Launum verkafólks aðeins bjargað með 40-50% hækkun taxta 19. nóvember 2006 18:02 Eina leiðin til að bjarga launum verkafólks er að hækka taxta um allt að fimmtíu prósent, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir umræðuna um erlent vinnuafl á villigötum, það sé hvorki hræðsluáróður né kynþáttafordómar að standa vörð um kjör launafólks. Rúmt ár er þar til kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að samningarnir verði að koma í veg fyrir þann gríðarlega ávinning sem atvinnurekendur hafa haft af því að ráða ódýrt vinnuafl frá Austur-Evrópu á berstrípaða taxta. "Það var gerð könnun meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins í sumar og þar kom fram að meðaldagvinnulaun félagsmanna eru 176.000 krónur," segir Vilhjálmur. Strípaðir taxtar, sem erlendu verkafólki er boðið upp á, eru hins vegar rúmum fimmtíuþúsund krónum lægri. "Og með þessu gríðarlega innstreymi sem orðið hefur á erlendu, ódýru vinnuafli frá Austur-Evrópu, þá eru markaðslaunin í umtalsverðri hættu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir laun íslenskra verkamanna nú þegar á hraðri niðurleið og hann er ósáttur við að umræðan um útlent verkafólk á Íslandi hafi verið teymd út á villigötur. En er hann hræddur um að íslenskt verkafólk rísi upp á afturlappirnar þegar dregur úr þenslunni? "Við getum tekið einfalt dæmi; Miðað við þessa könnun þá eru markaðslaun í dag rúmar þúsund krónur á tímann í dagvinnu. Ef að atvinnurekandi getur fengið ódýrt erlent vinnuafl á rétt rúmar 700 krónur, þá hræðist ég það einfaldlega að hann muni, þegar kreppir að, taka erlenda starfsmanninn. Ég tel það engan hræðsluáróður eða kynþáttafordóma þó að íslenskt launafólk vilji fara yfir þessi mál." Fréttir Innlent Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Eina leiðin til að bjarga launum verkafólks er að hækka taxta um allt að fimmtíu prósent, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir umræðuna um erlent vinnuafl á villigötum, það sé hvorki hræðsluáróður né kynþáttafordómar að standa vörð um kjör launafólks. Rúmt ár er þar til kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að samningarnir verði að koma í veg fyrir þann gríðarlega ávinning sem atvinnurekendur hafa haft af því að ráða ódýrt vinnuafl frá Austur-Evrópu á berstrípaða taxta. "Það var gerð könnun meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins í sumar og þar kom fram að meðaldagvinnulaun félagsmanna eru 176.000 krónur," segir Vilhjálmur. Strípaðir taxtar, sem erlendu verkafólki er boðið upp á, eru hins vegar rúmum fimmtíuþúsund krónum lægri. "Og með þessu gríðarlega innstreymi sem orðið hefur á erlendu, ódýru vinnuafli frá Austur-Evrópu, þá eru markaðslaunin í umtalsverðri hættu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir laun íslenskra verkamanna nú þegar á hraðri niðurleið og hann er ósáttur við að umræðan um útlent verkafólk á Íslandi hafi verið teymd út á villigötur. En er hann hræddur um að íslenskt verkafólk rísi upp á afturlappirnar þegar dregur úr þenslunni? "Við getum tekið einfalt dæmi; Miðað við þessa könnun þá eru markaðslaun í dag rúmar þúsund krónur á tímann í dagvinnu. Ef að atvinnurekandi getur fengið ódýrt erlent vinnuafl á rétt rúmar 700 krónur, þá hræðist ég það einfaldlega að hann muni, þegar kreppir að, taka erlenda starfsmanninn. Ég tel það engan hræðsluáróður eða kynþáttafordóma þó að íslenskt launafólk vilji fara yfir þessi mál."
Fréttir Innlent Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira