Baggalútsæðið er hafið! 30. nóvember 2006 11:19 Þau stórkostlega merkilegu tíðindi urðu í vikunni að hin elskaða og dáða hljómlistardeild Baggalúts náði með tvær hljómskífur sínar inn á Tónlistann, auk þess að eiga lag á þeirri þriðju. Um er að ræða annars vegar tímamótaverkið „Aparnir í Eden", sem kom út í sumar og situr nú sem öldungur listans í 20. sæti og svo aftur tímalausu klassíkina „Jól & blíða", sem skýst glóðvolg beint í 6. sæti listans. Auk þess flytur Baggalútur lag Megasar, „Undir rós" á hljómskífunni „Pældu í því sem pælandi er í", sem situr í 21. sæti og á að auki lagið „Brostu", sem gefið er út af UNICEF á Íslandi, en það ratar þó ekki á neina veraldlega lista, enda smáskífa gefin út til styrktar afskaplega góðu málefni - sem reyndar mætti segja um hinar útgáfurnar líka, með góðum vilja. Er jafnvel talið að um nýtt æði, sambærilegt við hið svokallaða Bítlaæði 7. áratugarins, eða jafnvel Supertrampæði þess áttunda sé hér í uppsiglingu. Sérfróðir hafa þó bent á að ólíkt hinum æðunum, byggist Baggalútsæðið nær eingöngu af hams- og gegndarlausu útgáfumagni sveitarinnar, en ekki gæðum (eins og hjá Supertramp) eða útliti (eins og hjá Bítlunum). Lífið Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Þau stórkostlega merkilegu tíðindi urðu í vikunni að hin elskaða og dáða hljómlistardeild Baggalúts náði með tvær hljómskífur sínar inn á Tónlistann, auk þess að eiga lag á þeirri þriðju. Um er að ræða annars vegar tímamótaverkið „Aparnir í Eden", sem kom út í sumar og situr nú sem öldungur listans í 20. sæti og svo aftur tímalausu klassíkina „Jól & blíða", sem skýst glóðvolg beint í 6. sæti listans. Auk þess flytur Baggalútur lag Megasar, „Undir rós" á hljómskífunni „Pældu í því sem pælandi er í", sem situr í 21. sæti og á að auki lagið „Brostu", sem gefið er út af UNICEF á Íslandi, en það ratar þó ekki á neina veraldlega lista, enda smáskífa gefin út til styrktar afskaplega góðu málefni - sem reyndar mætti segja um hinar útgáfurnar líka, með góðum vilja. Er jafnvel talið að um nýtt æði, sambærilegt við hið svokallaða Bítlaæði 7. áratugarins, eða jafnvel Supertrampæði þess áttunda sé hér í uppsiglingu. Sérfróðir hafa þó bent á að ólíkt hinum æðunum, byggist Baggalútsæðið nær eingöngu af hams- og gegndarlausu útgáfumagni sveitarinnar, en ekki gæðum (eins og hjá Supertramp) eða útliti (eins og hjá Bítlunum).
Lífið Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira