Ráðherra sakaður um lygar í tengslum við Landsvirkjun 8. nóvember 2006 13:49 MYND/Vísir Þingmenn úr stjórnarandstöðunni sökuðu Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag um að segja ósatt í tengslum við áform ríkisstjórnarinnar um að gera Rarik og Orkubú Vestfjarða að dótturfélögum Landsvirkjunar. Ráðherra sakaði þingmennina hins vegar um orðbólgu í umræðunni.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf Alþingis í dag og benti á að iðnaðarráðherra hefði á ríkisstjórnarfundi í gær kynnt tvö frumvörp sem sneru að orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. Annars vegar væri gert ráð fyrir flutningi á eignarhaldi Landsvirkjunar frá iðnaðarráðuneyti til fjármálaráðuneytis en hins vegar að Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða yrðu sameinuð Landsvirkjun.Benti Jón Gunnarsson á að hann hefði spurt iðnaðarráðherra um það í síðustu viku, í kjölfar kaupa ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun, hvort til stæði að sameina fyrirtækin en þá hefði ráðherra sagt að engin ákvörðun lægi fyrir um það. Spurði Jón því hvort ákvörðunin hefði verið tekin í hasti eða hvort ráðherra hefði logið fyrir viku.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra svaraði því til að ekki væri um formlega sameiningu að ræða heldur yrðu félögin áfram sérstök hlutafélög en eignafyrirkomulag ríkisins yrði með öðrum hætti.Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér þá hljóðs og sakaði ráðherrann um að segja ósatt í málinu og spurði hvort ráðherra hefði einnig sagt ósatt í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að ekki stæði til að einkavæða Landsvirkjun. Því væri ástæða til að spyrja ráðherra þeirrar spurningar aftur.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist telja að óheppilegt væri að sameina öll fyrirtækin og benti á að frekar hefði átt að styrkja Rarik og Orkubú Vestfjarða.Bæði Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, gagnrýndu ráðherra og spurðu hvort fjárhagsstaða Landsvirkjunar væri svo slæm að lappa hefði þurft upp á hana með því sameina fyrirtækin þrjú.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra steig svo aftur í pontu og sagði orðbólgu mikla í umræðunni og að orð væru notuð af vafasömu tilefni og of- og rangtúlkanir hefðu komið fram í máli stjórnarandstöðunnar. Ítrekaði hann að ekki væri um formlega sameiningu að ræða þar sem Rarik og Orkubú Vestfjarða yrðu áfram sérstök félög. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Þingmenn úr stjórnarandstöðunni sökuðu Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag um að segja ósatt í tengslum við áform ríkisstjórnarinnar um að gera Rarik og Orkubú Vestfjarða að dótturfélögum Landsvirkjunar. Ráðherra sakaði þingmennina hins vegar um orðbólgu í umræðunni.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf Alþingis í dag og benti á að iðnaðarráðherra hefði á ríkisstjórnarfundi í gær kynnt tvö frumvörp sem sneru að orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. Annars vegar væri gert ráð fyrir flutningi á eignarhaldi Landsvirkjunar frá iðnaðarráðuneyti til fjármálaráðuneytis en hins vegar að Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða yrðu sameinuð Landsvirkjun.Benti Jón Gunnarsson á að hann hefði spurt iðnaðarráðherra um það í síðustu viku, í kjölfar kaupa ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun, hvort til stæði að sameina fyrirtækin en þá hefði ráðherra sagt að engin ákvörðun lægi fyrir um það. Spurði Jón því hvort ákvörðunin hefði verið tekin í hasti eða hvort ráðherra hefði logið fyrir viku.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra svaraði því til að ekki væri um formlega sameiningu að ræða heldur yrðu félögin áfram sérstök hlutafélög en eignafyrirkomulag ríkisins yrði með öðrum hætti.Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér þá hljóðs og sakaði ráðherrann um að segja ósatt í málinu og spurði hvort ráðherra hefði einnig sagt ósatt í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að ekki stæði til að einkavæða Landsvirkjun. Því væri ástæða til að spyrja ráðherra þeirrar spurningar aftur.Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist telja að óheppilegt væri að sameina öll fyrirtækin og benti á að frekar hefði átt að styrkja Rarik og Orkubú Vestfjarða.Bæði Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, gagnrýndu ráðherra og spurðu hvort fjárhagsstaða Landsvirkjunar væri svo slæm að lappa hefði þurft upp á hana með því sameina fyrirtækin þrjú.Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra steig svo aftur í pontu og sagði orðbólgu mikla í umræðunni og að orð væru notuð af vafasömu tilefni og of- og rangtúlkanir hefðu komið fram í máli stjórnarandstöðunnar. Ítrekaði hann að ekki væri um formlega sameiningu að ræða þar sem Rarik og Orkubú Vestfjarða yrðu áfram sérstök félög.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira