Aukin framlög til endurreisnar og þróunar í Afganistan 29. nóvember 2006 11:47 Geir H. Haarde forsætisráðherra við myndatöku vegna leiðtogafundarins ásamt Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Jaroslaw Kaczynski, forsætisráðherra Póllands. MYND/AP Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan auk þess sem standa á að flugflutningum í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu Afganistan. Frá þessu greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Ríga í Lettlandi í dag. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sótti fundinn ásamt Geir og fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að fjallað hafi verið um ástand og horfur í Afganistan og þann árangur sem náðst hefur með starfssemi Alþjóðlegu öryggissveitanna. Þar var einnig lýst eindregnum vilja til að standa við skuldbindingar samfélags þjóðanna gagnvart Afgönum og ríkisstjórn landsins. Á fundinum var einnig fjallað um samstarf NATO við önnur samtök og ríki og hugsanlega fjölgun aðildarrríkja. Forsætisráðherra fagnaði áformum um eflingu samráðs og samstarfs bandalagsins við alþjóðleg og svæðisbundin samtök og ríki sem hafa sömu grundvallargildi og hagsmuni. Hvað varðar áframhaldandi stækkun bandalagsins lýsti forsætisráðherra yfir stuðningi við væntanlega aðild Albaníu, Króatíu og fyrrum Júgóslavíulýðveldisins Makedóníu. Enn fremur tók hann undir mikilvægi nánari tengsla bandalagsins við Úkraínu og Georgíu. Þá fagnaði hann aðild Bosníu-Hersegóvníu, Serbíu og Svartfjallalands að Samstarfi í þágu friðar (PFP). Í umræðum um pólitíska og hernaðarlega aðlögun Atlantshafsbandalagins sagði forsætisráðhera að um mjög nauðsynlegt ferli væri að ræða sem varðaði getu þess til þess að gegna hlutverki sínu við breyttar aðstæður. Um leið benti hann á að þetta mætti ekki verða til þess að bandalagið missti sjónar á viðvarandi tilgangi samtakanna, þ.e. sameiginlegum vörnum byggðum á sameiginlegum varnarskuldbindingum aðildarríkjanna. Í því samhengi sagði hann að Ísland hefði nú þá sérstöðu á meðal aðildarríkjanna að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni fyrir íslensk stjórnvöld en janframt fyrir Atlantshafsbandalagið, enda hefði það ávallt nálgast öryggi aðildarríkjanna með heildstæðum hætti. Íslensk stjórnvöld væru ánægð með nýlegt samkomulag við Bandaríkin um varnarmál en eftir stæði nauðsyn á eftirliti og viðbúnaði á friðartímum. Því yrði af Íslands hálfu óskað eftir að málið yrði tekið til umfjöllunar í N-Atlantshafsráðinu á næstu vikum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan auk þess sem standa á að flugflutningum í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu Afganistan. Frá þessu greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Ríga í Lettlandi í dag. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sótti fundinn ásamt Geir og fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að fjallað hafi verið um ástand og horfur í Afganistan og þann árangur sem náðst hefur með starfssemi Alþjóðlegu öryggissveitanna. Þar var einnig lýst eindregnum vilja til að standa við skuldbindingar samfélags þjóðanna gagnvart Afgönum og ríkisstjórn landsins. Á fundinum var einnig fjallað um samstarf NATO við önnur samtök og ríki og hugsanlega fjölgun aðildarrríkja. Forsætisráðherra fagnaði áformum um eflingu samráðs og samstarfs bandalagsins við alþjóðleg og svæðisbundin samtök og ríki sem hafa sömu grundvallargildi og hagsmuni. Hvað varðar áframhaldandi stækkun bandalagsins lýsti forsætisráðherra yfir stuðningi við væntanlega aðild Albaníu, Króatíu og fyrrum Júgóslavíulýðveldisins Makedóníu. Enn fremur tók hann undir mikilvægi nánari tengsla bandalagsins við Úkraínu og Georgíu. Þá fagnaði hann aðild Bosníu-Hersegóvníu, Serbíu og Svartfjallalands að Samstarfi í þágu friðar (PFP). Í umræðum um pólitíska og hernaðarlega aðlögun Atlantshafsbandalagins sagði forsætisráðhera að um mjög nauðsynlegt ferli væri að ræða sem varðaði getu þess til þess að gegna hlutverki sínu við breyttar aðstæður. Um leið benti hann á að þetta mætti ekki verða til þess að bandalagið missti sjónar á viðvarandi tilgangi samtakanna, þ.e. sameiginlegum vörnum byggðum á sameiginlegum varnarskuldbindingum aðildarríkjanna. Í því samhengi sagði hann að Ísland hefði nú þá sérstöðu á meðal aðildarríkjanna að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni fyrir íslensk stjórnvöld en janframt fyrir Atlantshafsbandalagið, enda hefði það ávallt nálgast öryggi aðildarríkjanna með heildstæðum hætti. Íslensk stjórnvöld væru ánægð með nýlegt samkomulag við Bandaríkin um varnarmál en eftir stæði nauðsyn á eftirliti og viðbúnaði á friðartímum. Því yrði af Íslands hálfu óskað eftir að málið yrði tekið til umfjöllunar í N-Atlantshafsráðinu á næstu vikum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira