagsins Beatless Propaganda í Kaupmannahöfn. Á föstudagskvöld léku Ghostigital á þeirra vegum á hinum fornfræga tónleikastað Loppen. Einar Örn var sem fyrr prímusmótorinn á sviðinu. Danski dúettinn Snake and Jet's Amazing Bullit Band hitaði upp fyrir Ghostigital og virtust tónleikagestir skemmta sér konunglega. „Við virðumst vera með puttann á púlsinum á dönsku senunni því Snake and Jet's skrifuðu undir plötusamning við Crunchy Frog daginn fyrir tónleikana okkar. Þetta voru því fyrstu tónleikar þeirra undir þeirra merkjum," segir Hjalti Már. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Ghostigital lék á tónleikum í Loppen í Kaupmannahöfn á föstudagskvöld. Vel var mætt á tónleikana, bæði af Dönum og Íslendingum sem búsettir eru í Danmörku. Fjöldi áhorfenda mætti í Loppen og voru þeir vel með á nótunum. „Ghostigital sýndu það og sönnuðu enn einu sinni að þeir eru frábært tónleikaband. Við höfum aldrei fengið jafn mikla athygli danskra fjölmiðla eins og fyrir þessa tónleika, sem er auðvitað frábært," segir Hjalti Már Einarsson, talsmaður íslenska tónleikafélagsins Beatless Propaganda í Kaupmannahöfn. Á föstudagskvöld léku Ghostigital á þeirra vegum á hinum fornfræga tónleikastað Loppen. Einar Örn var sem fyrr prímusmótorinn á sviðinu. Danski dúettinn Snake and Jet's Amazing Bullit Band hitaði upp fyrir Ghostigital og virtust tónleikagestir skemmta sér konunglega. „Við virðumst vera með puttann á púlsinum á dönsku senunni því Snake and Jet's skrifuðu undir plötusamning við Crunchy Frog daginn fyrir tónleikana okkar. Þetta voru því fyrstu tónleikar þeirra undir þeirra merkjum," segir Hjalti Már.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira