Hafdís Huld með lungnasýkingu 7. febrúar 2007 09:15 hafdís huld Þarf að hvíla röddina næstu tvær vikurnar. MYND/Hörður Tónlistarkonan Hafdís Huld Þrastardóttir hefur frestað tónleikaferð sinni um Bretland vegna lungnasýkingar. Hafdís átti að koma fram á fyrstu tónleikunum í Birmingham í fyrrakvöld en ekkert varð af þeim. Ráðlögðu læknar henni að hvíla sig næstu tvær vikurnar, því annars gæti hún skaðað röddina. „Ég hélt ég myndi ná þessu úr mér með öllum þessum gömlu góðu aðferðum en eins og allir heyrðu á Íslensku tónlistarverðlaununum þá hljómaði ég eins og Louis Armstrong,“ segir Hafdís Huld, sem er stödd heima hjá sér í London. „Ég ætlaði að syngja á þorrablóti hjá Íslendingafélaginu á laugardaginn síðasta en ég varð að hætta við það. Maður er þrjóskur Íslendingur og ég aflýsti ekki tónleikaferðalaginu fyrr en um miðjan sunnudaginn.“ Næstu tónleikar Hafdísar eru fyrirhugaðir í París þann 24. febrúar, ef heilsan leyfir. Eftir það mun hún spila á tvennum tónleikum í Barcelona og Madrid í byrjun mars. Síðar í mánuðinum er svo fyrirhuguð tónleikaferð um Norðurlönd, þar á meðal Ísland. Hafdís getur þó glaðst yfir því að hafa fengið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu poppplötuna. „Það var yndislegt og ég átti engan veginn von á þessu. Ég hef ekkert getað spilað heima ennþá og mér fannst bara heiður að vera tilnefnd og fá að vera með. Það var algjör draumur að fá verðlaun fyrir bestu plötuna,“ segir Hafdís. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarkonan Hafdís Huld Þrastardóttir hefur frestað tónleikaferð sinni um Bretland vegna lungnasýkingar. Hafdís átti að koma fram á fyrstu tónleikunum í Birmingham í fyrrakvöld en ekkert varð af þeim. Ráðlögðu læknar henni að hvíla sig næstu tvær vikurnar, því annars gæti hún skaðað röddina. „Ég hélt ég myndi ná þessu úr mér með öllum þessum gömlu góðu aðferðum en eins og allir heyrðu á Íslensku tónlistarverðlaununum þá hljómaði ég eins og Louis Armstrong,“ segir Hafdís Huld, sem er stödd heima hjá sér í London. „Ég ætlaði að syngja á þorrablóti hjá Íslendingafélaginu á laugardaginn síðasta en ég varð að hætta við það. Maður er þrjóskur Íslendingur og ég aflýsti ekki tónleikaferðalaginu fyrr en um miðjan sunnudaginn.“ Næstu tónleikar Hafdísar eru fyrirhugaðir í París þann 24. febrúar, ef heilsan leyfir. Eftir það mun hún spila á tvennum tónleikum í Barcelona og Madrid í byrjun mars. Síðar í mánuðinum er svo fyrirhuguð tónleikaferð um Norðurlönd, þar á meðal Ísland. Hafdís getur þó glaðst yfir því að hafa fengið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu poppplötuna. „Það var yndislegt og ég átti engan veginn von á þessu. Ég hef ekkert getað spilað heima ennþá og mér fannst bara heiður að vera tilnefnd og fá að vera með. Það var algjör draumur að fá verðlaun fyrir bestu plötuna,“ segir Hafdís.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira