Orð Olmerts sögð rangtúlkuð 12. desember 2006 18:45 Ísraelskt stjórnmálalíf er á öðrum endanum eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, nefndi Ísrael í hópi kjarnorkuvelda í sjónvarpsviðtali sem birt var í gær. Stjórnarliðar segja orð hans rangtúlkuð en stjórnarandstæðingar segja forsætisráðherrann hins vegar vanhæfan í varnarmálum og vilja að hann víki. Olmert lét ummælin falla í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina SAT 1 sem tekið var upp á föstudaginn og sýnt í gær. Þar var hann spurður um kjarnorkudeiluna við Írana. Hann sagði ekki hægt að bera Íran saman við önnur ríki sem ráði yfir kjarnorkuvopnum. Ríki á borð við Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Rússland. Það væru siðaðar þjóðir sem hótuðu ekki öðrum ríkjum með kjarnorkuvopnum. Hann sagði Ísrael lýðræðisríki sem hefði aldri hótað að eyða öðru ríki líkt og stjórnvöld í Teheran gerðu opinberlega í hvert sinn sem rætt væri um Ísrael. Þetta sé ríkið sem sækist eftir að verða sér úti um kjarnorkuvopn líkt og Bandaríkjamenn, Frakkar, Ísraelar og Rússar. Þessi síðasta setning hefur vakið mikla athygli enda hafa Ísraelar hingað til ekki viljað svara því hvort þeir eigi kjarnorkuvopn. Stjórnarliðar segja ekki um stefnubreytingu að ræða, orð forsætisráðherrans séu rangtúlkuð, en stjórnarandstæðingar segja þetta enn eina vísbendingu þess að hann sé vanhæfur í varnarmálum og vilja margir þeirra að hann víki. Magnús Ólafsson, einn framkvæmdastjóra Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir stofnunina ekki tjá sig um ummæli Olmerts eða Roberts Gates, verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði fyrir viku á fundi með varnarmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að Íranar ásældust kjarnavopn því nágrannar þeirra í öllum höfuðáttum ættu þau, þar á meðal Ísraelar. Magnús segir stofnunina hafa metið það þannig að Ísraelar eigi kjarnorkuvopn. Flestar þjóðir hafi tekið svör þeirra þannig. Það sem valdi erfiðleikum sé að Ísraelar séu ekki aðilar að Samningnum um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna og það séu Indverjar og Pakistanar ekki heldur. Það þýði að eftirlitssveitir Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar hafi ekki aðgang að Ísrael. Magnús segir það mat Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar að Ísraelar eigi um 100 kjarnaodda. Það sé töluvert meira en Indverjar og Pakistanar, sem eigi um 20. Erlent Fréttir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Ísraelskt stjórnmálalíf er á öðrum endanum eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, nefndi Ísrael í hópi kjarnorkuvelda í sjónvarpsviðtali sem birt var í gær. Stjórnarliðar segja orð hans rangtúlkuð en stjórnarandstæðingar segja forsætisráðherrann hins vegar vanhæfan í varnarmálum og vilja að hann víki. Olmert lét ummælin falla í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina SAT 1 sem tekið var upp á föstudaginn og sýnt í gær. Þar var hann spurður um kjarnorkudeiluna við Írana. Hann sagði ekki hægt að bera Íran saman við önnur ríki sem ráði yfir kjarnorkuvopnum. Ríki á borð við Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Rússland. Það væru siðaðar þjóðir sem hótuðu ekki öðrum ríkjum með kjarnorkuvopnum. Hann sagði Ísrael lýðræðisríki sem hefði aldri hótað að eyða öðru ríki líkt og stjórnvöld í Teheran gerðu opinberlega í hvert sinn sem rætt væri um Ísrael. Þetta sé ríkið sem sækist eftir að verða sér úti um kjarnorkuvopn líkt og Bandaríkjamenn, Frakkar, Ísraelar og Rússar. Þessi síðasta setning hefur vakið mikla athygli enda hafa Ísraelar hingað til ekki viljað svara því hvort þeir eigi kjarnorkuvopn. Stjórnarliðar segja ekki um stefnubreytingu að ræða, orð forsætisráðherrans séu rangtúlkuð, en stjórnarandstæðingar segja þetta enn eina vísbendingu þess að hann sé vanhæfur í varnarmálum og vilja margir þeirra að hann víki. Magnús Ólafsson, einn framkvæmdastjóra Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir stofnunina ekki tjá sig um ummæli Olmerts eða Roberts Gates, verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði fyrir viku á fundi með varnarmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að Íranar ásældust kjarnavopn því nágrannar þeirra í öllum höfuðáttum ættu þau, þar á meðal Ísraelar. Magnús segir stofnunina hafa metið það þannig að Ísraelar eigi kjarnorkuvopn. Flestar þjóðir hafi tekið svör þeirra þannig. Það sem valdi erfiðleikum sé að Ísraelar séu ekki aðilar að Samningnum um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna og það séu Indverjar og Pakistanar ekki heldur. Það þýði að eftirlitssveitir Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar hafi ekki aðgang að Ísrael. Magnús segir það mat Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar að Ísraelar eigi um 100 kjarnaodda. Það sé töluvert meira en Indverjar og Pakistanar, sem eigi um 20.
Erlent Fréttir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira