MTV-hátíð handan við hornið í Reykjavík 12. febrúar 2007 08:15 Björn Segir MTV-verðlaunahátíðina vera rétt handan við hornið. „Þetta er á síðustu metrunum en betur má ef duga skal," segir Björn Steinbekk tónleikahaldari, en nú hillir undir það að verðlaunaafhending MTV-sjónvarpsstöðvarinnar verði haldin í höfuðborginni, annað hvort árið 2009 eða 2010. „Við erum komnir með viljayfirlýsingu frá MTV þar sem því er lýst yfir að áhugi sé á að halda hátíðina annað hvert ár," bætir Björn við. Hann vildi ekki gefa upp hvenær þetta myndi skýrast en sagði ekki langt í það. „Þegar við reyndum síðast árið 2006 var skortur á fimm stjörnu gistingu en það ætti að leysast með nýju hóteli sem á að rísa við hliðina á nýja tónlistarhúsinu," segir Björn. Justin var kynnir í Kaupmannahöfn þegar verðlaunin voru veitt þar í fyrra. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt efnahagslíf. Fyrir utan þá gríðarmiklu landkynningu sem þarna er í boði má reikna með að töluvert fjármagn muni streyma um götur höfuðborgarinnar enda stjörnurnar ekki þekktar fyrir að sitja á aurunum eins og ormar á gulli. „Kaupmannahafnarborg kynnir í næstu viku skýrslu þar sem áhrif MTV-hátíðarinnar í fyrra eru metin. Samkvæmt þeirri skýrslu er bein innspýting inn í viðskiptalíf Kaupmannahafnar talin hlaupa á einum og hálfum milljarði og ef þeir hefðu ákveðið að fara af stað með svona landkynningu hefði hún kostað í kringum fimm milljarða," uppplýsir Björn. Yfirvöld í Kaupmannahöfn meta því áhrif hátíðarinnar upp á tæpa sjö milljarða. Björn segir að nokkrum fjárhæðum hafi verið eytt til að fá hátíðina hingað til lands. Íslenska ríkið hefur styrkt verkefnið um þrjár milljónir en samtals hljóðar kostnaðurinn hingað til upp á fimmtán milljónir. Nú stefnir allt í það að þessum fjármunum hafi ekki verið kastað á glæ. MTV-verðlaunahátíðin er ein sú stærsta í heiminum en þar troða upp margar af skærustu stjörnum poppheimsins og er talið að milljónir manna horfi á beina útsendingu frá henni. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta er á síðustu metrunum en betur má ef duga skal," segir Björn Steinbekk tónleikahaldari, en nú hillir undir það að verðlaunaafhending MTV-sjónvarpsstöðvarinnar verði haldin í höfuðborginni, annað hvort árið 2009 eða 2010. „Við erum komnir með viljayfirlýsingu frá MTV þar sem því er lýst yfir að áhugi sé á að halda hátíðina annað hvert ár," bætir Björn við. Hann vildi ekki gefa upp hvenær þetta myndi skýrast en sagði ekki langt í það. „Þegar við reyndum síðast árið 2006 var skortur á fimm stjörnu gistingu en það ætti að leysast með nýju hóteli sem á að rísa við hliðina á nýja tónlistarhúsinu," segir Björn. Justin var kynnir í Kaupmannahöfn þegar verðlaunin voru veitt þar í fyrra. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt efnahagslíf. Fyrir utan þá gríðarmiklu landkynningu sem þarna er í boði má reikna með að töluvert fjármagn muni streyma um götur höfuðborgarinnar enda stjörnurnar ekki þekktar fyrir að sitja á aurunum eins og ormar á gulli. „Kaupmannahafnarborg kynnir í næstu viku skýrslu þar sem áhrif MTV-hátíðarinnar í fyrra eru metin. Samkvæmt þeirri skýrslu er bein innspýting inn í viðskiptalíf Kaupmannahafnar talin hlaupa á einum og hálfum milljarði og ef þeir hefðu ákveðið að fara af stað með svona landkynningu hefði hún kostað í kringum fimm milljarða," uppplýsir Björn. Yfirvöld í Kaupmannahöfn meta því áhrif hátíðarinnar upp á tæpa sjö milljarða. Björn segir að nokkrum fjárhæðum hafi verið eytt til að fá hátíðina hingað til lands. Íslenska ríkið hefur styrkt verkefnið um þrjár milljónir en samtals hljóðar kostnaðurinn hingað til upp á fimmtán milljónir. Nú stefnir allt í það að þessum fjármunum hafi ekki verið kastað á glæ. MTV-verðlaunahátíðin er ein sú stærsta í heiminum en þar troða upp margar af skærustu stjörnum poppheimsins og er talið að milljónir manna horfi á beina útsendingu frá henni.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira