Alheimskreppa ef ekkert að gert 30. október 2006 19:00 Breskur hagfræðingur spáir alvarlegri alheimskreppu ef ekkert verði að gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Aðgerðaleysi geti kostað tæplega fimm hundruð billjónir króna. Íslenskur sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir skýrslu um málið, sem unnin var fyrir bresk stjórnvöld, ítarlega og að taka beri hana alvarlega. Skýrsla hagfræðingsins, Sir Nicholas Sterns, er mikil bók sem telur um sjö hundruð síður og hefur Stern hlotið lof þekktra starfsbræðra fyrir verk sitt. Stern spáir alvarlegri kreppu verði ekkert að gert. 200 milljónir manna geti þurft að yfirgefa heimili sín sem ýmist fari undir vatn eða standi eftir í uppþurrkaðri eyðimörk. Kostnaðurinn, ef ekkert verði að gert, jafngildir 5 til 20% af vergri þjóðarfraleiðslu fyrir allan heiminn á hverju ári. Að sama skapi komið það til með að kosta eitt prósent af vergri þjóðarframleiðslu að grípa til aðgerða nú. Stern segir áhrif loftslagsbreytinga þegar hafa komið fram. Það taki þó einhvern tíma að sjá alvarleg áhrif þeirra. Það þurfi að grípa þegar til aðgerða. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir skýrslu Sterns þá mikilvægustu sem hann hafi fengið í hendurnar á valdatíma sínum. Hann hvatti til aðgerða. Ef ekkert yrði að gert á næstu 10 til 15 árum bendi skýrslan til þess að tækifærið til að hafa áhrif renni mannkyninu úr greipum. Stern segir fyrir árið 2050 þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur sextíu til áttatíu prósentum frá því sem hún er nú árlega. Nota þurfi vistvæna orkugjafa og skattleggja þá sem mengi. Jón Þór Sturluson, dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir niðurstöður Stern hvað varði kostnað vegna aðgerða ríma við það sem áður hafi komið fram. Hann segir þó kostnað aðgerðarleysis meiri en áður hafi komið fram og það veki spurningar um áreiðanleika skýrslunnar. Honum sýnist hún þó ítarleg og hlutlæg og mark á henni takandi. Svo háar tölur skýrist af skýrum viðmiðum og að litið sér til lengri tíma en áður, eða 2 alda. Gordon Brown, fjármálaráðhera Breta, greindi frá því í dag að Al Gore, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, yrði sérlegur ráðgjafi breskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Gore hefur vakið athygli fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum og hefur gert heimildarmynd um stöðu mála. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Breskur hagfræðingur spáir alvarlegri alheimskreppu ef ekkert verði að gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Aðgerðaleysi geti kostað tæplega fimm hundruð billjónir króna. Íslenskur sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir skýrslu um málið, sem unnin var fyrir bresk stjórnvöld, ítarlega og að taka beri hana alvarlega. Skýrsla hagfræðingsins, Sir Nicholas Sterns, er mikil bók sem telur um sjö hundruð síður og hefur Stern hlotið lof þekktra starfsbræðra fyrir verk sitt. Stern spáir alvarlegri kreppu verði ekkert að gert. 200 milljónir manna geti þurft að yfirgefa heimili sín sem ýmist fari undir vatn eða standi eftir í uppþurrkaðri eyðimörk. Kostnaðurinn, ef ekkert verði að gert, jafngildir 5 til 20% af vergri þjóðarfraleiðslu fyrir allan heiminn á hverju ári. Að sama skapi komið það til með að kosta eitt prósent af vergri þjóðarframleiðslu að grípa til aðgerða nú. Stern segir áhrif loftslagsbreytinga þegar hafa komið fram. Það taki þó einhvern tíma að sjá alvarleg áhrif þeirra. Það þurfi að grípa þegar til aðgerða. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir skýrslu Sterns þá mikilvægustu sem hann hafi fengið í hendurnar á valdatíma sínum. Hann hvatti til aðgerða. Ef ekkert yrði að gert á næstu 10 til 15 árum bendi skýrslan til þess að tækifærið til að hafa áhrif renni mannkyninu úr greipum. Stern segir fyrir árið 2050 þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur sextíu til áttatíu prósentum frá því sem hún er nú árlega. Nota þurfi vistvæna orkugjafa og skattleggja þá sem mengi. Jón Þór Sturluson, dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir niðurstöður Stern hvað varði kostnað vegna aðgerða ríma við það sem áður hafi komið fram. Hann segir þó kostnað aðgerðarleysis meiri en áður hafi komið fram og það veki spurningar um áreiðanleika skýrslunnar. Honum sýnist hún þó ítarleg og hlutlæg og mark á henni takandi. Svo háar tölur skýrist af skýrum viðmiðum og að litið sér til lengri tíma en áður, eða 2 alda. Gordon Brown, fjármálaráðhera Breta, greindi frá því í dag að Al Gore, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, yrði sérlegur ráðgjafi breskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Gore hefur vakið athygli fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum og hefur gert heimildarmynd um stöðu mála.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira