Ætlar ekki að gefast upp 12. janúar 2007 06:45 Danny vonast til að rekstur Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar haldi áfram. Tónlistarmaðurinn og annar af meirihlutaeigendum húsnæðis Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, Danny Pollock, játar að allt líti út fyrir að efnaðir menn ætli sér að kaupa húsnæðið, eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. „Við eigum ekki annarra kosta völ en að taka tilboðinu með þeim fyrirvara að það náist samstarfssamningur við Reykjavíkurborg um rekstur Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar,“ segir Danny. „TÞM er í sinni skuldasúpu og við erum að vinna með borginni í þessum málum. Það tekur sinn tíma að vinna í svona málum með sveitarfélögum og ríkinu en tíminn er bara á þrotum. Eins og staðan er í dag verðum við að selja ef við náum samningi við borgina.“ Danny á meirihluta húsnæðisins ásamt Jóni Sævari Þorbergssyni. Hann segist ekki fá mikinn pening í vasann verði af sölunni, en tilboðið frá Lindberg hf. hljóðar upp á 170 milljónir. „Nei, nei, það eru einhverjir smáaurar eftir þegar maður er búinn að borga skuldirnar. Húsið er dýrt og það hafa farið margar milljónir í að endurfjármagna það. Við það hefur skuldabyrðin aukist. En maður losnar undan þessari persónulegu ábyrgð. Einstaklingur á ekki að eiga svona tómstundarhúsnæði,“ segir hann. Danny segir að fjöldi hljómsveita sem æfa í TÞM muni fara á götuna náist ekki samningar við borgina og bætir því við að í raun sé þörf fyrir tvöfalt stærra húsnæði til að anna eftirspurninni. Hann segist ekki ætla að leggja árar í bát þótt samningarnir náist ekki. „Þetta er grundvallaratriði fyrir tónlistarmenninguna. Ég er ekki maður sem gefst upp. Baráttan heldur bara áfram.“ Þess má geta að baráttutónleikar til stuðnings Tónlistarþróunarmiðstöðinni verða haldnir á morgun þar sem fjöldi hljómsveita mun koma fram. Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og annar af meirihlutaeigendum húsnæðis Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, Danny Pollock, játar að allt líti út fyrir að efnaðir menn ætli sér að kaupa húsnæðið, eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. „Við eigum ekki annarra kosta völ en að taka tilboðinu með þeim fyrirvara að það náist samstarfssamningur við Reykjavíkurborg um rekstur Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar,“ segir Danny. „TÞM er í sinni skuldasúpu og við erum að vinna með borginni í þessum málum. Það tekur sinn tíma að vinna í svona málum með sveitarfélögum og ríkinu en tíminn er bara á þrotum. Eins og staðan er í dag verðum við að selja ef við náum samningi við borgina.“ Danny á meirihluta húsnæðisins ásamt Jóni Sævari Þorbergssyni. Hann segist ekki fá mikinn pening í vasann verði af sölunni, en tilboðið frá Lindberg hf. hljóðar upp á 170 milljónir. „Nei, nei, það eru einhverjir smáaurar eftir þegar maður er búinn að borga skuldirnar. Húsið er dýrt og það hafa farið margar milljónir í að endurfjármagna það. Við það hefur skuldabyrðin aukist. En maður losnar undan þessari persónulegu ábyrgð. Einstaklingur á ekki að eiga svona tómstundarhúsnæði,“ segir hann. Danny segir að fjöldi hljómsveita sem æfa í TÞM muni fara á götuna náist ekki samningar við borgina og bætir því við að í raun sé þörf fyrir tvöfalt stærra húsnæði til að anna eftirspurninni. Hann segist ekki ætla að leggja árar í bát þótt samningarnir náist ekki. „Þetta er grundvallaratriði fyrir tónlistarmenninguna. Ég er ekki maður sem gefst upp. Baráttan heldur bara áfram.“ Þess má geta að baráttutónleikar til stuðnings Tónlistarþróunarmiðstöðinni verða haldnir á morgun þar sem fjöldi hljómsveita mun koma fram.
Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira