Jewell vill leyfa leikaraskap 5. desember 2006 18:42 Paul Jewell kann svör við öllu - líka 4-0 tapinu gegn Liverpool um helgina NordicPhotos/GettyImages Hinn litríki og skemmtilegi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur fundið lausn á vandamáli sem verið hefur uppi á borðinu í deildinni að undanförnu. Hann vill hvetja leikmenn til að reyna leikaraskap við hvert tækifæri. Leikaraskapur hefur í síauknum mæli sett svip sinn á deildarkeppnina í vetur, en umdeildar vítaspyrnur og spjöld hafa verið mikið í umræðunni. Þeir Tomas Rosicky hjá Arsenal og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United voru báðir ásakaðir um að standa á brauðfótum um helgina, en Jewell telur sig vera með óhefðbundna lausn á þessu vandamáli. "Ég er kannski eini maðurinn í heiminum þeirrar skoðunar, en af hverju leyfum við bara ekki leikmönnum að láta sig detta? Vínveitingastaðir í landinu eru nú opnir allan sólarhringinn, en fólk sagði á sínum tíma að ef það gerðist - yrðu göturnar fullar af áfengisdauðu fólki. Ég veit ekki betur en að drykkja á almannafæri hafi minnkað ef eitthvað er síðan lengri opnunartími var tekinn upp og held að sömu sögu yrði að segja um fótboltann. Í einum leiknum tækist þér kannski að leika á dómarann, en í næsta leik yrðir þú sparkaður niður og þá hugsar dómarinn með sér að þú hafir bara verið að leika á sig. Ég held að svona hlutir jafni sig alltaf út," sagði Jewell, en hans menn mæta Everton í kvöld eftir slæman skell gegn Liverpool um síðustu helgi. "Liverpool var að leita sér að liði til að láta finna til tevatnsins og því miður hittum við á þá í þeim ham," sagði Jewell, en hans menn lentu undir 4-0 í fyrri hálfleik. "Það er kannski erfitt að trúa því, en þetta var nú ekki einu sinni versti hálfleikur okkar til þessa, en Liverpool tók okkur í kennslustund í því hvernig á að klára marktækifæri," sagði Jewell. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Hinn litríki og skemmtilegi Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur fundið lausn á vandamáli sem verið hefur uppi á borðinu í deildinni að undanförnu. Hann vill hvetja leikmenn til að reyna leikaraskap við hvert tækifæri. Leikaraskapur hefur í síauknum mæli sett svip sinn á deildarkeppnina í vetur, en umdeildar vítaspyrnur og spjöld hafa verið mikið í umræðunni. Þeir Tomas Rosicky hjá Arsenal og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United voru báðir ásakaðir um að standa á brauðfótum um helgina, en Jewell telur sig vera með óhefðbundna lausn á þessu vandamáli. "Ég er kannski eini maðurinn í heiminum þeirrar skoðunar, en af hverju leyfum við bara ekki leikmönnum að láta sig detta? Vínveitingastaðir í landinu eru nú opnir allan sólarhringinn, en fólk sagði á sínum tíma að ef það gerðist - yrðu göturnar fullar af áfengisdauðu fólki. Ég veit ekki betur en að drykkja á almannafæri hafi minnkað ef eitthvað er síðan lengri opnunartími var tekinn upp og held að sömu sögu yrði að segja um fótboltann. Í einum leiknum tækist þér kannski að leika á dómarann, en í næsta leik yrðir þú sparkaður niður og þá hugsar dómarinn með sér að þú hafir bara verið að leika á sig. Ég held að svona hlutir jafni sig alltaf út," sagði Jewell, en hans menn mæta Everton í kvöld eftir slæman skell gegn Liverpool um síðustu helgi. "Liverpool var að leita sér að liði til að láta finna til tevatnsins og því miður hittum við á þá í þeim ham," sagði Jewell, en hans menn lentu undir 4-0 í fyrri hálfleik. "Það er kannski erfitt að trúa því, en þetta var nú ekki einu sinni versti hálfleikur okkar til þessa, en Liverpool tók okkur í kennslustund í því hvernig á að klára marktækifæri," sagði Jewell.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira