Ekki gripið til óhóflegrar valdbeitingar segir lögreglustjóri 24. október 2006 23:26 Óeirðalögreglumenn við þinghúsið í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í dag. MYND/AP Peter Gergenyi, lögreglustjóri í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, segir lögreglumenn ekki hafa gripið til óhóflegrar valdbeitingar til að hafa hemil á mótmælendum í borginni í gær. Hann segir að lögreglumenn hafi þurft að grípa til aðgerða en þeir hafi í alla staði farið að lögum. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og beittu táragasi og vatnssprautum gegn mótmælendum í gærkvöldi. Fólkið hafði safnast saman til að lýsa andúð sinni á ríkisstjórninni, daginn sem Ungverjar minntust 50 ára afmælis skammlífrar uppreisnar gegn Sovétríkjunum. Gergenyi segir að almenningur ætti frekar að þakka lögreglunni fyrir að hafa gripið til aðgerða í stað þess að leita logandi ljósi að mistökum við meðhöndlun mótmælenda. Hann segir lögreglumenn hafa fundið eldhúshnífa, járnstangir, flugelda og slöngvur á þeim stað þar sem stjórnarandstæðingar hafi haldið til í 5 vikur, eða frá því upp úr sauð þegar uppljóstrað var um að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra, hefði logið að þjóðinni í aðdraganda síðustu þingkosninga. Þá kom til átaka. Lögreglustjórinn segir að efni til sprengjugerðar hafi einnig fundist. Auk alls þessa hefðu tjaldbúðir mótmælenda fengið að standa lengur en veitt leyfi sagði til um. Mikil spenna hefur verið í borginni í dag eftir átök gærdagsins og kvöldsins. 128 munu hafa særst í átökunum, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Lögregla mun hafa handtekið 130 mótmælendur. Búið er að girða af svæðið við þinghúsið þar sem mótmælendur hafa haldið til í rúman mánuð. Gyurcsany, forsætisráðherra, hefur látið kröfur um afsögn sem vind um eyru þjóta og sagt mótmælendur tilheyra háværum minnihlutahópi. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins segir hins vegar að öll þjóðin sé andsnúin ólöglegri ríkisstjórn forsætisráðherrans. Erlent Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Peter Gergenyi, lögreglustjóri í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, segir lögreglumenn ekki hafa gripið til óhóflegrar valdbeitingar til að hafa hemil á mótmælendum í borginni í gær. Hann segir að lögreglumenn hafi þurft að grípa til aðgerða en þeir hafi í alla staði farið að lögum. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og beittu táragasi og vatnssprautum gegn mótmælendum í gærkvöldi. Fólkið hafði safnast saman til að lýsa andúð sinni á ríkisstjórninni, daginn sem Ungverjar minntust 50 ára afmælis skammlífrar uppreisnar gegn Sovétríkjunum. Gergenyi segir að almenningur ætti frekar að þakka lögreglunni fyrir að hafa gripið til aðgerða í stað þess að leita logandi ljósi að mistökum við meðhöndlun mótmælenda. Hann segir lögreglumenn hafa fundið eldhúshnífa, járnstangir, flugelda og slöngvur á þeim stað þar sem stjórnarandstæðingar hafi haldið til í 5 vikur, eða frá því upp úr sauð þegar uppljóstrað var um að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra, hefði logið að þjóðinni í aðdraganda síðustu þingkosninga. Þá kom til átaka. Lögreglustjórinn segir að efni til sprengjugerðar hafi einnig fundist. Auk alls þessa hefðu tjaldbúðir mótmælenda fengið að standa lengur en veitt leyfi sagði til um. Mikil spenna hefur verið í borginni í dag eftir átök gærdagsins og kvöldsins. 128 munu hafa særst í átökunum, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Lögregla mun hafa handtekið 130 mótmælendur. Búið er að girða af svæðið við þinghúsið þar sem mótmælendur hafa haldið til í rúman mánuð. Gyurcsany, forsætisráðherra, hefur látið kröfur um afsögn sem vind um eyru þjóta og sagt mótmælendur tilheyra háværum minnihlutahópi. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins segir hins vegar að öll þjóðin sé andsnúin ólöglegri ríkisstjórn forsætisráðherrans.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira