Vilja 900 þúsund króna frítekjumark hjá elli- og örorkulífeyrisþegum 23. nóvember 2006 10:00 MYND/GVA Stjórnarandstaðan leggur fram sameiginlegar tillögur við breytingar á fjárlögum við aðra umræðu um þau sem varðar lífeyrisgreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega. Gert er ráð fyrir að greiðslur til þeirra hækki um samtals sjö milljarða króna samkvæmt tillögunum en þær voru kynntar á sameiginlegum fundi stjórnarandstöðunnar í morgun. Tillögurnar gera í fyrsta lagi ráð fyrir nýju frítekjumarki fyrir bæði elli- og örorkulífeyrisþega sem nemur 900 þúsund krónum en samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar á markið að vera 300 þúsund krónur og aðeins að gilda fyrir ellilífeyrisþega. Í öðru lagi er gert ráð fyrir að tekjutrygging hækki upp í 85 þúsund krónur hjá ellilífeyrisþegum en 86 þúsund hjá öryrkjum og í þriðja lagi að afnumin verði með öllu tengsl lífeyrisgreiðslna við tekjur maka. Þá vill stjórnarandstaðan í fjórða lagi að vasapeningar þeirra sem búi á stofnunum hækki um helming og frítekjumark þeirra hækki úr 50 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Enn fremur að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar þeir fari á ellilífeyri. Í sjötta og síðasta lagi vill stjórnarandstaðan að skerðingarhlutfall verði minnkað þannig að skattskyldar tekjur umfram 900 þúsund króna frítekjumarkið skerði tekjutryggingu aðeins um 35 prósent í stað 45 prósenta. Það voru Katrín Júlíudóttir, Samfylkingunni, sem er flutningsmaður tillagnanna, og þingflokksformennirnir Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson og Magnús Þór Hafsteinsson sem kynntu tillögunar. Fram kom í máli þeirra að milljarðarnir sjö rúmist innan fjárlagarammans en tillagan er eitt skref í samvinnu stjórnarandstöðuflokkanna sem kynnt var fyrr í haust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur fram sameiginlegar tillögur við breytingar á fjárlögum við aðra umræðu um þau sem varðar lífeyrisgreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega. Gert er ráð fyrir að greiðslur til þeirra hækki um samtals sjö milljarða króna samkvæmt tillögunum en þær voru kynntar á sameiginlegum fundi stjórnarandstöðunnar í morgun. Tillögurnar gera í fyrsta lagi ráð fyrir nýju frítekjumarki fyrir bæði elli- og örorkulífeyrisþega sem nemur 900 þúsund krónum en samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar á markið að vera 300 þúsund krónur og aðeins að gilda fyrir ellilífeyrisþega. Í öðru lagi er gert ráð fyrir að tekjutrygging hækki upp í 85 þúsund krónur hjá ellilífeyrisþegum en 86 þúsund hjá öryrkjum og í þriðja lagi að afnumin verði með öllu tengsl lífeyrisgreiðslna við tekjur maka. Þá vill stjórnarandstaðan í fjórða lagi að vasapeningar þeirra sem búi á stofnunum hækki um helming og frítekjumark þeirra hækki úr 50 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Enn fremur að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar þeir fari á ellilífeyri. Í sjötta og síðasta lagi vill stjórnarandstaðan að skerðingarhlutfall verði minnkað þannig að skattskyldar tekjur umfram 900 þúsund króna frítekjumarkið skerði tekjutryggingu aðeins um 35 prósent í stað 45 prósenta. Það voru Katrín Júlíudóttir, Samfylkingunni, sem er flutningsmaður tillagnanna, og þingflokksformennirnir Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson og Magnús Þór Hafsteinsson sem kynntu tillögunar. Fram kom í máli þeirra að milljarðarnir sjö rúmist innan fjárlagarammans en tillagan er eitt skref í samvinnu stjórnarandstöðuflokkanna sem kynnt var fyrr í haust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira