Segja Björgólf standa á bak við kaupin á West Ham 7. nóvember 2006 11:14 Hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir og vill eignast enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið aðgang að bókhaldi félagsins eftir því sem fram kemur á vef breska blaðsins Daily Telegraph. Þá kemur fram á vef dagblaðsins Independent að talið sé að Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, standi á bak við kaupin. Eggert og félagar gagnrýndu í síðustu viku að þeir hefðu ekki fengið aðgang að bókhaldinu en heimildarmenn Telegraph segja að forráðamenn West Ham hafi nú fallist á að veita þeim aðgang að því. Þá segir á vef Independent að Eggert og félagar hafi í gær fundað með forráðamönnum West Ham þar sem tilboð hópsins upp á 75 milljónir punda var ítrekað og til viðbótar tilboð um yfirtöku á skuldum félagsins sem nema 22,5 milljónum punda. Segir enn fremur í grein Independent að hann hafi greint West Ham frá því hver standi á bak við kaupin en talið sé að það sé Björgólfur Guðmundsson. Þar kemur einnig fram að samsetning hópsins hafi breyst og hann sé nú meira íslensk-skandinavískur. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs segir enga skuldbindingu liggja fyrir af hálfu Björgólfs Guðmundssonar í málinu. Hvort síðan Eggert Magnússon kunni að treysta á aðkomu hans, sé annað mál og í raun aðeins ályktanir breskra blaðamanna. Eggert og félagar hafa samkvæmt breskum miðlum barist um West Ham við hóp sem ensk-íranski kaupsýslumaðurinn Kia Joorabchian fer fyrir en að baki honum stendur íraelskur fasteignajöfur. Segir á vef Independent að nokkrar vikur gæti tekið að fá niðurstöðu í málið og ef tilboði Eggerts og félaga verði tekið verði yfirtakan á félaginu þó varla að veruleika fyrir jól. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir og vill eignast enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið aðgang að bókhaldi félagsins eftir því sem fram kemur á vef breska blaðsins Daily Telegraph. Þá kemur fram á vef dagblaðsins Independent að talið sé að Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, standi á bak við kaupin. Eggert og félagar gagnrýndu í síðustu viku að þeir hefðu ekki fengið aðgang að bókhaldinu en heimildarmenn Telegraph segja að forráðamenn West Ham hafi nú fallist á að veita þeim aðgang að því. Þá segir á vef Independent að Eggert og félagar hafi í gær fundað með forráðamönnum West Ham þar sem tilboð hópsins upp á 75 milljónir punda var ítrekað og til viðbótar tilboð um yfirtöku á skuldum félagsins sem nema 22,5 milljónum punda. Segir enn fremur í grein Independent að hann hafi greint West Ham frá því hver standi á bak við kaupin en talið sé að það sé Björgólfur Guðmundsson. Þar kemur einnig fram að samsetning hópsins hafi breyst og hann sé nú meira íslensk-skandinavískur. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs segir enga skuldbindingu liggja fyrir af hálfu Björgólfs Guðmundssonar í málinu. Hvort síðan Eggert Magnússon kunni að treysta á aðkomu hans, sé annað mál og í raun aðeins ályktanir breskra blaðamanna. Eggert og félagar hafa samkvæmt breskum miðlum barist um West Ham við hóp sem ensk-íranski kaupsýslumaðurinn Kia Joorabchian fer fyrir en að baki honum stendur íraelskur fasteignajöfur. Segir á vef Independent að nokkrar vikur gæti tekið að fá niðurstöðu í málið og ef tilboði Eggerts og félaga verði tekið verði yfirtakan á félaginu þó varla að veruleika fyrir jól.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira