Eiður á skotskónum í frábærum knattspyrnuleik 25. nóvember 2006 21:25 Eiður Smári fagnar marki sínu á Nou Camp í kvöld AFP Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark og fiskaði vítaspyrnu þegar Barcelona lagði Villarreal 4-0 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Það var hinsvegar snillingurinn Ronaldinho sem stal senunni eins og svo oft áður, en hann skoraði tvö marka Barca og það síðara var hreint út sagt stórkostlegt. Barcelona bauð upp á frábæra sóknarknattspyrnu í leiknum sem sýndur var beint á Sýn í lýsingu Arnars Björnssonar. Eiður Smári var í sviðsljósinu þegar hann fiskaði vafasama vítaspyrnu og úr henni skoraði Ronaldinho fyrsta mark Barcelona. Eiður kom Barcelona svo sjálfur í 2-0 í síðari hálfleik þegar hann skallaði inn fyrirgjöf Giuly og Iniesta skoraði þriðja markið. Þá var aftur komið að hinum ótrúlega Ronaldinho, sem skömmu fyrir leikslok fékk fyrirgjöf af kantinum, tók hana niður á kassann og sneri sér við í loftinu áður en hann hamraði knöttinn í netið með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Áhorfendur á Nou Camp risu úr sætum og veifuðu hvítum klútum til að hylla kappann og meira að segja hinn dagfarsprúði Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, reis úr sæti og fagnaði tilþrifum Brasilíumannsins sem skildu Arnar Björnsson eftir hásan í lýsingu sinni. Það má því með sanni segja að enginn hafi verið svikinn af þessum frábæra leik í spænska boltanum. Barcelona er komið með fjögurra stiga forskot á Sevilla á toppnum eftir sigurinn, en Sevilla á leik til góða gegn Espanyol á morgun. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark og fiskaði vítaspyrnu þegar Barcelona lagði Villarreal 4-0 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Það var hinsvegar snillingurinn Ronaldinho sem stal senunni eins og svo oft áður, en hann skoraði tvö marka Barca og það síðara var hreint út sagt stórkostlegt. Barcelona bauð upp á frábæra sóknarknattspyrnu í leiknum sem sýndur var beint á Sýn í lýsingu Arnars Björnssonar. Eiður Smári var í sviðsljósinu þegar hann fiskaði vafasama vítaspyrnu og úr henni skoraði Ronaldinho fyrsta mark Barcelona. Eiður kom Barcelona svo sjálfur í 2-0 í síðari hálfleik þegar hann skallaði inn fyrirgjöf Giuly og Iniesta skoraði þriðja markið. Þá var aftur komið að hinum ótrúlega Ronaldinho, sem skömmu fyrir leikslok fékk fyrirgjöf af kantinum, tók hana niður á kassann og sneri sér við í loftinu áður en hann hamraði knöttinn í netið með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Áhorfendur á Nou Camp risu úr sætum og veifuðu hvítum klútum til að hylla kappann og meira að segja hinn dagfarsprúði Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, reis úr sæti og fagnaði tilþrifum Brasilíumannsins sem skildu Arnar Björnsson eftir hásan í lýsingu sinni. Það má því með sanni segja að enginn hafi verið svikinn af þessum frábæra leik í spænska boltanum. Barcelona er komið með fjögurra stiga forskot á Sevilla á toppnum eftir sigurinn, en Sevilla á leik til góða gegn Espanyol á morgun.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum Sjá meira