Jewell vill leyfa leikaraskap 5. desember 2006 18:42 Paul Jewell kann svör við öllu - líka 4-0 tapinu gegn Liverpool um helgina NordicPhotos/GettyImages Hinn litríki og skemmtilegi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur fundið lausn á vandamáli sem verið hefur uppi á borðinu í deildinni að undanförnu. Hann vill hvetja leikmenn til að reyna leikaraskap við hvert tækifæri. Leikaraskapur hefur í síauknum mæli sett svip sinn á deildarkeppnina í vetur, en umdeildar vítaspyrnur og spjöld hafa verið mikið í umræðunni. Þeir Tomas Rosicky hjá Arsenal og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United voru báðir ásakaðir um að standa á brauðfótum um helgina, en Jewell telur sig vera með óhefðbundna lausn á þessu vandamáli. "Ég er kannski eini maðurinn í heiminum þeirrar skoðunar, en af hverju leyfum við bara ekki leikmönnum að láta sig detta? Vínveitingastaðir í landinu eru nú opnir allan sólarhringinn, en fólk sagði á sínum tíma að ef það gerðist - yrðu göturnar fullar af áfengisdauðu fólki. Ég veit ekki betur en að drykkja á almannafæri hafi minnkað ef eitthvað er síðan lengri opnunartími var tekinn upp og held að sömu sögu yrði að segja um fótboltann. Í einum leiknum tækist þér kannski að leika á dómarann, en í næsta leik yrðir þú sparkaður niður og þá hugsar dómarinn með sér að þú hafir bara verið að leika á sig. Ég held að svona hlutir jafni sig alltaf út," sagði Jewell, en hans menn mæta Everton í kvöld eftir slæman skell gegn Liverpool um síðustu helgi. "Liverpool var að leita sér að liði til að láta finna til tevatnsins og því miður hittum við á þá í þeim ham," sagði Jewell, en hans menn lentu undir 4-0 í fyrri hálfleik. "Það er kannski erfitt að trúa því, en þetta var nú ekki einu sinni versti hálfleikur okkar til þessa, en Liverpool tók okkur í kennslustund í því hvernig á að klára marktækifæri," sagði Jewell. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira
Hinn litríki og skemmtilegi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur fundið lausn á vandamáli sem verið hefur uppi á borðinu í deildinni að undanförnu. Hann vill hvetja leikmenn til að reyna leikaraskap við hvert tækifæri. Leikaraskapur hefur í síauknum mæli sett svip sinn á deildarkeppnina í vetur, en umdeildar vítaspyrnur og spjöld hafa verið mikið í umræðunni. Þeir Tomas Rosicky hjá Arsenal og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United voru báðir ásakaðir um að standa á brauðfótum um helgina, en Jewell telur sig vera með óhefðbundna lausn á þessu vandamáli. "Ég er kannski eini maðurinn í heiminum þeirrar skoðunar, en af hverju leyfum við bara ekki leikmönnum að láta sig detta? Vínveitingastaðir í landinu eru nú opnir allan sólarhringinn, en fólk sagði á sínum tíma að ef það gerðist - yrðu göturnar fullar af áfengisdauðu fólki. Ég veit ekki betur en að drykkja á almannafæri hafi minnkað ef eitthvað er síðan lengri opnunartími var tekinn upp og held að sömu sögu yrði að segja um fótboltann. Í einum leiknum tækist þér kannski að leika á dómarann, en í næsta leik yrðir þú sparkaður niður og þá hugsar dómarinn með sér að þú hafir bara verið að leika á sig. Ég held að svona hlutir jafni sig alltaf út," sagði Jewell, en hans menn mæta Everton í kvöld eftir slæman skell gegn Liverpool um síðustu helgi. "Liverpool var að leita sér að liði til að láta finna til tevatnsins og því miður hittum við á þá í þeim ham," sagði Jewell, en hans menn lentu undir 4-0 í fyrri hálfleik. "Það er kannski erfitt að trúa því, en þetta var nú ekki einu sinni versti hálfleikur okkar til þessa, en Liverpool tók okkur í kennslustund í því hvernig á að klára marktækifæri," sagði Jewell.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira