Low tekur eitt skref til baka 23. mars 2007 09:00 Hljómsveitin Low er án efa með áhrifamestu hljómsveitum samtímans. Mikil virðing er borin fyrir sveitinni og fáir efast um tónlistarlega hæfileika hennar. Íslandsvinirnir í hinni ótrúlega áhrifamiklu hljómsveit Low eru nýbúnir að senda frá sér sína áttundu plötu. Steinþór Helgi Arnsteinsson lagði við hlustir. Hljómsveitin Low var stofnuð í hinum kuldalega bæ Duluth í Minnesota (fæðingarbæ Bob Dylan) árið 1993 og var í fyrstu hálfgerður húmor gegn sveittu rokki gruggarana. Sveitin vakti hins vegar fljótt athygli enda var hægfara (slowcore) tónlist hennar gríðarlega vel samin og bar með sér blæ sem fáir höfðu heyrt í áður. Alan Sparhawk, gítarleikari og söngvari sveitarinnar, hefur reyndar alltaf sagst líka illa við að láta kenna sig við slowcore-stefnuna. Honum líki betur við þegar tónlist Low er sögð mínímalísk. Lengst af skipuðu Low, ásamt Alan, þau Mimi Parker (kona Alans), sem söng og barði húðir, yfirleitt ekki meira en ein gólf tom-tromma og einn symball, og bassaleikarinn Zak Sally.Nýr bassaleikariZak hætti hins vegar í hljómsveitinni í fyrra enda hafði hann ætíð staðið í skugga þeirra Alans og Mimi. Aðdáendur sveitarinnar höfðu reyndar fyrir nokkru síðan tekið eftir því að samstarfið var orðið brösugt og uggur var greinilega innan bandsins. Á nýju plötunni, Drums and Guns, má því finna nýjan bassaleikara, Matt Livingston, sem skilar sínu bara nokkuð vel, til dæmis í Always Fade, Hatchet og sérstaklega í laginu Belarus sem er með betri lögum plötunnar.Platan heldur áfram á þeirri braut sem sveitin tók að stíga á þarsíðustu plötu, Trust. Þar kvað við nokkuð rokkaðri tón, sem er reyndar nokkuð þversagnakennt í ljósi þess að Steve Albini hafði séð um upptökustjórn á nokkrum af fyrri plötum Low en Steve þessi er þekktari fyrir að vinna með mun hávaðasamari hljómsveitum.Eitt skref aftur á bakSíðasta plata Low, The Great Destroyer, var þannig það langrokkaðasta sem nokkru sinni hefur heyrst frá sveitinni, afskræmdir gítartónar flæddu og mun fjölbreyttari hljóðfæranotkun heyrðist. Á Drums and Guns tekur Low síðan eitt skref tilbaka og líklegast eitt skref til hliðar. Yfirbragðið er rólegra en á The Great Destroyer og mun rafkenndara. Alvarleikinn svífur þó enn yfir vötnum enda hafa textar Low oft borið með sér ádeilublæ. Lagaheitin Violent Past, Sandinista og Murderer segja kannski alla söguna.Textarnir halda þó áfram að vera nokkuð abstrakt og óræðir þó létt sé að skilja meininguna í sjálfu sér. Jafnvel má skynja í einu laginu smá skot á gamla bassaleikarann, Zak. "Lets bury the hatchet/like the Beatles and the Stones."Annað planPlatan öll sem slík er síðan stórfín og í raun magnað hversu vel hljómsveitin stendur sig þrátt fyrir langan feril. Hljómsveitin heldur enn fast í mínímalísku útsetningarnar sem eru þó á allt öðru plani en áður; minna er um gítar, djúpi og hægi trommuslátturinn er mun vélrænni og rafhljóð eru nokkuð notuð. Söngur Mimi er samt nokkuð sem ég sakna enda afburðasöngkona sem hefur oftar en ekki fært yfir mann kyrrð og ró. Alan hefur verið að færa sig upp á skaftið og er á þessari plötu mun meira áberandi en Mimi, sem er reyndar áberandi góð. