Jón H. Snorrason hættir brátt í starfi 27. nóvember 2006 18:30 Jón H. Snorrason hættir brátt í starfi. MYND/Einar Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, hættir brátt hjá embættinu. Hann tekur við starfi aðstoðarlögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón mætti í héraðsdóm dag fyrir hönd ríkislögreglustjóra þar sem þingfest var kæra Baugsmanna þess efnis að rannsókn embættisins á skattamálum þeirra væri ólögmæt. Jón H. Snorrason hefur frá upphafi staðið í eldlínunni hjá embætti ríkislögreglustjóra sem yfirmaður efnahagsbrotadeildar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu mun Jón taka við starfi aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sem tekur til starfa um áramótin. Jón vildi ekki staðfesta þetta þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Jón mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag fyrir hönd ríkislögreglustjóra í máli þar sem kæra Baugsmanna var þingfest en þeir krefjast þess að rannsókn ríkislögreglustjóra á meintum skattalagabrotum þeirra verði úrskurðuð ólögmæt. Til vara krefjast Baugsmenn þess að Haraldur Johannessen, Jóni H. Snorrasyni saksóknara og öllum starfsmönnum embættisins verði skylt að víkja sæti við rannsókn málsins. Í kærunni eru talin upp ýmis ummæli ríkislögreglustjóra og hans manna í fjölmiðlum sem Baugsmenn vilja meina að sýni að þeir hafi fyrirfram ákveðið sakborningar séu sekir. Jón H. Snorrason fór fram á rúmlega viku frest til þess að skila greinagerð vegna málsins og virtist það vefjast fyrir lögmönnum Baugsmanna. Eftir að lögmennirnir fengu hlé á réttarhaldinu, til að funda með Jóni í einrúmi, féllust þeir þó á að hann fengi frestinn gegn því að málflutningur yrði fljótlega eftir að greinagerð yrði skilað. Líklegt má telja að Jón muni í næstu viku mæta fyrir hönd ríkislögreglustjóra í dómsal síðasta sinn. Fréttir Innlent Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, hættir brátt hjá embættinu. Hann tekur við starfi aðstoðarlögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón mætti í héraðsdóm dag fyrir hönd ríkislögreglustjóra þar sem þingfest var kæra Baugsmanna þess efnis að rannsókn embættisins á skattamálum þeirra væri ólögmæt. Jón H. Snorrason hefur frá upphafi staðið í eldlínunni hjá embætti ríkislögreglustjóra sem yfirmaður efnahagsbrotadeildar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu mun Jón taka við starfi aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sem tekur til starfa um áramótin. Jón vildi ekki staðfesta þetta þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Jón mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag fyrir hönd ríkislögreglustjóra í máli þar sem kæra Baugsmanna var þingfest en þeir krefjast þess að rannsókn ríkislögreglustjóra á meintum skattalagabrotum þeirra verði úrskurðuð ólögmæt. Til vara krefjast Baugsmenn þess að Haraldur Johannessen, Jóni H. Snorrasyni saksóknara og öllum starfsmönnum embættisins verði skylt að víkja sæti við rannsókn málsins. Í kærunni eru talin upp ýmis ummæli ríkislögreglustjóra og hans manna í fjölmiðlum sem Baugsmenn vilja meina að sýni að þeir hafi fyrirfram ákveðið sakborningar séu sekir. Jón H. Snorrason fór fram á rúmlega viku frest til þess að skila greinagerð vegna málsins og virtist það vefjast fyrir lögmönnum Baugsmanna. Eftir að lögmennirnir fengu hlé á réttarhaldinu, til að funda með Jóni í einrúmi, féllust þeir þó á að hann fengi frestinn gegn því að málflutningur yrði fljótlega eftir að greinagerð yrði skilað. Líklegt má telja að Jón muni í næstu viku mæta fyrir hönd ríkislögreglustjóra í dómsal síðasta sinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira