Þorir meðan aðrir þegja 30. október 2006 21:55 Ég get ekki séð mikið óeðlilegt við að Ekstrablaðið danska fjalli um íslenska kapítalista. Má vera að þetta sé ekkert ofboðslega vandað - en þetta er jú blaðið sem bjó til slagorðið Þorir meðan aðrir þegja. Frekar að þetta afhjúpi ódöngun íslenskra fjölmiðla sem hafa mestanpart látið eiga sig að fjalla um nýja auðvaldið á gagnrýninn hátt. Til dæmis fannst mér ansi forvitnilegt að sjá hringrás fjármagnsins milli Íslands, Danmerkur, Lúxemborgar og Karíbahafsins. Kannski er ekkert ólöglegt við þetta, en það er ekkert tiltakanlega siðlegt heldur. Nú hefur Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, sem býr í Danmörku, kært Ekstrablaðið fyrir þessa umfjöllun. Allt út af einhverjum stíltilþrifum í texta dönsku blaðamannanna. Vilhjálmur hefur áður gengið fram fyrir skjöldu með furðulegum hætti, til dæmis þegar hann hélt því fram fullum fetum í grein sem birtist í Jerúsalem að gyðingahatur væri vaxandi á Íslandi. Þetta fann Vihjálmur út með því að leggja andstöðu við framferði Ísraelsmanna í Palestínu að jöfnu við hatur á gyðingum. Sagði hann að í landi þar sem búa svo fáir gyðingar sé viðhorfið til Ísraels líklega besta aðferðin til að "mæla antí-semitisma." Annars kemur Árni Mathiesen einna verst út úr þessu. Það er náttúrlega rétt hjá ritstjóra Ekstrabladet að það var fáránlegt af íslenska fjármálaráðherranum að tjá sig um greinarflokkinn áður en birting hans hófst. --- --- --- Skrítið af Ingibjörgu Sólrúnu að taka það fram sérstaklega að hún sé ekki ánægð vegna lélegs gengis Önnu Kristínar Gunnarsdóttir í prófkjöri Samfylkingar á Norðvesturlandi. Þykir Sólrúnu þá vont að fá Kalla Valla prest aftur á þing? Eftir fjögur ár á þingi fékk Anna Kristín fékk ekki nema 368 atkvæði í efstu sætin. Það ber ekki vott um miklar vinsældir. Hún hefur verið ein af ósýnilegu þingmönnunum sem Pétur Gunnarsson lýsir eftir í pistli. Eitt sinn sátu miklir höfðingjar úr vestursýslum Norðurlands á þingi. Páll Pétursson, Björn Pálsson, Jón Pálmason, Pálmi Jónsson - en nú stefnir í að Húnvetningar og Skagfirðingar eigi engan þingmann. Þetta hefur verið nokkuð erfitt hjá þeim um nokkurt skeið. Til skamms tíma sat Vilhjálmur Egilsson á þingi fyrir kjördæmið, bjó í Reykjavík - en var eiginlega réttnefndur frjálshyggjumaður í bændagíslingu. --- --- --- Úbbs. Halldór Ásgrímsson að verða framkvæmdastjóri ráðherranefndarinnar norrænu og á sama tíma leggur Dagens Nyheter, virtasta blað Norðurlandanna, til að Norðurlandaráð verði lagt niður. Ef þetta er ekki aðför þá veit ég ekki hvað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun
Ég get ekki séð mikið óeðlilegt við að Ekstrablaðið danska fjalli um íslenska kapítalista. Má vera að þetta sé ekkert ofboðslega vandað - en þetta er jú blaðið sem bjó til slagorðið Þorir meðan aðrir þegja. Frekar að þetta afhjúpi ódöngun íslenskra fjölmiðla sem hafa mestanpart látið eiga sig að fjalla um nýja auðvaldið á gagnrýninn hátt. Til dæmis fannst mér ansi forvitnilegt að sjá hringrás fjármagnsins milli Íslands, Danmerkur, Lúxemborgar og Karíbahafsins. Kannski er ekkert ólöglegt við þetta, en það er ekkert tiltakanlega siðlegt heldur. Nú hefur Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, sem býr í Danmörku, kært Ekstrablaðið fyrir þessa umfjöllun. Allt út af einhverjum stíltilþrifum í texta dönsku blaðamannanna. Vilhjálmur hefur áður gengið fram fyrir skjöldu með furðulegum hætti, til dæmis þegar hann hélt því fram fullum fetum í grein sem birtist í Jerúsalem að gyðingahatur væri vaxandi á Íslandi. Þetta fann Vihjálmur út með því að leggja andstöðu við framferði Ísraelsmanna í Palestínu að jöfnu við hatur á gyðingum. Sagði hann að í landi þar sem búa svo fáir gyðingar sé viðhorfið til Ísraels líklega besta aðferðin til að "mæla antí-semitisma." Annars kemur Árni Mathiesen einna verst út úr þessu. Það er náttúrlega rétt hjá ritstjóra Ekstrabladet að það var fáránlegt af íslenska fjármálaráðherranum að tjá sig um greinarflokkinn áður en birting hans hófst. --- --- --- Skrítið af Ingibjörgu Sólrúnu að taka það fram sérstaklega að hún sé ekki ánægð vegna lélegs gengis Önnu Kristínar Gunnarsdóttir í prófkjöri Samfylkingar á Norðvesturlandi. Þykir Sólrúnu þá vont að fá Kalla Valla prest aftur á þing? Eftir fjögur ár á þingi fékk Anna Kristín fékk ekki nema 368 atkvæði í efstu sætin. Það ber ekki vott um miklar vinsældir. Hún hefur verið ein af ósýnilegu þingmönnunum sem Pétur Gunnarsson lýsir eftir í pistli. Eitt sinn sátu miklir höfðingjar úr vestursýslum Norðurlands á þingi. Páll Pétursson, Björn Pálsson, Jón Pálmason, Pálmi Jónsson - en nú stefnir í að Húnvetningar og Skagfirðingar eigi engan þingmann. Þetta hefur verið nokkuð erfitt hjá þeim um nokkurt skeið. Til skamms tíma sat Vilhjálmur Egilsson á þingi fyrir kjördæmið, bjó í Reykjavík - en var eiginlega réttnefndur frjálshyggjumaður í bændagíslingu. --- --- --- Úbbs. Halldór Ásgrímsson að verða framkvæmdastjóri ráðherranefndarinnar norrænu og á sama tíma leggur Dagens Nyheter, virtasta blað Norðurlandanna, til að Norðurlandaráð verði lagt niður. Ef þetta er ekki aðför þá veit ég ekki hvað.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun