Idolstjörnur áberandi í fyrsta holli Eurovision 15. janúar 2007 09:00 Snorri tapaði veðmáli og syngur því í undankeppni Eurovision. „Ég tapaði veðmáli og þess vegna er ég með," segir Idolstjarnan Snorri Snorrason sem er einn þeirra söngvara sem flytja lag í fyrsta riðli undankeppni Eurovision á laugardaginn. Snorri syngur lagið Undarleg er ástin eftir Óskar Guðnason og textahöfundinn Kristján Hreinsson. Þegar Fréttablaðið ræddi við Snorra í gærdag var verið að leggja lokahönd á lagið. „Þetta lag datt inn í keppnina á síðustu stundu af því að annað lag datt út. Það gerist því allt mjög hratt og við erum bara að klára að taka það upp," segir Snorri. Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn. Idolstjörnur eru áberandi í fyrsta riðlinum. Auk Snorra syngja þær Aðalheiður Ólafsdóttir og Bríet Sunna Valdimarsdóttir líka á laugardagskvöldið. Heiða syngur lagið Enginn eins og þú eftir Roland Hartwell við texta Stefáns Hilmarssonar og Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn eftir Trausta Bjarnason við texta Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Heiða syngur lag Rolands Hartwell. Þá syngur Bergþór Smári eigið lag og texta, Þú gafst mér allt, Sigurjón Brink syngur lagið Áfram sem hann semur með Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur en hún og Jóhannes Ásbjörnsson eiga textann, Hreimur Heimisson syngur lagið Draumur eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Matti úr Pöpunum syngur Húsin hafa augu eftir Þormar Ingimarsson, en Kristján Hreinsson á textann við tvö síðasttöldu lögin. Finnur Jóhannsson syngur svo Allt eða ekki neitt, textinn er eftir Þorkel Olgeirsson sem semur lagið með Torfa Ólafssyni og Edvard Lárussyni. Fyrsta undankvöld Eurovision af þremur verður í Sjónvarpinu á laugardagskvöld. Öll þessi lög verða flutt á Rás 2 í dag og verða svo aðgengileg á www.ruv.is. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég tapaði veðmáli og þess vegna er ég með," segir Idolstjarnan Snorri Snorrason sem er einn þeirra söngvara sem flytja lag í fyrsta riðli undankeppni Eurovision á laugardaginn. Snorri syngur lagið Undarleg er ástin eftir Óskar Guðnason og textahöfundinn Kristján Hreinsson. Þegar Fréttablaðið ræddi við Snorra í gærdag var verið að leggja lokahönd á lagið. „Þetta lag datt inn í keppnina á síðustu stundu af því að annað lag datt út. Það gerist því allt mjög hratt og við erum bara að klára að taka það upp," segir Snorri. Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn. Idolstjörnur eru áberandi í fyrsta riðlinum. Auk Snorra syngja þær Aðalheiður Ólafsdóttir og Bríet Sunna Valdimarsdóttir líka á laugardagskvöldið. Heiða syngur lagið Enginn eins og þú eftir Roland Hartwell við texta Stefáns Hilmarssonar og Bríet Sunna syngur lagið Blómabörn eftir Trausta Bjarnason við texta Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Heiða syngur lag Rolands Hartwell. Þá syngur Bergþór Smári eigið lag og texta, Þú gafst mér allt, Sigurjón Brink syngur lagið Áfram sem hann semur með Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur en hún og Jóhannes Ásbjörnsson eiga textann, Hreimur Heimisson syngur lagið Draumur eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Matti úr Pöpunum syngur Húsin hafa augu eftir Þormar Ingimarsson, en Kristján Hreinsson á textann við tvö síðasttöldu lögin. Finnur Jóhannsson syngur svo Allt eða ekki neitt, textinn er eftir Þorkel Olgeirsson sem semur lagið með Torfa Ólafssyni og Edvard Lárussyni. Fyrsta undankvöld Eurovision af þremur verður í Sjónvarpinu á laugardagskvöld. Öll þessi lög verða flutt á Rás 2 í dag og verða svo aðgengileg á www.ruv.is.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira