Mið tekið af auknum flutningum 24. nóvember 2006 19:17 Dómsmálaráðherra segir þörf á alþjóðlegu átaki ef alvarlegt umhverfisslys verði í olíuflutningum við Ísland. Sérfræðingar spá því að innan fárra ára fari fimm hundruð olíuskip um íslenskt hafsvæði á hverju ári. Ráðherrann segir tekið mið af þessu við endurbætur á núverandi varðskipum og smíði nýrra. Í nýrir bók spáir Trausti Valsson, prófessor og skipulagsfræðingur, því að Ísland verði í þjóðleið sjóflutninga milli Kyrrahafs og Atlantshafs þegar flutningaleiðir opnist um leið og ís minnki í Norður-Íshafi. Spáir hann því að olíuflutningaskip sem fari framhjá landinu verði orðin 500 á ári eftir aðeins sjö til átta ár. Það auki hættuna á alvarlegum umhverfisslysum við strendur landsins. Fjárfesta þurfi í öflugum varðskipum ef stór flutningaskip lendi í vanda á leið sinni. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að tekið hafi verið mið af þessu í allri áætlunargerð fyrir Landhelgisgæsluna. Endurbætur hafi verið gerðar á varðskipunum Ægi og Tý og miðað við að þau geti tekist á við stærri og þyngri skip með togvindum sínum. Auk þess sé nýtt varðskip á teikniborðinu og verið að semja við skipasmíðastöð um smíði þess. Þar sé þess einnig gætt að skipið hafi dráttargetu til að sinna stærri skipum. Auk alls þessa sé hugað að mengunarmálum. Dómsmálaráðherra bendir á að ráðuneyti hans hafi efnt til ráðstefnu með fulltrúum beggja vegna Atlanthafsins þar sem sérfræðingar hafi verið fengnir til að ræða þróun mála í sjóflutningum á hafsvæðum nærri landinu. Það sé mat allra sem þar hafi setið að eitt ríki ráði ekki við þær hamfarir sem verði ef eitthvað komi fyrir skip af þeirri stærðargráðu sem hér um ræði. Því þurfi átak ríkja til að bregðast við slíku. Fréttir Innlent Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir þörf á alþjóðlegu átaki ef alvarlegt umhverfisslys verði í olíuflutningum við Ísland. Sérfræðingar spá því að innan fárra ára fari fimm hundruð olíuskip um íslenskt hafsvæði á hverju ári. Ráðherrann segir tekið mið af þessu við endurbætur á núverandi varðskipum og smíði nýrra. Í nýrir bók spáir Trausti Valsson, prófessor og skipulagsfræðingur, því að Ísland verði í þjóðleið sjóflutninga milli Kyrrahafs og Atlantshafs þegar flutningaleiðir opnist um leið og ís minnki í Norður-Íshafi. Spáir hann því að olíuflutningaskip sem fari framhjá landinu verði orðin 500 á ári eftir aðeins sjö til átta ár. Það auki hættuna á alvarlegum umhverfisslysum við strendur landsins. Fjárfesta þurfi í öflugum varðskipum ef stór flutningaskip lendi í vanda á leið sinni. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að tekið hafi verið mið af þessu í allri áætlunargerð fyrir Landhelgisgæsluna. Endurbætur hafi verið gerðar á varðskipunum Ægi og Tý og miðað við að þau geti tekist á við stærri og þyngri skip með togvindum sínum. Auk þess sé nýtt varðskip á teikniborðinu og verið að semja við skipasmíðastöð um smíði þess. Þar sé þess einnig gætt að skipið hafi dráttargetu til að sinna stærri skipum. Auk alls þessa sé hugað að mengunarmálum. Dómsmálaráðherra bendir á að ráðuneyti hans hafi efnt til ráðstefnu með fulltrúum beggja vegna Atlanthafsins þar sem sérfræðingar hafi verið fengnir til að ræða þróun mála í sjóflutningum á hafsvæðum nærri landinu. Það sé mat allra sem þar hafi setið að eitt ríki ráði ekki við þær hamfarir sem verði ef eitthvað komi fyrir skip af þeirri stærðargráðu sem hér um ræði. Því þurfi átak ríkja til að bregðast við slíku.
Fréttir Innlent Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“