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Íslandsvinirnir í hinni ótrúlega áhrifamiklu hljómsveit Low eru nýbúnir að senda frá sér sína áttundu plötu. Steinþór Helgi Arnsteinsson lagði við hlustir. Hljómsveitin Low var stofnuð í hinum kuldalega bæ Duluth í Minnesota (fæðingarbæ Bob Dylan) árið 1993 og var í fyrstu hálfgerður húmor gegn sveittu rokki gruggarana. Sveitin vakti hins vegar fljótt athygli enda var hægfara (slowcore) tónlist hennar gríðarlega vel samin og bar með sér blæ sem fáir höfðu heyrt í áður. Alan Sparhawk, gítarleikari og söngvari sveitarinnar, hefur reyndar alltaf sagst líka illa við að láta kenna sig við slowcore-stefnuna. Honum líki betur við þegar tónlist Low er sögð mínímalísk. Lengst af skipuðu Low, ásamt Alan, þau Mimi Parker (kona Alans), sem söng og barði húðir, yfirleitt ekki meira en ein gólf tom-tromma og einn symball, og bassaleikarinn Zak Sally.Nýr bassaleikariZak hætti hins vegar í hljómsveitinni í fyrra enda hafði hann ætíð staðið í skugga þeirra Alans og Mimi. Aðdáendur sveitarinnar höfðu reyndar fyrir nokkru síðan tekið eftir því að samstarfið var orðið brösugt og uggur var greinilega innan bandsins. Á nýju plötunni, Drums and Guns, má því finna nýjan bassaleikara, Matt Livingston, sem skilar sínu bara nokkuð vel, til dæmis í Always Fade, Hatchet og sérstaklega í laginu Belarus sem er með betri lögum plötunnar.Platan heldur áfram á þeirri braut sem sveitin tók að stíga á þarsíðustu plötu, Trust. Þar kvað við nokkuð rokkaðri tón, sem er reyndar nokkuð þversagnakennt í ljósi þess að Steve Albini hafði séð um upptökustjórn á nokkrum af fyrri plötum Low en Steve þessi er þekktari fyrir að vinna með mun hávaðasamari hljómsveitum.Eitt skref aftur á bakSíðasta plata Low, The Great Destroyer, var þannig það langrokkaðasta sem nokkru sinni hefur heyrst frá sveitinni, afskræmdir gítartónar flæddu og mun fjölbreyttari hljóðfæranotkun heyrðist. Á Drums and Guns tekur Low síðan eitt skref tilbaka og líklegast eitt skref til hliðar. Yfirbragðið er rólegra en á The Great Destroyer og mun rafkenndara. Alvarleikinn svífur þó enn yfir vötnum enda hafa textar Low oft borið með sér ádeilublæ. Lagaheitin Violent Past, Sandinista og Murderer segja kannski alla söguna.Textarnir halda þó áfram að vera nokkuð abstrakt og óræðir þó létt sé að skilja meininguna í sjálfu sér. Jafnvel má skynja í einu laginu smá skot á gamla bassaleikarann, Zak. "Lets bury the hatchet/like the Beatles and the Stones."Annað planPlatan öll sem slík er síðan stórfín og í raun magnað hversu vel hljómsveitin stendur sig þrátt fyrir langan feril. Hljómsveitin heldur enn fast í mínímalísku útsetningarnar sem eru þó á allt öðru plani en áður; minna er um gítar, djúpi og hægi trommuslátturinn er mun vélrænni og rafhljóð eru nokkuð notuð. Söngur Mimi er samt nokkuð sem ég sakna enda afburðasöngkona sem hefur oftar en ekki fært yfir mann kyrrð og ró. Alan hefur verið að færa sig upp á skaftið og er á þessari plötu mun meira áberandi en Mimi, sem er reyndar áberandi góð.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira