Illugi settur út í horn Árni Páll Árnason skrifar 17. febrúar 2007 00:01 Undanfarnar vikur hef ég bent hér á tvískinnung og stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins í stóriðjumálum. Ég hef bent á að flokkurinn gæti án tafar gert tvennt til að tryggja markaðsverð á orku og styðja við umhverfisvernd: Skilyrt heimildir orkufyrirtækja til eignarnáms við virkjanir í þágu almennings og skyldað orkufyrirtæki til að afla fjár á markaðskjörum til raforkuuppbyggingar vegna stóriðju. Illugi Gunnarsson skrifaði grein hér í blaðið á sunnudag. Þar skýrði hann að þegar hann fitjar upp á að afnumdar verði heimildir orkufyrirtækjanna til eignarnáms vegna virkjana í þágu stóriðju er hann að túlka sínar eigin prívatskoðanir. Hann staðfesti að Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur hefur enga stefnu um raunhæfar aðgerðir til að koma í veg fyrir ríkisaðstoð af þessum toga til stóriðjuuppbyggingar. Einnig virðist Illugi ekki vilja tjá sig um þann vanda sem felst í ótakmörkuðum aðgangi opinberra orkufyrirtækja að erlendu lánsfé með ríkisábyrgð. Sú aðstaða felur í sér gríðarlega ríkisaðstoð til orkufyrirtækjanna og gerir þeim kleift að selja raforkuna á útsöluverði. Eins og niðurlæging Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum væri ekki næg lýsti svo Geir H. Haarde því yfir í Silfri Egils að Guðlaugur Þór Þórðarson og Illugi Gunnarsson væru vonarsprotar íhaldsins í umhverfismálum. Bittinú. Sama dag og Morgunblaðið krýnir Illuga sem hugmyndafræðing flokksins í umhverfismálum, setur formaðurinn hann í handlangarasæti hjá Guðlaugi Þór, stjórnarformanni Orkuveitunnar. Guðlaugur Þór hefur hins vegar enga umhverfisstefnu sett fram, aðra en hina sovéskættuðu stóriðjustefnu Sjálfstæðisflokksins. Í síðustu viku spurði ég hvort Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að hafa a.m.k. tvær stefnur í orkumálum - eina fyrir Illuga og aðra fyrir höfuðkommissar Orkuveitunnar, Guðlaug Þór. Mér datt nú samt ekki í hug að Geir H. Haarde myndi fara að ómaka sig í sjónvarpssal til þess eins að svara þeirri spurningu játandi með jafn skýrum og ótvíræðum hætti og honum tókst í Silfrinu á sunnudag. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hef ég bent hér á tvískinnung og stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins í stóriðjumálum. Ég hef bent á að flokkurinn gæti án tafar gert tvennt til að tryggja markaðsverð á orku og styðja við umhverfisvernd: Skilyrt heimildir orkufyrirtækja til eignarnáms við virkjanir í þágu almennings og skyldað orkufyrirtæki til að afla fjár á markaðskjörum til raforkuuppbyggingar vegna stóriðju. Illugi Gunnarsson skrifaði grein hér í blaðið á sunnudag. Þar skýrði hann að þegar hann fitjar upp á að afnumdar verði heimildir orkufyrirtækjanna til eignarnáms vegna virkjana í þágu stóriðju er hann að túlka sínar eigin prívatskoðanir. Hann staðfesti að Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur hefur enga stefnu um raunhæfar aðgerðir til að koma í veg fyrir ríkisaðstoð af þessum toga til stóriðjuuppbyggingar. Einnig virðist Illugi ekki vilja tjá sig um þann vanda sem felst í ótakmörkuðum aðgangi opinberra orkufyrirtækja að erlendu lánsfé með ríkisábyrgð. Sú aðstaða felur í sér gríðarlega ríkisaðstoð til orkufyrirtækjanna og gerir þeim kleift að selja raforkuna á útsöluverði. Eins og niðurlæging Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum væri ekki næg lýsti svo Geir H. Haarde því yfir í Silfri Egils að Guðlaugur Þór Þórðarson og Illugi Gunnarsson væru vonarsprotar íhaldsins í umhverfismálum. Bittinú. Sama dag og Morgunblaðið krýnir Illuga sem hugmyndafræðing flokksins í umhverfismálum, setur formaðurinn hann í handlangarasæti hjá Guðlaugi Þór, stjórnarformanni Orkuveitunnar. Guðlaugur Þór hefur hins vegar enga umhverfisstefnu sett fram, aðra en hina sovéskættuðu stóriðjustefnu Sjálfstæðisflokksins. Í síðustu viku spurði ég hvort Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að hafa a.m.k. tvær stefnur í orkumálum - eina fyrir Illuga og aðra fyrir höfuðkommissar Orkuveitunnar, Guðlaug Þór. Mér datt nú samt ekki í hug að Geir H. Haarde myndi fara að ómaka sig í sjónvarpssal til þess eins að svara þeirri spurningu játandi með jafn skýrum og ótvíræðum hætti og honum tókst í Silfrinu á sunnudag. Höfundur er lögfræðingur.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun