Tónlistarkransakaka á Barnum 31. mars 2007 13:00 Uffie dónaleg og hress á Barnum í kvöld. Uffie er 18 ára bandarísk/frönsk söngkona sem hefur verið að ná töluverðum vinsældum hér á landi og víðar á síðustu misserum. Hún verður með tónleika á Barnum á Laugavegi 22 í kvöld. Uffie er þekkt fyrir opinskáa textagerð og afar líflega sviðsframkomu. Tónlistin sem hún spilar er einhverskonar rafmagnaður hiphop bræðingur sem er mjög hressandi. Uffie ólst upp í Miami í Bandaríkjunum og Hong Kong. Þegar hún eltist varð hún að eigin sögn vandræðaunglingur þannig að mamma hennar sendi hana til pabba síns í Frakklandi í von um að það myndi róa hana. Það tókst ekki betur en svo að í dag er hún ekki síst þekkt fyrir afar órólega framkomu á tónleikum og texta sem fara fyrir brjóstið á mörgum. Sérstaklega þeim sem finnst að það hæfi ekki ungum stelpum að tala um dónalega hluti eins og kynlíf. Ásamt Uffie mun koma fram hljómsveitin Steed Lord sem hefur meðal annars söngkonuna Svölu Björgvins innanborðs. Steed Lord eru nýkomin heim úr velheppnaðri ferð á Vetrartónlistarmessuna í Miami. Þau munu svo leggja land undir fót í sumar og gera víðreist um Bandaríkin og Evrópu og munu meðal annars spila á Global Gathering tónlistarhátíðinni í Bretlandi. Bæði Uffie og Steed Lord stefna á plötuútgáfu síðar á þessu ári. Tónleikarnir eru eins og fyrr greindi á Barnum að Laugavegi 22 og munu hefjast um klukkan 23 á leik Steed Lord. Það er frítt inn. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Uffie er 18 ára bandarísk/frönsk söngkona sem hefur verið að ná töluverðum vinsældum hér á landi og víðar á síðustu misserum. Hún verður með tónleika á Barnum á Laugavegi 22 í kvöld. Uffie er þekkt fyrir opinskáa textagerð og afar líflega sviðsframkomu. Tónlistin sem hún spilar er einhverskonar rafmagnaður hiphop bræðingur sem er mjög hressandi. Uffie ólst upp í Miami í Bandaríkjunum og Hong Kong. Þegar hún eltist varð hún að eigin sögn vandræðaunglingur þannig að mamma hennar sendi hana til pabba síns í Frakklandi í von um að það myndi róa hana. Það tókst ekki betur en svo að í dag er hún ekki síst þekkt fyrir afar órólega framkomu á tónleikum og texta sem fara fyrir brjóstið á mörgum. Sérstaklega þeim sem finnst að það hæfi ekki ungum stelpum að tala um dónalega hluti eins og kynlíf. Ásamt Uffie mun koma fram hljómsveitin Steed Lord sem hefur meðal annars söngkonuna Svölu Björgvins innanborðs. Steed Lord eru nýkomin heim úr velheppnaðri ferð á Vetrartónlistarmessuna í Miami. Þau munu svo leggja land undir fót í sumar og gera víðreist um Bandaríkin og Evrópu og munu meðal annars spila á Global Gathering tónlistarhátíðinni í Bretlandi. Bæði Uffie og Steed Lord stefna á plötuútgáfu síðar á þessu ári. Tónleikarnir eru eins og fyrr greindi á Barnum að Laugavegi 22 og munu hefjast um klukkan 23 á leik Steed Lord. Það er frítt inn.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira